Segir af og frá að lögmenn greiði fyrir að vera á lista Afstöðu Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2020 14:02 Guðmundur Ingi segir að stundum sé það svo að sakborningar, sem eigi allt sitt undir því að fá réttláta málsmeðferð, fái úthlutað af hálfu lögreglu verjanda sem sé kannski nýútskrifaður og hafi varla reynslu af öðru en sölu notaðra bíla. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu – Félag fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, hafnar því alfarið að það sé svo að lögmenn greiði með óbeinum hætti fyrir að vera á lista lögmanna sem Afstaða mælir sérstaklega með. Guðmundur Ingi skrifaði grein sem hann birti á Vísi á fimmtudag í síðustu viku. Þar gagnrýnir hann harðlega það að það sé tiltölulega þröngur hópur lögmanna, misgóðum, sem lögreglan velji úr til handa sakborningum. Í niðurlagi greinar sinnar vísar svo formaðurinn á lista yfir lögmenn sem Afstaða mælir sérstaklega með. Á þeim lista eru nefnir hátt í þrjátíu lögmenn. Vísi barst ábending um að til þess að komast á þennan lista þyrftu viðkomandi að greiða Afstöðu í formi styrks 70 þúsund krónur. Vísir tók stykkprufu, heyrði í einum lögmanni sem þar er að finna og sá sagði þetta úr vegi. Og það gerir Guðmundur Ingi einnig. Vilja velviljaða lögfræðinga „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það reyndar hafa verið svo árið 2017, þegar Afstaða var að byrja á að taka saman slíkan lista að þá hafi svo verið. „Þá báðum við lögmenn um að styrkja okkur. En það þótti ekki við hæfi og við hættum því. Það hefur ekki verið gert síðan. Buðum þeim, hvort þeir væru til í að styrkja okkur, en það tengdist ekki listanum sjálfum.“ Hvernig svo listinn er saman skrúfaður segir Guðmundur Ingi það vera svo að hann og nokkrir í Afstöðu komi saman og fari yfir þau mál. „Flestir fá að vera á listanum sem vilja það en við viljum að lögmennirnir komi til okkar. Að þeir séu hlynntir okkar málsstað og leggi sig fram við að vera á þessum lista líka. Við bættum inn 15 lögmönnum á síðustu dögum. Þetta eru allt lögmenn sem hafa haft samband og við svo sem verið í góðum samskiptum við. Og það eru fleiri lögmenn sem ættu heima á þessum lista. Við hefðum viljað sjá fleiri konur.“ Af hverju? „Bara... Það eru tvær konur á listanum núna. Þær hafa minna verið að sækja í þessi mál held ég. Við heyrum minna um þær. Skjólstæðingar eru flestir sakborninga eru karlkyns, þeir kannski leitað meira til karlkynslögmanna. Í forræðismálum eru kannski konur í meirihluta“ Verið að úthluta tilteknum gæðum Guðmundur lýsir því svo að oft sé það svo að sakborningur sé ekki með nafn á einhverjum lögmanni á reiðum höndum þegar til kastanna kemur og veit þá oft ekkert um hvað hann á að biðja. Sakborningur sem ekki vill sitja fyrir á mynd á leið í réttarsal.visir/vilhelm „Lögreglan hringir þá í þá lögmenn sem þeir þekkja. Það sem er athugavert við þetta er að þetta eru oftast sömu lögmennirnir. Við erum að heyra sömu nöfnin aftur og aftur. Svo eru aðrir lögmenn sem eru að fá mál, sem eru ekki hæfir til að sjá um slík mál.“ Og þarna er þá, eins og einn lögmaður orðaði það við Vísi, um útdeilingu tiltekinna gæða að ræða? „Já. Okkur finnst vanta að við erum með sérþekkingu á þessum málum. Að hún sé til staðar í þeim málum sem um ræðir. Það er ekki. Stundum erum við að sjá nýútskrifaða lögmenn sem hafa þá reynslu að selja notaða bíla. Við erum ekki sáttir við það. Þarna er mikið í húfi fyrir einstaklingar og mikilvægt að þetta sé unnið vel og menn hafi þekkingu og kunnáttu í þessum málum.