Íslenski boltinn

Rúnar Páll: Miklir yfirburðir enn og aftur

Ísak Hallmundarson skrifar
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson. vísir/bára

Stjarnan vann góðan útisigur á Fjölni í Pepsi Max deild karla í dag, en lokatölur voru 4-1 fyrir Stjörnunni. 

,,Þetta var bara virkilega vel gert. Sannfærandi sigur. Óþarfi að hleypa þeim aðeins inn í leikinn í lok fyrri hálfleiks, vont að fá mark á sig á þeim tímapunkti en miklir yfirburðir í leiknum, enn og aftur, það er mjög gott. Frábærar sóknir, frábær mörk, gætu ekki verið betri,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson sáttur eftir sigur Stjörnunnar.

Rúnar er ánægður með byrjunina á tímabilinu og segir góðan anda ríkja í hópnum.

,,Ég er bara gríðarlega ánægður með sex stig og sex mörk og virkilega fína frammistöðu í þessum leikjum. Bara gríðarlega góður andi í hópnum.“

Rúnar er ekki lengur einn um þjálfarastarf Stjörnunnar en Ólafur Jóhannesson kom inn sem annar aðalþjálfari fyrir þetta tímabil.

,,Það er bara æðislegt. Óli er búinn að vinna urmul af titlum, hann kann að búa til sigurhefðir þannig að Óli kemur með fullt inn í okkar umhverfi og okkar samstarf er bara frábært,“ sagði Rúnar Páll að lokum um samstarfið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×