Castillion kemur ekki: „Skrýtið að knattspyrnusamband geti ekki svarað“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2020 10:10 Geoffrey Castillion var duglegur við að skora mörk fyrir Fylki. vísir/daníel Sóknarmaðurinn Geoffrey Castillion mun ekki spila með Fylki í sumar eins og vonir stóðu til. Málið strandar á indónesíska knattspyrnusambandinu. Castillion skoraði 10 mörk fyrir Fylki síðasta sumar, sem lánsmaður frá FH. Hann gekk svo í raðir Persib Bandung í Indónesíu í vetur. Fylkismenn höfðu gert samkomulag við indónesíska félagið um að fá þennan hollenska markahrók að láni í ljósi þess að hlé er á keppni vegna kórónuveirufaraldursins. Þeir höfðu einnig komist að samkomulagi við Castillion sjálfan, en ekkert verður af komu hans. „Því miður er það út af borðinu þar sem að indónesíska knattspyrnusambandið gat ekki svarað félagsliði Geoffrey úti um það hvort hægt yrði að kalla hann til baka úr láni,“ sagði Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fylki, við Vísi í morgun. „Það var búið að reyna lengi að fá einhver svör frá þeim og bæði félagið og síðan ég sjálfur vorum búin að senda út póst, en við fengum aldrei nein svör. Því fór sem fór. Manni finnst nú skrýtið að knattspyrnusamband geti ekki svarað svona spurningum. Maður er þakklátur fyrir KSÍ, þar fást alla vega svör við spurningum,“ sagði Hrafnkell. Castillion sýndi mikinn áhuga á að koma Hrafnkell segir það ekki hafa verið inni í myndinni að kaupa Castillion frá indónesíska félaginu: „Það kom ekki til greina. Hann er á samningi þarna út þetta tímabil og hefur það bara fínt, svo að það kom aldrei til greina. En Castillion sýndi mikinn áhuga á að koma fyrsta að tímabilið var í pásu þarna úti. Honum leið vel hjá okkur og vildi hjálpa okkur aftur, og við vorum auðvitað spenntir fyrir því að sá gluggi skyldi opnast að einhverju leyti, því við vitum vel hvað hann getur og hvað hann gerði í fyrra,“ sagði Hrafnkell sem hafði reynt hvað hann gat að fá Castillion aftur í Árbæinn. „Félagið var búið að samþykkja að lána hann og Geoffrey var búinn að samþykkja samning við okkur líka. Það vantaði því í raun ekki neitt nema staðfestingu frá knattspyrnusambandinu um að hann gæti farið til baka þegar félagið hans þyrfti á því að halda. Kannski vegna þess að Covid er í fullum gangi í Indónesíu þá gátu þeir ekki gefið nein svör. Það lítur út fyrir að félagaskiptaglugginn þarna sé opinn til 6. ágúst svo ég skil í raun ekki af hverju hann gat ekki komið að láni þangað til þá, og við gætum svo tekið stöðuna í kjölfarið. En það var einhver tregða til að fá það í gegn.“ Líta í kringum sig eftir framherja Fylkismenn munu nú líta í kringum sig eftir öðrum framherja en ekki er víst að sú leit skili árangri: „Við erum með fínt lið og höldum bara áfram. Við erum með stráka sem geta spilað þarna frammi og í kantstöðunum, en þetta hefði verið ágætis viðbót. Við erum svo sem að skoða hvort að eitthvað annað sé í boði en maður veit það bara ekki. Það eru mörg lið að leita og ekki um auðugan garð að gresja, en við erum að skoða þetta,“ sagði Hrafnkell. Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Vonast eftir því að fá bæði Castillion og Arnór Guðjohnsen Fylkir hefur hug á að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla en Geoffrey Castillion og Arnór Borg Guðjohnsen gætu leikið með liðinu í sumar. 