“ Eitthvað verulega bogið við fyrirkomulagið Guðmundur Ingi segist hafa fengið gríðarlega mikil viðbrögð frá lögmönnum í kjölfar greinarinnar. Nánast undantekningarlaust góð. En þeir staðfesti allt það sem hann segi, að þarna sé verið af hálfu lögreglu að dæla málum til 2 til 5 lögmenn sem fá flest mál. „Einn lögfræðingur benti mér á, sem fór að kanna hóp þessara svokölluðu já-lögmanna að einn þeirra hafi fengið 12,5 milljónir frá áramótum. Þetta er fyrir utan öll óskráð mál.“ Guðmundur Ingi segir að það sé ekkert kappsmál fyrir Afstöðu að halda úti slíkum lista. „Það er ekki okkar að útvega fólki lögmenn. En við neyðumst til þess. Lögmannafélagið, sem er barn síns tíma en það er skylda að vera í því, er klíka sem mjög margir lögmenn eru ekki ánægðir með. Sakborningar eiga það til að vakna upp við vondan draum og telja að þeir hafi ekki fengið verjanda við hæfi. Og það var Lögmannafélagið sem var mest á móti þessum lista sem við útbjuggum og reyndu ýmislegt til að bregða fyrir okkur fæti með listann. En þetta eru þeir lögmenn sem við vissulega getum mælt með, eru að standa sig vel og svara símanum.“ Um mikla fjármuni að tefla Guðmundur segir að um mikla fjármuni sé að tefla og hann hefur rætt við lögreglumann sem lýsti því fyrir honum að það væri allur gangur á því hvort lögmenn á bakvaktalista væru tilbúnir þegar í þá væri hringt. Og sá listi sé takmarkaður. „Aðalmálið er að lögreglan á ekki að vera í þeirri stöðu að velja lögmann fyrir sakborning. Það er óeðlilegt. Við erum að sjá að fáir lögmenn eru að fá ofboðslega mörg mál og mikla peninga. Það segir það okkur að eitthvað sé að. Við erum ekki að saka lögregluna um eitthvað óeðlilegt heldur fyrirkomulagið býður uppá þetta. Lögmaður fær eitt mál frá lögreglunni. Svo áttar skjólstæðingur sig á því að hann er kannski ekki sá besti, skiptir um lögmann, en hann fær þrátt fyrir það kannski 1,5 milljón bara fyrir að mæta í skýrslutöku.“ Guðmundur Ingi segist vita til þess að sögur sem þessar séu í umferð, það að lögmenn séu með óbeinum hætti að kaupa sig inn á listann með því að styrkja Afstöðu. „En við rukkum ekki lögmenn fyrir að vera á listanum. og þú getur hringt í kvaða lögmann þar og það kemur nei.“ Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu – Félag fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, hafnar því alfarið að það sé svo að lögmenn greiði með óbeinum hætti fyrir að vera á lista lögmanna sem Afstaða mælir sérstaklega með. Guðmundur Ingi skrifaði grein sem hann birti á Vísi á fimmtudag í síðustu viku. Þar gagnrýnir hann harðlega það að það sé tiltölulega þröngur hópur lögmanna, misgóðum, sem lögreglan velji úr til handa sakborningum. Í niðurlagi greinar sinnar vísar svo formaðurinn á lista yfir lögmenn sem Afstaða mælir sérstaklega með. Á þeim lista eru nefnir hátt í þrjátíu lögmenn. Vísi barst ábending um að til þess að komast á þennan lista þyrftu viðkomandi að greiða Afstöðu í formi styrks 70 þúsund krónur. Vísir tók stykkprufu, heyrði í einum lögmanni sem þar er að finna og sá sagði þetta úr vegi. Og það gerir Guðmundur Ingi einnig. Vilja velviljaða lögfræðinga „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það reyndar hafa verið svo árið 2017, þegar Afstaða var að byrja á að taka saman slíkan lista að þá hafi svo verið. „Þá báðum við lögmenn um að styrkja okkur. En það þótti ekki við hæfi og við hættum því. Það hefur ekki verið gert síðan. Buðum þeim, hvort þeir væru til í að styrkja okkur, en það tengdist ekki listanum sjálfum.“ Hvernig svo listinn er saman skrúfaður segir Guðmundur Ingi það vera svo að hann og nokkrir í Afstöðu komi saman og fari yfir þau mál. „Flestir fá að vera á listanum sem vilja það en við viljum að lögmennirnir komi til okkar. Að þeir séu hlynntir okkar málsstað og leggi sig fram við að vera á þessum lista líka. Við bættum inn 15 lögmönnum á síðustu dögum. Þetta eru allt lögmenn sem hafa haft samband og við svo sem verið í góðum samskiptum við. Og það eru fleiri lögmenn sem ættu heima á þessum lista. Við hefðum viljað sjá fleiri konur.