Dæmdur í 26 mánaða fangelsi fyrir kókaín- og metamfetamínsmygl Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2020 17:33 Héraðsdómur Reykjaness. Vísir/Vilhelm Sergio Andrade Gentill var í dag dæmdur í 26 mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þann 3. mars síðastliðinn flutti hann tæp tvö kíló af kókaíni og rúm fjögur grömm af metamfetamíni hingað til lands. Fíkniefnin flutti hann í farangri sínum í flugi til Keflavíkur. Í dóminum, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag, segir að Gentill hafi játað brot sitt skýlaust fyrir dóminum. Eins samþykkti hann kröfu ákæruvaldsins um að fíkniefnin yrðu gerð upptæk. Með játningunni, sem ekki var dregin í efa af dóminum, þótti sannað að Gentill hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að hinn ákærði gekkst við sakargiftum frá upphafi rannsóknarinnar á máli hans og taldist það til refsimildunar. Hins vegar var einnig litið til þess að Gentill flutti hingað til lands „hættuleg fíkniefni af þó nokkrum styrkleika sem hann vissi eða mátti vita að var ætlað til söludreifingar hér á landi,“ og var það honum til refsiþyngingar. Til frádráttar þeim tveimur árum og tveimur mánuðum sem Gentill var dæmdur til að afplána kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 3. mars síðastliðnum. Eins var Gentill gert að greiða 1.033.946 krónur í sakarkostnað, þar af 744.000 krónur í þóknun til skipaðs verjanda síns, sem og rúmlega 63.000 króna aksturskostnað verjanda. Dómsmál Fíkn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Sergio Andrade Gentill var í dag dæmdur í 26 mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þann 3. mars síðastliðinn flutti hann tæp tvö kíló af kókaíni og rúm fjögur grömm af metamfetamíni hingað til lands. Fíkniefnin flutti hann í farangri sínum í flugi til Keflavíkur. Í dóminum, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag, segir að Gentill hafi játað brot sitt skýlaust fyrir dóminum. Eins samþykkti hann kröfu ákæruvaldsins um að fíkniefnin yrðu gerð upptæk. Með játningunni, sem ekki var dregin í efa af dóminum, þótti sannað að Gentill hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að hinn ákærði gekkst við sakargiftum frá upphafi rannsóknarinnar á máli hans og taldist það til refsimildunar. Hins vegar var einnig litið til þess að Gentill flutti hingað til lands „hættuleg fíkniefni af þó nokkrum styrkleika sem hann vissi eða mátti vita að var ætlað til söludreifingar hér á landi,“ og var það honum til refsiþyngingar. Til frádráttar þeim tveimur árum og tveimur mánuðum sem Gentill var dæmdur til að afplána kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 3. mars síðastliðnum. Eins var Gentill gert að greiða 1.033.946 krónur í sakarkostnað, þar af 744.000 krónur í þóknun til skipaðs verjanda síns, sem og rúmlega 63.000 króna aksturskostnað verjanda.
Dómsmál Fíkn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira