Íslenski boltinn

Guðni Eiriksson: Erum að skora mikið á æfingum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðni Eiríksson (t.v.), þjálfari FH, segir liðið skora fullt á æfingum en því miður ekki í leikjum.
Guðni Eiríksson (t.v.), þjálfari FH, segir liðið skora fullt á æfingum en því miður ekki í leikjum. Mynd/FH

Selfoss vann FH 2-0 í Hafnafirði í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Nýliðar FH eru enn án stiga og hafa ekki skorað mark.

„Við ógnuðum markinu ekki nægilega vel og vorum alls ekki næginlega skarpar fram á við er það fyrsta sem mér dettur í hug. Fyrri hálfleikurinn var mjög dapur að okkar hálu og við löguðum það í hálfleik og fannst mér við gefa Selfossi hörkuleik í síðari hálfleik en þær skoruðu eitt mark og við ekkert svo það var kannski aukaatriði”. Sagði Guðni

FH frumsýndi nýjan erlendan leikmann í kvöld sem er sóknarmaðurinn Madison Gonzalez. Guðni fannst fyrri hálfleikur hennar vera á sama stalli og hjá öllum öðrum leikmönnum FH alls ekki næginlega góður. En í seinni hálfleik talaði Guðni um að hún sýndi listir sínar með því að leika á andstæðinginn oft og mörgum sinum og taldi hann að hún hafi skemmt áhorfendum mikið í seinni hálfleik.

FH hefur nú spilað þrjá leiki og ekki enn skorað fótboltamark og augljóslega hefur þjálfarateymið áhyggjur af því. „Að sjálfsögðu hef ég miklar áhyggjur af því að liðið mitt skorar ekki mark. Við þurfum að kafa djúpt í bækurnar og hysja upp um okkur buxurnar.” sagði Guðni

Aðspurður hvort FH stelpurnar séu að skora mikið á æfingum svaraði Guðni því játandi að mikið væri um mörk á æfingum FH stelpnanna á skotæfingum og þurfa þær núna að færa það inn á völlinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×