Landsréttur staðfesti fimm ára dóm vegna líkamsárásar á Shooters Sylvía Hall skrifar 18. júní 2020 15:54 Artur Pawel í héraðsdómi. Við hlið hans situr Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi hans. Vísir/Vilhelm Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. Wisocki var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir árásina í héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar á síðasta ári. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Wisocki sætti frá 26. ágúst árið 2018 til 23. ágúst 2019. Kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald var hafnað í Landsrétti í ágúst á síðasta ári, enda höfðu orðið ámælisverðar tafir á málinu og þær væru ekki honum að kenna. Málið hefði ekki verið rekið með fullnægjandi hraða. Árásin átti sér stað sumarið 2018 og segir í forsendum dómsins að Wisocki hafði einbeittan og styrkan vilja til líkamsárásar. Árásin hafi verið undirbúin og unnin í félagi við aðra, en dyravörðurinn lamaðist fyrir lífstíð. Afleiðingar árásarinnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls. Læknir sem bar vitni fyrir dómi sagði að ólíklegt væri að hann myndi ná nokkrum bata sem hefði áhrif á hans getu. Fyrir héraðsdómi játaði Artur að hafa veit dyraverðinum hnefahögg en neitaði sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Var hann sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan og hrint honum. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni. Ég get ekki bætt fyrir það,“ sagði Artur um atburðina umrætt kvöld. Niðurstaða dómsins var sú að líta yrði til þess að afleiðingar árásarinnar væru sérstaklega þungbærar fyrir brotaþola, en hann yrði háður öðrum um allar athafnir daglegs lífs til frambúðar. Því staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms um sex milljónir í miskabætur. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. Wisocki var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir árásina í héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar á síðasta ári. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem Wisocki sætti frá 26. ágúst árið 2018 til 23. ágúst 2019. Kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald var hafnað í Landsrétti í ágúst á síðasta ári, enda höfðu orðið ámælisverðar tafir á málinu og þær væru ekki honum að kenna. Málið hefði ekki verið rekið með fullnægjandi hraða. Árásin átti sér stað sumarið 2018 og segir í forsendum dómsins að Wisocki hafði einbeittan og styrkan vilja til líkamsárásar. Árásin hafi verið undirbúin og unnin í félagi við aðra, en dyravörðurinn lamaðist fyrir lífstíð. Afleiðingar árásarinnar voru meðal annars margþætt brot á fimmta hálshryggjarlið, mænuáverkar og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls. Læknir sem bar vitni fyrir dómi sagði að ólíklegt væri að hann myndi ná nokkrum bata sem hefði áhrif á hans getu. Fyrir héraðsdómi játaði Artur að hafa veit dyraverðinum hnefahögg en neitaði sök er varðar líkamsárásina og afleiðingar hennar. Var hann sakaður um að hafa eftir hnefahöggið í andlitið elt dyravörðinn þegar hann reyndi að komast undan og hrint honum. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni. Ég get ekki bætt fyrir það,“ sagði Artur um atburðina umrætt kvöld. Niðurstaða dómsins var sú að líta yrði til þess að afleiðingar árásarinnar væru sérstaklega þungbærar fyrir brotaþola, en hann yrði háður öðrum um allar athafnir daglegs lífs til frambúðar. Því staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms um sex milljónir í miskabætur.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira