Verði af verkfalli er ekki unnt að manna alla skimunarbása á Keflavíkurflugvelli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júní 2020 19:46 Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins mættu til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf þrjú í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið. Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið fyrir samningafundinn í dag til að sýna samstöðu. „Það er mjög þungt hljóðið í okkur félagsmönnum að ríkið skuli ekki koma til móts við þessa kvennastétt,“ sagði Gísli Níls Einarsson, stjórnarmaður í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fundað hefur verið stíft í deilunni síðustu daga og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta í fyrramálið. Verði af verkfalli mun það hafa töluverð áhrif á þjónustu Landspítalans. Spítalinn gaf þó ekki kost á viðtali í dag. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Verkfallið hefur einnig gríðarleg áhrif á þjónustu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Símaráðgjöf skerðist einnig verulega auk þess sem netspjall fellur niður. Heilsuvernd aldraða raskast töluvert auk þess sem heimahjúkrun verður unnin eftir neyðaráætlun. Mörg verkefni hafa setið á hakanum vegna kórónuveirufaraldursins. Þau verkefni munu því bíða enn lengur. „Við erum með 180 hjúkrunarfræðinga í vinnu og erum með rúmlega tuttugu sem mæta á morgun ef af verkfalli verður,“ sagði Óskar. Þú talar um 20 sem mæta. Þið eruð með 15 heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Er þetta geranlegt? „Þetta er erfitt. En auðvitað reynum við að láta hlutina ganga upp og sjá til þess að fólk líði ekki alvarlega fyrir þetta. Við munum gera það,“ sagði Óskar. Undanþágunefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins kom einnig saman í dag til að fara yfir undanþágubeiðnir. Beiðnir verða þó ekki afgreiddar fyrr en á morgun, verði af verkfalli. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með skimunum á Keflavíkurflugvelli ásamt fleirum. Verði af verkfalli hægist á sýnatöku. „Við erum með tíu bása og við munum ekki geta mannað þá alla,“ sagði Óskar. Verkföll 2020 Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins mættu til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf þrjú í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið. Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið fyrir samningafundinn í dag til að sýna samstöðu. „Það er mjög þungt hljóðið í okkur félagsmönnum að ríkið skuli ekki koma til móts við þessa kvennastétt,“ sagði Gísli Níls Einarsson, stjórnarmaður í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fundað hefur verið stíft í deilunni síðustu daga og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta í fyrramálið. Verði af verkfalli mun það hafa töluverð áhrif á þjónustu Landspítalans. Spítalinn gaf þó ekki kost á viðtali í dag. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Verkfallið hefur einnig gríðarleg áhrif á þjónustu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Símaráðgjöf skerðist einnig verulega auk þess sem netspjall fellur niður. Heilsuvernd aldraða raskast töluvert auk þess sem heimahjúkrun verður unnin eftir neyðaráætlun. Mörg verkefni hafa setið á hakanum vegna kórónuveirufaraldursins. Þau verkefni munu því bíða enn lengur. „Við erum með 180 hjúkrunarfræðinga í vinnu og erum með rúmlega tuttugu sem mæta á morgun ef af verkfalli verður,“ sagði Óskar. Þú talar um 20 sem mæta. Þið eruð með 15 heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Er þetta geranlegt? „Þetta er erfitt. En auðvitað reynum við að láta hlutina ganga upp og sjá til þess að fólk líði ekki alvarlega fyrir þetta. Við munum gera það,“ sagði Óskar. Undanþágunefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins kom einnig saman í dag til að fara yfir undanþágubeiðnir. Beiðnir verða þó ekki afgreiddar fyrr en á morgun, verði af verkfalli. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með skimunum á Keflavíkurflugvelli ásamt fleirum. Verði af verkfalli hægist á sýnatöku. „Við erum með tíu bása og við munum ekki geta mannað þá alla,“ sagði Óskar.
Verkföll 2020 Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira