Kempuliðið FC Ísland spilar fyrsta leikinn sinn út í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 15:00 Tómas Ingi Tómasson er þjálfari FC Ísland og Björgólfur Hideaki Takefusa verður örugglega í stór hlutverki í sóknarleiknum. Mynd/FC Ísland Ný þáttaröð um íslenska knattspyrnu verður sýnd á Stöð 2 í sumar og hefur hún fengið nafnið Framlengingin. Í þáttunum Framlengingin ferðast margir af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands um landið og skora á knattspyrnulið á landsbyggðinni í góðgerðarleik til styrktar málefnum í hverju sveitarfélagi. Búið er að mynda öflugt og sterkt kempulið sem heitir FC Ísland. Fyrsta æfingin hjá kempunum var í gær mánudag og gekk æfingin vel og án nokkurra meiðsla. Það er mikill keppnisandi í liðinu og þó þeir séu komnir af léttasta skeiði í boltanum þá vantar ekki keppnisskapið í þessa kunnu kappa. Bjarnólfur Lárusson er fyrirliði FC Ísland.Mynd/FC Ísland Heyrst hefur að verið sé að smala í mjög sterk lið á öllum stöðum þar sem keppt verður, þannig að FC Ísland er með ýmsar stórgóðar og nýjar hugmyndir um það hvernig þeir ætla að ná fram sigri í leikjunum. Liðið gerir meira en bara að spila fótbolta en ýmsar skemmtilegar þrautir verða lagðar fyrir liðið með það að markmiði að safna áheitum. FC Ísland mun spila fjóra leiki og fara þeir fram í Vestmannaeyjum, á Akranesi, á Akureyri og í Reykjavík. Það standa vonir til þess að á hverjum stað muni heimamenn plata sínar kempur út á völlinn og úr verði skemmtilegri leikir. Nýtt merki félagsins.Mynd/FC Ísland Fyrsti leikur liðsins er klukkan 19.00 á Hásteinsvelli á fimmtudagskvöldið eða beint á eftir setningu Orkumótsins. Gunnar Heiðar Þorvaldsson verður fyrirliði liðs Eyjamanna sem fær það verkefni að mæta FC Íslandi. FC Ísland mun í samstarfi við Ufsaskalla vinna að góðgerðarsöfnun fyrir stuðningsfélag krabbameinssjúklinga í Vestmannaeyjum. Ufsaskalli ætlar að gefa 500 þúsund krónur í tengslum við þáttinn. Frá æfingu FC Ísland í gær.Mynd/FC Ísland Lið FC Ísland sem keppir í fyrsta leiknum í Eyjum er skipað eftirtöldum leikmönnum: Baldvin Jón Hallgrímsson Birkir Kristinsson Bjarnólfur Lárusson Björgólfur Takefusa Eyjólfur Örn Eyjólfsson Eysteinn Lárusson Hjörtur Hjartarson Ingólfur Sigurðsson Ingólfur Þórarinsson/veðurguð Jón Hafsteinn Jóhannsson Sævar Þór Gíslason Tryggvi Guðmundson Valur Fannar Gíslason Fyrirliði FC Ísland: Bjarnólfur Lárusson Þjálfari: Tómas Ingi Tómasson Aðstoðarþjálfari: Friðgeir Bergsteinsson Tómas Ingi Tómasson og aðstoðarmaður hans Friðgeir Bergsteinsson fylgjast með sínum mönnum hita upp.Mynd/FC Ísland FC Ísland spilar fjóra leiki í sumar: Fyrsti leikur verður í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, 25.júni. Annar leikur á Akranesi 2. júlí • Þriðji leikur á Akureyri 3. júlí Fjórði leikur í Reykjavík 22. júlí. Liðsmenn FC Ísland eru: Baldvin Jón Hallgrímsson Birkir Kristinsson Bjarni Guðjónsson Bjarnólfur Lárusson Björgólfur Takefusa Brynjar Benediktsson Brynjar Björn Gunnarsson Erlingur Jack Guðmundsson Eyjólfur Örn Eyjólfsson Eysteinn Lárusson Garðar Gunnlaugsson Gunnar Heiðar Þorvaldsson Gunnar Jarl Jónsson Gunnlaugur Jónsson Halldór Hilmisson Hjörtur Hjartarson Ingólfur Sigurðsson Jón Hafsteinn Jóhannsson Kjartan Sturluson Ólafur Páll Snorrason Reynir Leósson Sævar Þór Gíslason Sigurbjörn Hreiðarsson Tryggvi Guðmundson Valur Fannar Gíslason Fótbolti Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Ný þáttaröð um íslenska knattspyrnu verður sýnd á Stöð 2 í sumar og hefur hún fengið nafnið Framlengingin. Í þáttunum Framlengingin ferðast margir af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands um landið og skora á knattspyrnulið á landsbyggðinni í góðgerðarleik til styrktar málefnum í hverju sveitarfélagi. Búið er að mynda öflugt og sterkt kempulið sem heitir FC Ísland. Fyrsta æfingin hjá kempunum var í gær mánudag og gekk æfingin vel og án nokkurra meiðsla. Það er mikill keppnisandi