Eitt tap í viðbót og draumar um Íslandsmeistaratitil eru úr sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2020 12:00 Hvorki Hólmfríður Magnúsdóttir né Dagný Brynjarsdóttir hafa komið knettinum í netið það sem af er Íslandsmóti. Vísir/Haraldur Guðjónsson Breiðablik heimsótti Selfoss í Pepsi deild kvenna í fótbolta í gærkvöld. Selfoss eru ríkjandi bikarmeistarar ásamt því að hafa unnið Meistarakeppni KSÍ á dögunum og stefna á Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Sjá einnig: „Ég veit að við verðum í toppbaráttunni“ Breiðablik – sem hefur verið í efstu tveimur sætum deildarinnar frá 2014 – stefnir einnig á þann stóra og því var ljóst að það var mikið undir strax í stórleik 2. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Selfoss tapaði 0-1 fyrir Fylki í Árbænum í 1. umferð á meðan Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á FH á Kópavogsvelli og því máttu heimastúlkur ekki misstíga sig í leiknum í gær. Það tók gestina úr Kópavogi aðeins þrjár mínútur að koma boltanum í netið en það gerði Agla María Albertsdóttir eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Eftir það var leikurinn í járnum eða allt þangað til Blikar fengu aftur innkast ofarlega á vellinum þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Aftur grýtti Sveindís Jane boltanum inn á teig og að þessu sinni var það Alexandra Jóhannsdóttir sem kom honum yfir línuna. Lokatölur 2-0 og vonir Selfyssinga á því að verða Íslandsmeistarar hafa dvínað töluvert. Klippa: Selfoss 0-2 Breiðablik „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías eftir leik í gær. „Við verðum bara að skapa meira fyrir framan markið, það vantaði svolítið upp á það hjá okkur. Ég get ekkert sett út á vinnuframlag leikmanna, þær lögðu sig allar 100% fram en núll stig,“ bætti Alfreð við. Eftir að hafa skorað tvívegis gegn Val í Meistarakeppni KSÍ þá hefur liðið nú leikið 180 mínútur án þess að skora. Ekkert lið tapað þremur leikjum og unnið Íslandsmeistaratitilinn Á þessari öld hefur ekkert lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað meira en tveimur leikjum. Þá tapaði Breiðablik aðeins einum leik sumarið 2016 en lenti samt í öðru sæti deildarinnar. Aðeins fimm sinnum á síðustu tuttugu árum hefur lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað tveimur leikjum en aldrei eftir að hafa tapað þremur. Það er því ljóst að ef Selfyssingar ætla að standa við stóru orðin má liðið ekki tapa öðrum leik það sem eftir lifir sumars. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Alfreð: Við þurfum bara að vera aðeins graðari „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfoss eftir tapið í kvöld. 18. júní 2020 22:45 Sjáðu mörkin úr leik Selfoss og Breiðabliks Mörk úr leik Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna. 18. júní 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikasigur í kaflaskiptum leik Breiðablik sigraði Selfoss með tveimur mörkum gegn engu í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 18. júní 2020 22:10 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Breiðablik heimsótti Selfoss í Pepsi deild kvenna í fótbolta í gærkvöld. Selfoss eru ríkjandi bikarmeistarar ásamt því að hafa unnið Meistarakeppni KSÍ á dögunum og stefna á Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Sjá einnig: „Ég veit að við verðum í toppbaráttunni“ Breiðablik – sem hefur verið í efstu tveimur sætum deildarinnar frá 2014 – stefnir einnig á þann stóra og því var ljóst að það var mikið undir strax í stórleik 2. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Selfoss tapaði 0-1 fyrir Fylki í Árbænum í 1. umferð á meðan Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á FH á Kópavogsvelli og því máttu heimastúlkur ekki misstíga sig í leiknum í gær. Það tók gestina úr Kópavogi aðeins þrjár mínútur að koma boltanum í netið en það gerði Agla María Albertsdóttir eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Eftir það var leikurinn í járnum eða allt þangað til Blikar fengu aftur innkast ofarlega á vellinum þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Aftur grýtti Sveindís Jane boltanum inn á teig og að þessu sinni var það Alexandra Jóhannsdóttir sem kom honum yfir línuna. Lokatölur 2-0 og vonir Selfyssinga á því að verða Íslandsmeistarar hafa dvínað töluvert. Klippa: Selfoss 0-2 Breiðablik „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías eftir leik í gær. „Við verðum bara að skapa meira fyrir framan markið, það vantaði svolítið upp á það hjá okkur. Ég get ekkert sett út á vinnuframlag leikmanna, þær lögðu sig allar 100% fram en núll stig,“ bætti Alfreð við. Eftir að hafa skorað tvívegis gegn Val í Meistarakeppni KSÍ þá hefur liðið nú leikið 180 mínútur án þess að skora. Ekkert lið tapað þremur leikjum og unnið Íslandsmeistaratitilinn Á þessari öld hefur ekkert lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað meira en tveimur leikjum. Þá tapaði Breiðablik aðeins einum leik sumarið 2016 en lenti samt í öðru sæti deildarinnar. Aðeins fimm sinnum á síðustu tuttugu árum hefur lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað tveimur leikjum en aldrei eftir að hafa tapað þremur. Það er því ljóst að ef Selfyssingar ætla að standa við stóru orðin má liðið ekki tapa öðrum leik það sem eftir lifir sumars.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Alfreð: Við þurfum bara að vera aðeins graðari „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfoss eftir tapið í kvöld. 18. júní 2020 22:45 Sjáðu mörkin úr leik Selfoss og Breiðabliks Mörk úr leik Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna. 18. júní 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikasigur í kaflaskiptum leik Breiðablik sigraði Selfoss með tveimur mörkum gegn engu í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 18. júní 2020 22:10 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Alfreð: Við þurfum bara að vera aðeins graðari „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfoss eftir tapið í kvöld. 18. júní 2020 22:45
Sjáðu mörkin úr leik Selfoss og Breiðabliks Mörk úr leik Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna. 18. júní 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikasigur í kaflaskiptum leik Breiðablik sigraði Selfoss með tveimur mörkum gegn engu í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 18. júní 2020 22:10