“ Af hverju? „Bara... Það eru tvær konur á listanum núna. Þær hafa minna verið að sækja í þessi mál held ég. Við heyrum minna um þær. Skjólstæðingar eru flestir sakborninga eru karlkyns, þeir kannski leitað meira til karlkynslögmanna. Í forræðismálum eru kannski konur í meirihluta“ Verið að úthluta tilteknum gæðum Guðmundur lýsir því svo að oft sé það svo að sakborningur sé ekki með nafn á einhverjum lögmanni á reiðum höndum þegar til kastanna kemur og veit þá oft ekkert um hvað hann á að biðja. Sakborningur sem ekki vill sitja fyrir á mynd á leið í réttarsal.visir/vilhelm „Lögreglan hringir þá í þá lögmenn sem þeir þekkja. Það sem er athugavert við þetta er að þetta eru oftast sömu lögmennirnir. Við erum að heyra sömu nöfnin aftur og aftur. Svo eru aðrir lögmenn sem eru að fá mál, sem eru ekki hæfir til að sjá um slík mál.“ Og þarna er þá, eins og einn lögmaður orðaði það við Vísi, um útdeilingu tiltekinna gæða að ræða? „Já. Okkur finnst vanta að við erum með sérþekkingu á þessum málum. Að hún sé til staðar í þeim málum sem um ræðir. Það er ekki. Stundum erum við að sjá nýútskrifaða lögmenn sem hafa þá reynslu að selja notaða bíla. Við erum ekki sáttir við það. Þarna er mikið í húfi fyrir einstaklingar og mikilvægt að þetta sé unnið vel og menn hafi þekkingu og kunnáttu í þessum málum.“ Eitthvað verulega bogið við fyrirkomulagið Guðmundur Ingi segist hafa fengið gríðarlega mikil viðbrögð frá lögmönnum í kjölfar greinarinnar. Nánast undantekningarlaust góð. En þeir staðfesti allt það sem hann segi, að þarna sé verið af hálfu lögreglu að dæla málum til 2 til 5 lögmenn sem fá flest mál. „Einn lögfræðingur benti mér á, sem fór að kanna hóp þessara svokölluðu já-lögmanna að einn þeirra hafi fengið 12,5 milljónir frá áramótum. Þetta er fyrir utan öll óskráð mál.“ Guðmundur Ingi segir að það sé ekkert kappsmál fyrir Afstöðu að halda úti slíkum lista. „Það er ekki okkar að útvega fólki lögmenn. En við neyðumst til þess. Lögmannafélagið, sem er barn síns tíma en það er skylda að vera í því, er klíka sem mjög margir lögmenn eru ekki ánægðir með. Sakborningar eiga það til að vakna upp við vondan draum og telja að þeir hafi ekki fengið verjanda við hæfi. Og það var Lögmannafélagið sem var mest á móti þessum lista sem við útbjuggum og reyndu ýmislegt til að bregða fyrir okkur fæti með listann. En þetta eru þeir lögmenn sem við vissulega getum mælt með, eru að standa sig vel og svara símanum.“ Um mikla fjármuni að tefla Guðmundur segir að um mikla fjármuni sé að tefla og hann hefur rætt við lögreglumann sem lýsti því fyrir honum að það væri allur gangur á því hvort lögmenn á bakvaktalista væru tilbúnir þegar í þá væri hringt. Og sá listi sé takmarkaður. „Aðalmálið er að lögreglan á ekki að vera í þeirri stöðu að velja lögmann fyrir sakborning. Það er óeðlilegt. Við erum að sjá að fáir lögmenn eru að fá ofboðslega mörg mál og mikla peninga. Það segir það okkur að eitthvað sé að. Við erum ekki að saka lögregluna um eitthvað óeðlilegt heldur fyrirkomulagið býður uppá þetta. Lögmaður fær eitt mál frá lögreglunni. Svo áttar skjólstæðingur sig á því að hann er kannski ekki sá besti, skiptir um lögmann, en hann fær þrátt fyrir það kannski 1,5 milljón bara fyrir að mæta í skýrslutöku.“ Guðmundur Ingi segist vita til þess að sögur sem þessar séu í umferð, það að lögmenn séu með óbeinum hætti að kaupa sig inn á listann með því að styrkja Afstöðu. „En við rukkum ekki lögmenn fyrir að vera á listanum. og þú getur hringt í kvaða lögmann þar og það kemur nei.“
Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira