Yfir sig ástfanginn eftir fjörutíu ára hjónaband Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júní 2020 11:29 Gísli og Jóhanna hafa verið gift í fjörutíu ár og kynntust þau í Versló. Athafnamaðurinn Gísli Gíslason og flugfreyjan Jóhanna Björnsdóttir eru einstök hjón og voru að halda uppá fjörutíu ára brúðkaupsafmælið sitt og ákváðu að gista á Grand Hótel og njóta svo þar veitinga verðlaunakokksins Úlfars Finnbjörnssonar á Grand Brasserie og upplifa ákveðna utanlandsferð bara hér heima í Reykjavík. Vala Matt hitti þessi skemmtilegu hjón í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að heyra hver galdurinn er við svona langt og hamingjusamt hjónaband. „Við vorum bæði í Versló og ég hélt auðvitað að ég væri aðal töffarinn,“ segir Gísli Gíslason um það hvernig hjónin kynntust. „Hún sá mig labba framhjá sjoppunni og fór að veðja við vinkonu sína hvort hún gæti fengið að kyssa mig. Þetta er alveg eins og í bíómyndunum. Ég er síðan kominn í stærðfræðitíma klukkan tíu um morguninn þegar það er bankað á dyrnar og kennarinn segir að það sé verið að spyrja um mig hérna frammi. Þá stendur þar stúlka í lopapeysu og í smekkbuxum og passaði ekki alveg inn í staðalímyndina hjá stelpunum í Versló. Hún segir, heyrðu viltu kyssa mig. Ég horfði á þessa stúlku og hugsaði með mér, þetta er eitthvað skrýtið. Ég sagði nei og fór inn og lokaði,“ segir Gísli léttur. Hann hugsaði um þessa stúlku töluvert eftir þetta og það tók síðan Gísla nokkra mánuði að ná henni til baka. Alltaf gaman hjá Jóhönnu og Gísla. „Mér fannst verst að tapa verðmálinu og þurfa borga samlokurnar sem við höfðum veðjað um,“ segir Jóhanna. „Það tókst að ná henni til baka og við höfum í raun ekki sleppt hvort öðru síðan þá. Maður þurfti heldur betur að leggja á sig og ég byrjaði í kórnum af því að hún var þar. Svo var farið að kela fyrir aftan ísbúðina í Laugalæk og allur pakkinn. Þetta tók sinn tíma og borgaði sig,“ segir Gísli. Í dag eiga þau fimm börn og fimm barnabörn. Þau héldu upp á fjörutíu ára brúðkaupsafmælið með því að gista á Grand Hótel og líta í raun á það sem utanlandsferð. „Ég er ekkert vanur því að það sé í rauninni hægt að fara til útlanda á Íslandi. Við ákváðum að prufa og þetta var í rauninni betra en að fara til útlanda. Fólk á að nýta sér þetta að vera innanlands. Það er frábært spa hérna og það er allt hérna,“ segir Gísli en bæði eru þau sammála um galdurinn á bakvið það að vera hamingjusamlega gift í fjörutíu ár. „Það er bara alltaf gaman hjá okkur,“ segja þau bæði í kór. „Við komumst í gegnum þetta Covid og vorum saman í nokkra mánuði og þá held ég að þetta sé komið,“ segir Gísli. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ástin og lífið Tímamót Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Athafnamaðurinn Gísli Gíslason og flugfreyjan Jóhanna Björnsdóttir eru einstök hjón og voru að halda uppá fjörutíu ára brúðkaupsafmælið sitt og ákváðu að gista á Grand Hótel og njóta svo þar veitinga verðlaunakokksins Úlfars Finnbjörnssonar á Grand Brasserie og upplifa ákveðna utanlandsferð bara hér heima í Reykjavík. Vala Matt hitti þessi skemmtilegu hjón í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að heyra hver galdurinn er við svona langt og hamingjusamt hjónaband. „Við vorum bæði í Versló og ég hélt auðvitað að ég væri aðal töffarinn,“ segir Gísli Gíslason um það hvernig hjónin kynntust. „Hún sá mig labba framhjá sjoppunni og fór að veðja við vinkonu sína hvort hún gæti fengið að kyssa mig. Þetta er alveg eins og í bíómyndunum. Ég er síðan kominn í stærðfræðitíma klukkan tíu um morguninn þegar það er bankað á dyrnar og kennarinn segir að það sé verið að spyrja um mig hérna frammi. Þá stendur þar stúlka í lopapeysu og í smekkbuxum og passaði ekki alveg inn í staðalímyndina hjá stelpunum í Versló. Hún segir, heyrðu viltu kyssa mig. Ég horfði á þessa stúlku og hugsaði með mér, þetta er eitthvað skrýtið. Ég sagði nei og fór inn og lokaði,“ segir Gísli léttur. Hann hugsaði um þessa stúlku töluvert eftir þetta og það tók síðan Gísla nokkra mánuði að ná henni til baka. Alltaf gaman hjá Jóhönnu og Gísla. „Mér fannst verst að tapa verðmálinu og þurfa borga samlokurnar sem við höfðum veðjað um,“ segir Jóhanna. „Það tókst að ná henni til baka og við höfum í raun ekki sleppt hvort öðru síðan þá. Maður þurfti heldur betur að leggja á sig og ég byrjaði í kórnum af því að hún var þar. Svo var farið að kela fyrir aftan ísbúðina í Laugalæk og allur pakkinn. Þetta tók sinn tíma og borgaði sig,“ segir Gísli. Í dag eiga þau fimm börn og fimm barnabörn. Þau héldu upp á fjörutíu ára brúðkaupsafmælið með því að gista á Grand Hótel og líta í raun á það sem utanlandsferð. „Ég er ekkert vanur því að það sé í rauninni hægt að fara til útlanda á Íslandi. Við ákváðum að prufa og þetta var í rauninni betra en að fara til útlanda. Fólk á að nýta sér þetta að vera innanlands. Það er frábært spa hérna og það er allt hérna,“ segir Gísli en bæði eru þau sammála um galdurinn á bakvið það að vera hamingjusamlega gift í fjörutíu ár. „Það er bara alltaf gaman hjá okkur,“ segja þau bæði í kór. „Við komumst í gegnum þetta Covid og vorum saman í nokkra mánuði og þá held ég að þetta sé komið,“ segir Gísli. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ástin og lífið Tímamót Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“