Íslenski boltinn

Kane kippir sér ekki upp við leikfræði Mourinho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane skorar markið í gær.
Kane skorar markið í gær. vísir/getty

Það truflar Harry Kane, framherja og fyrirliða Tottenham, ekkert hvernig liðið spilar undir stjórn Jose Mourinho en leikskipulag Portúgalans hefur verið gagnrýnt.

Paul Merson, spekingur og fyrrum enskur varnarmaður, sagði á dögunum að Kane ætti að koma sér í burt sem fyrst frá félaginu. Varfærnislegt skipulag Mourinho hentaði ekki Kane en Englendingurinn segir að það trufli sig ekki.

„Það truflar mig ekkert hvernig stjórinn spilar. Hann er hér til þess að vinna og ég er það líka. Markmiðið er að komast í Meistaradeildina og fara svo enn lengra á næstu leiktíð og reyna vinna eitthvað,“ sagði Kane.

„Fólk og spekingar hafa sínar skoðanir. Mér líður mjög vel. Ég er jákvæður, í góðu formi og það sem ég get sagt er ég að geri það sem ég get og reyni að hlusta ekki á fólkið fyrir utan.“

Kane skoraði í 2-0 sigrinum í gær en hann skoraði annað mark Tottenham átta mínútum fyrir leikslok. Tomas Soucek hafði skorað sjálfsmark fyrr í leiknum. Þetta var fyrsti sigur Tottenham í átta síðustu leikjum í öllum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×