6. júní 2020 17:30 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Sóknarmaðurinn Geoffrey Castillion mun ekki spila með Fylki í sumar eins og vonir stóðu til. Málið strandar á indónesíska knattspyrnusambandinu. Castillion skoraði 10 mörk fyrir Fylki síðasta sumar, sem lánsmaður frá FH. Hann gekk svo í raðir Persib Bandung í Indónesíu í vetur. Fylkismenn höfðu gert samkomulag við indónesíska félagið um að fá þennan hollenska markahrók að láni í ljósi þess að hlé er á keppni vegna kórónuveirufaraldursins. Þeir höfðu einnig komist að samkomulagi við Castillion sjálfan, en ekkert verður af komu hans. „Því miður er það út af borðinu þar sem að indónesíska knattspyrnusambandið gat ekki svarað félagsliði Geoffrey úti um það hvort hægt yrði að kalla hann til baka úr láni,“ sagði Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fylki, við Vísi í morgun. „Það var búið að reyna lengi að fá einhver svör frá þeim og bæði félagið og síðan ég sjálfur vorum búin að senda út póst, en við fengum aldrei nein svör. Því fór sem fór. Manni finnst nú skrýtið að knattspyrnusamband geti ekki svarað svona spurningum. Maður er þakklátur fyrir KSÍ, þar fást alla vega svör við spurningum,“ sagði Hrafnkell. Castillion sýndi mikinn áhuga á að koma Hrafnkell segir það ekki hafa verið inni í myndinni að kaupa Castillion frá indónesíska félaginu: „Það kom ekki til greina. Hann er á samningi þarna út þetta tímabil og hefur það bara fínt, svo að það kom aldrei til greina. En Castillion sýndi mikinn áhuga á að koma fyrsta að tímabilið var í pásu þarna úti. Honum leið vel hjá okkur og vildi hjálpa okkur aftur, og við vorum auðvitað spenntir fyrir því að sá gluggi skyldi opnast að einhverju leyti, því við vitum vel hvað hann getur og hvað hann gerði í fyrra,“ sagði Hrafnkell sem hafði reynt hvað hann gat að fá Castillion aftur í Árbæinn. „Félagið var búið að samþykkja að lána hann og Geoffrey var búinn að samþykkja samning við okkur líka. Það vantaði því í raun ekki neitt nema staðfestingu frá knattspyrnusambandinu um að hann gæti farið til baka þegar félagið hans þyrfti á því að halda. Kannski vegna þess að Covid er í fullum gangi í Indónesíu þá gátu þeir ekki gefið nein svör. Það lítur út fyrir að félagaskiptaglugginn þarna sé opinn til 6. ágúst svo ég skil í raun ekki af hverju hann gat ekki komið að láni þangað til þá, og við gætum svo tekið stöðuna í kjölfarið. En það var einhver tregða til að fá það í gegn.“ Líta í kringum sig eftir framherja Fylkismenn munu nú líta í kringum sig eftir öðrum framherja en ekki er víst að sú leit skili árangri: „Við erum með fínt lið og höldum bara áfram. Við erum með stráka sem geta spilað þarna frammi og í kantstöðunum, en þetta hefði verið ágætis viðbót. Við erum svo sem að skoða hvort að eitthvað annað sé í boði en maður veit það bara ekki. Það eru mörg lið að leita og ekki um auðugan garð að gresja, en við erum að skoða þetta,“ sagði Hrafnkell.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Vonast eftir því að fá bæði Castillion og Arnór Guðjohnsen Fylkir hefur hug á að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla en Geoffrey Castillion og Arnór Borg Guðjohnsen gætu leikið með liðinu í sumar. 6. júní 2020 17:30 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Vonast eftir því að fá bæði Castillion og Arnór Guðjohnsen Fylkir hefur hug á að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild karla en Geoffrey Castillion og Arnór Borg Guðjohnsen gætu leikið með liðinu í sumar. 6. júní 2020 17:30
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn