4,2 milljóna sekt fyrir ítrekuð umferðar- og fíkniefnalagabrot Atli Ísleifsson skrifar 23. júní 2020 14:48 Ákæran var í þrettán liðum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu til greiðslu 4,2 milljóna króna sektar til ríkissjóðs vegna ítrekaðra umferðar- og fíkniefnalagabrota, sem og brot gegn vopnalögum. Í dómsorðum segir að verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna skuli konunni gert að sæti fangelsi í 90 daga. Konan er sömuleiðis svipt ökurétti í fimm ár, auk þess að gert er upptækt nokkurt magn fíkniefna. Þá er konan dæmd til greiðslu málsvarnarþóknunar til skipaðs verjenda og greiðslu tæpra 2,2 milljóna króna í annan sakarkostnað. Brotin, sem tíunduð eru þrettán ákæruliðum, voru framin á tímabilinu febrúar 2018 til september 2019. Í fyrsta ákærulið segir frá því að konan hafi ekið bíl undir áhrifum slævandi lyfja og lögregla stöðvað aksturinn við verslun við Suðurhóla í Reykjavík. Þar hafi hún haft í vörslum sínum 4,32 grömm af amfetamíni, hnúajárn og rafstuðbyssu sem lögregla fann við leit. Í hinum ákæruliðunum segir frá öðrum tilfellum þar sem hún hafi ekið bíl undir áhrifum fíkniefna. Konan játaði skýlaust brot sín. Samkvæmt sakavottorði þá gekkst ákærða undir greiðslu sektar með lögreglustjórasátt 1. ágúst 2017, fyrir að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá var ákærða dæmd til greiðslu sektar með dómi í maí 2018, meðal annars fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Var þá um að ræða hegningarauka við sáttina frá 1. ágúst 2017. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu til greiðslu 4,2 milljóna króna sektar til ríkissjóðs vegna ítrekaðra umferðar- og fíkniefnalagabrota, sem og brot gegn vopnalögum. Í dómsorðum segir að verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna skuli konunni gert að sæti fangelsi í 90 daga. Konan er sömuleiðis svipt ökurétti í fimm ár, auk þess að gert er upptækt nokkurt magn fíkniefna. Þá er konan dæmd til greiðslu málsvarnarþóknunar til skipaðs verjenda og greiðslu tæpra 2,2 milljóna króna í annan sakarkostnað. Brotin, sem tíunduð eru þrettán ákæruliðum, voru framin á tímabilinu febrúar 2018 til september 2019. Í fyrsta ákærulið segir frá því að konan hafi ekið bíl undir áhrifum slævandi lyfja og lögregla stöðvað aksturinn við verslun við Suðurhóla í Reykjavík. Þar hafi hún haft í vörslum sínum 4,32 grömm af amfetamíni, hnúajárn og rafstuðbyssu sem lögregla fann við leit. Í hinum ákæruliðunum segir frá öðrum tilfellum þar sem hún hafi ekið bíl undir áhrifum fíkniefna. Konan játaði skýlaust brot sín. Samkvæmt sakavottorði þá gekkst ákærða undir greiðslu sektar með lögreglustjórasátt 1. ágúst 2017, fyrir að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá var ákærða dæmd til greiðslu sektar með dómi í maí 2018, meðal annars fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Var þá um að ræða hegningarauka við sáttina frá 1. ágúst 2017.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira