Dæmdur fyrir að fróa sér á almannafæri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2020 17:39 Maðurinn var ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gagnvart tveimur borgurum og tveimur lögregluþjónum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á dögunum karlmann til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að fróa sér á almannafæri. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa berað kynfæri sín og fróað sér utandyra á gatnamótum Gunnarsbrautar og Kjartansgötu í Reykjavík, þann 8. september 2018. Tveir borgarar, sem ekki eru nefndir á nafn í dómi héraðsdóms, urðu vitni að athæfi mannsins, sem og fjórir lögregluþjónar. Maðurinn var upphaflega ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn öllum sem urðu vitni að atvikinu, en síðar var fallið frá saksókn fyrir að særa blygðunarsemi tveggja lögreglumannanna. Maðurinn neitaði sök og krafðist sýknu í málinu. Í dómi héraðsdóms kemur fram að þrátt fyrir að neita sök kannaðist maðurinn við að hafa verið á umræddum gatnamótum á umræddum tíma. Kvaðst hann hafa verið ölvaður, í „black out-ástandi“ og sagðist hafa verið að kasta af sér vatni. Við skýrslutöku vegna málsins, sama dag og atvikið átti sér stað, kvaðst maðurinn þó ekki muna eftir athæfinu. Hjón nokkur sem báru vitni í málinu sögðu bæði af og frá að maðurinn hefði verið að kasta af sér vatni. Eins sögðu þau að enginn vafi hafi verið um að maðurinn hefði verið að fróa sér. Þetta rímar við vitnisburð tveggja lögreglumanna sem komu á vettvang, en annar þeirra sagði meðal annars að limur mannsins hafi verið reistur og hann hafi skakað sér utan í nálæga bifreið. Hinn sagðist hafa séð til mannsins með buxurnar á hælunum, en sá hann þó ekki fróa sér, þar sem hann hafði ekki samskipti við ákærða, heldur önnur vitni. Í dómi yfir manninum kemur fram að fyrri sakaferill hans, sem ekki er nánar rakinn, hafi ekki þýðingu við úrlausn málsins. Því sé hæfileg refsins þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eins var maðurinn dæmdur til að greiða málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun fyrri verjanda. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á dögunum karlmann til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að fróa sér á almannafæri. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa berað kynfæri sín og fróað sér utandyra á gatnamótum Gunnarsbrautar og Kjartansgötu í Reykjavík, þann 8. september 2018. Tveir borgarar, sem ekki eru nefndir á nafn í dómi héraðsdóms, urðu vitni að athæfi mannsins, sem og fjórir lögregluþjónar. Maðurinn var upphaflega ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn öllum sem urðu vitni að atvikinu, en síðar var fallið frá saksókn fyrir að særa blygðunarsemi tveggja lögreglumannanna. Maðurinn neitaði sök og krafðist sýknu í málinu. Í dómi héraðsdóms kemur fram að þrátt fyrir að neita sök kannaðist maðurinn við að hafa verið á umræddum gatnamótum á umræddum tíma. Kvaðst hann hafa verið ölvaður, í „black out-ástandi“ og sagðist hafa verið að kasta af sér vatni. Við skýrslutöku vegna málsins, sama dag og atvikið átti sér stað, kvaðst maðurinn þó ekki muna eftir athæfinu. Hjón nokkur sem báru vitni í málinu sögðu bæði af og frá að maðurinn hefði verið að kasta af sér vatni. Eins sögðu þau að enginn vafi hafi verið um að maðurinn hefði verið að fróa sér. Þetta rímar við vitnisburð tveggja lögreglumanna sem komu á vettvang, en annar þeirra sagði meðal annars að limur mannsins hafi verið reistur og hann hafi skakað sér utan í nálæga bifreið. Hinn sagðist hafa séð til mannsins með buxurnar á hælunum, en sá hann þó ekki fróa sér, þar sem hann hafði ekki samskipti við ákærða, heldur önnur vitni. Í dómi yfir manninum kemur fram að fyrri sakaferill hans, sem ekki er nánar rakinn, hafi ekki þýðingu við úrlausn málsins. Því sé hæfileg refsins þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eins var maðurinn dæmdur til að greiða málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun fyrri verjanda.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira