Íslenski boltinn

Kópavogsliðin með jafnmörg stig og öll liðin frá Reykjavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikar fagna hér einu af mörgum mörkum sínum í sumar.
Blikar fagna hér einu af mörgum mörkum sínum í sumar. Vísir/Daníel Þór

Reykjavík er með fimm lið í Pepsi Max deild karla í sumar eða þremur fleiri en Kópavogur og þar á meðal eru lið Vals, KR og Víkinga sem ætluðu sér stóra hluti í sumar.

Það kemur þó ekki í veg fyrir það að þessi fimm Reykjavíkurlið hafa ekki fengið fleiri stig en Kópavogsliðin tvö og hafa enn fremur skorað einu marki minna. Það munar síðan ellefu mörkum á markatölunni.

Breiðablik er með fullt hús á toppnum ásamt nágrannaliðunum úr FH og Stjörnunni. Markatala Blika er 4-0 og eru Blikarnir því búnir að halda marki sínu hreinu í báðum leikjum.

HK vann síðan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR á Meistaravöllum en hafði áður tapað naumlega 3-2 á móti FH. HK er því með 3 stig og tvö mörk í plús.

Kópavogsliðin tvö eru samtals með 9 stig og markatöluna 9-3 eða sex mörk í plús. Á móti hafa Reykjavíkurliðin fimm náð samanlagt í 9 stig og markatala þeirra er aðeins 8-13 eða fimm mörk í mínus.

Kópavogur og Reykjavík í fyrstu tveimur umferðum Pepsi Max deildar karla 2020:

  • Liðin frá Kópavogi = 9 stig og 9 mörk
  • Breiðablik 6 stig (Markatala: 4-0)
  • HK 3 stig (5-3)
  • Liðin frá Reykjavík = 9 stig og 8 mörk
  • Valur 3 stig (3-1)
  • KR 3 stig (1-3)
  • Víkingur R. 2 stig (1-1)
  • Fjölnir 1 stig (2-5)
  • Fylkir 0 stig (1-3)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×