í liðinu og þó þeir séu komnir af léttasta skeiði í boltanum þá vantar ekki keppnisskapið í þessa kunnu kappa. Bjarnólfur Lárusson er fyrirliði FC Ísland.Mynd/FC Ísland Heyrst hefur að verið sé að smala í mjög sterk lið á öllum stöðum þar sem keppt verður, þannig að FC Ísland er með ýmsar stórgóðar og nýjar hugmyndir um það hvernig þeir ætla að ná fram sigri í leikjunum. Liðið gerir meira en bara að spila fótbolta en ýmsar skemmtilegar þrautir verða lagðar fyrir liðið með það að markmiði að safna áheitum. FC Ísland mun spila fjóra leiki og fara þeir fram í Vestmannaeyjum, á Akranesi, á Akureyri og í Reykjavík. Það standa vonir til þess að á hverjum stað muni heimamenn plata sínar kempur út á völlinn og úr verði skemmtilegri leikir. Nýtt merki félagsins.Mynd/FC Ísland Fyrsti leikur liðsins er klukkan 19.00 á Hásteinsvelli á fimmtudagskvöldið eða beint á eftir setningu Orkumótsins. Gunnar Heiðar Þorvaldsson verður fyrirliði liðs Eyjamanna sem fær það verkefni að mæta FC Íslandi. FC Ísland mun í samstarfi við Ufsaskalla vinna að góðgerðarsöfnun fyrir stuðningsfélag krabbameinssjúklinga í Vestmannaeyjum. Ufsaskalli ætlar að gefa 500 þúsund krónur í tengslum við þáttinn. Frá æfingu FC Ísland í gær.Mynd/FC Ísland Lið FC Ísland sem keppir í fyrsta leiknum í Eyjum er skipað eftirtöldum leikmönnum: Baldvin Jón Hallgrímsson Birkir Kristinsson Bjarnólfur Lárusson Björgólfur Takefusa Eyjólfur Örn Eyjólfsson Eysteinn Lárusson Hjörtur Hjartarson Ingólfur Sigurðsson Ingólfur Þórarinsson/veðurguð Jón Hafsteinn Jóhannsson Sævar Þór Gíslason Tryggvi Guðmundson Valur Fannar Gíslason Fyrirliði FC Ísland: Bjarnólfur Lárusson Þjálfari: Tómas Ingi Tómasson Aðstoðarþjálfari: Friðgeir Bergsteinsson Tómas Ingi Tómasson og aðstoðarmaður hans Friðgeir Bergsteinsson fylgjast með sínum mönnum hita upp.Mynd/FC Ísland FC Ísland spilar fjóra leiki í sumar: Fyrsti leikur verður í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, 25.júni. Annar leikur á Akranesi 2. júlí • Þriðji leikur á Akureyri 3. júlí Fjórði leikur í Reykjavík 22. júlí. Liðsmenn FC Ísland eru: Baldvin Jón Hallgrímsson Birkir Kristinsson Bjarni Guðjónsson Bjarnólfur Lárusson Björgólfur Takefusa Brynjar Benediktsson Brynjar Björn Gunnarsson Erlingur Jack Guðmundsson Eyjólfur Örn Eyjólfsson Eysteinn Lárusson Garðar Gunnlaugsson Gunnar Heiðar Þorvaldsson Gunnar Jarl Jónsson Gunnlaugur Jónsson Halldór Hilmisson Hjörtur Hjartarson Ingólfur Sigurðsson Jón Hafsteinn Jóhannsson Kjartan Sturluson Ólafur Páll Snorrason Reynir Leósson Sævar Þór Gíslason Sigurbjörn Hreiðarsson Tryggvi Guðmundson Valur Fannar Gíslason
Lið FC Ísland sem keppir í fyrsta leiknum í Eyjum er skipað eftirtöldum leikmönnum: Baldvin Jón Hallgrímsson Birkir Kristinsson Bjarnólfur Lárusson Björgólfur Takefusa Eyjólfur Örn Eyjólfsson Eysteinn Lárusson Hjörtur Hjartarson Ingólfur Sigurðsson Ingólfur Þórarinsson/veðurguð Jón Hafsteinn Jóhannsson Sævar Þór Gíslason Tryggvi Guðmundson Valur Fannar Gíslason Fyrirliði FC Ísland: Bjarnólfur Lárusson Þjálfari: Tómas Ingi Tómasson Aðstoðarþjálfari: Friðgeir Bergsteinsson
FC Ísland spilar fjóra leiki í sumar: Fyrsti leikur verður í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, 25.júni. Annar leikur á Akranesi 2. júlí • Þriðji leikur á Akureyri 3. júlí Fjórði leikur í Reykjavík 22. júlí. Liðsmenn FC Ísland eru: Baldvin Jón Hallgrímsson Birkir Kristinsson Bjarni Guðjónsson Bjarnólfur Lárusson Björgólfur Takefusa Brynjar Benediktsson Brynjar Björn Gunnarsson Erlingur Jack Guðmundsson Eyjólfur Örn Eyjólfsson Eysteinn Lárusson Garðar Gunnlaugsson Gunnar Heiðar Þorvaldsson Gunnar Jarl Jónsson Gunnlaugur Jónsson Halldór Hilmisson Hjörtur Hjartarson Ingólfur Sigurðsson Jón Hafsteinn Jóhannsson Kjartan Sturluson Ólafur Páll Snorrason Reynir Leósson Sævar Þór Gíslason Sigurbjörn Hreiðarsson Tryggvi Guðmundson Valur Fannar Gíslason
Fótbolti Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira