Íslenski boltinn

Verður árið 2020 áfram fullkomið fyrir Fylkisstelpurnar?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fylkisstelpurnar fagna hér sigurmarkinu á móti Selfossi á dögunum.
Fylkisstelpurnar fagna hér sigurmarkinu á móti Selfossi á dögunum. Vísir/Daníel Þór

Fylkiskonur eru með fullt hús á toppi Pepsi Max deildar kvenna eftir tvær umferðir ásamt Þór/KA, Breiðabliki og Val en það er hægt að ganga lengra og segja að Árbæingar séu með fullt hús á árinu 2020.

Fylkiskonur urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur eftir fimm sigra í fimm leikjum í fyrsta móti ársins og unnu svo báða leiki sína í Lengjubikarnum áður en það mót var flautað af vegna kórónuveirunnar.

Fylkisliðið byrjaði síðan Pepsi Max deildina á því að vinna Selfoss í fyrstu umferð og fylgdi því eftir með sigri á KR á Meistaravöllum í síðustu umferð.

Í kvöld er svo komið að því að nýliðar Þróttar komi í heimsókn. Þar getur Fylkisliðið unnið sinn tíunda keppnisleik í röð á árinu 2020.

Kjartan Sturluson, þjálfari Fylkis, hefur haldið tryggð við sex leikmenn en þær hafa spilað alla þessa níu sigurleiki.

Þetta eru fyrirliðinn Berglind Rós Ágústsdóttir og markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem báðar unnu sér sæti í A-landsliðinu í vetur. Tvíburarnir Íris Una Þórðardóttir og Katla María Þórðardóttir hafa líka byrjað alla níu leikina sem þær Eva Rut Ásþórsdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir.

Stefanía Ragnarsdóttir er markahæst Fylkiskvenna í þessum leikjum með fimm mörk en hún á þó enn eftir að skora í Pepsi Max deildinni. Bryndís Arna Níelsdóttir er með fjögur mörk en hún skoraði í síðasta leik á móti KR.

Leikur Fylkis og Þróttar í kvöld hefst klukkan 19.15 á Würth vellinum í Árbæ en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Níu sigurleikir Fylkiskvenna í röð

  • Reykjavíkurmót
  • 2-1 sigur á Val
  • 7-0 sigur á Víkingi R.
  • 2-0 sigur á Þrótti
  • 1-0 sigur á KR
  • 4-0 sigur á Fjölni

    Lengjubikar
  • 3-0 sigur á Stjörnunni
  • 3-0 sigur á Selfossi

    Pepsi Max deild
  • 1-0 sigur á Selfossi
  • 3-1 sigur á KR

    Samanlagt
  • 9 sigrar í 9 leikjum
  • Markatalan: +24 (26 mörk gegn 2)


  • Flestir leikir í sigurgöngunni:
  • 9 - Berglind Rós Ágústsdóttir
  • 9 - Cecilía Rán Rúnarsdóttir
  • 9 - Eva Rut Ásþórsdóttir
  • 9 - Íris Una Þórðardóttir
  • 9 - Katla María Þórðardóttir
  • 9 - Stefanía Ragnarsdóttir
  • 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir
  • 7 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
  • 7 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir
  •  7 - Sigrún Salka Hermannsdóttir
  • 7 - Þórdís Elva Ágústsdóttir

    Markahæstar í sigurgöngunni:
  • 5 - Stefanía Ragnarsdóttir
  • 4 - Bryndís Arna Níelsdóttir
  • 3 - Þórdís Elva Ágústsdóttir
  • 3 - Marija Radojicic
  • 2 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
  • 2 - Eva Rut Ásþórsdóttir
  • 2 - Katla María Þórðardóttir
  • 2 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×