Um umhverfisvæna endurvinnslu á bílum og bílavarahlutum Aðalheiður Jacobsen skrifar 24. júní 2020 12:30 Mikilvægi endurnýtingar og endurvinnslu af ýmsum toga til verndar umhverfinu og loftslagi er flestum ljóst. Flokkun á því sem til fellur heima fyrir er orðin hluti af heimilishaldi fólks og við erum sífellt meðvitaðri um að hlutir séu ekki endilega ónýtir eða úr sér gengnir eftir einhverja notkun. Við viljum að sama skapi geta valið vörur sem eru framleiddar eða meðhöndlaðar með ábyrgum hætti eða verslað við aðila sem hafa samfélagsábyrgð að leiðarljósi í rekstri. Það styður við okkar eigin skoðun eða umhverfisstefnu. Þetta getur átt við um flesta hluti í okkar lífi – þar á meðal bílana okkar. Bílafloti og bílanotkun Íslendinga er oft heitt umræðuefni þegar rætt er um sjálfbærni. Sem rekstraraðili umhverfisvottaðrar endurvinnslu á bifreiðum og sölu á rekjanlegum bílavarahlutum er mitt hugðarefni hvernig hægt er að viðhalda þeim bílum sem sem nú eru á götunni með sem umhverfisvænstum hætti, eða þar til að nýjar og umhverfisvænni bifreiðar hafa tekið yfir sviðið með þeim áskorunum sem þeim fylgja. Markmið mitt er að efla notkun Íslendinga á notuðum bílavarahlutum sem og að endurvinna eða nýta allt annað sem fellur til af bifreiðum, annað hvort til nýsköpunar eða til annarrar vöruframleiðslu. Úr afskráðum bílum falla nefnilega einnig til önnur verðmæti, eins og járn, ál og plast og fleira sem fer áfram til endurnýtingar í aðra nytjahluti. Eins falla til spilliefni sem hægt er að endurnýta eða ganga þarf frá með réttum hætti. Úr sér gengnar bifreiðar eru ein mest endurunna neytendavara í heiminum í dag. Með umhverfisvænni endurvinnslu bifreiða og aukinni notkun notaðra varahluta gegnum við mikilvægu hlutverki í hringrásarkerfinu, þar sem markmiðið er að allt það sem til fellur úr bifreiðum geti nýst í aðra framleiðslu ef ekki nýtanlega varahluti. Hjá okkur á Netpörtumfer í dag um 85% bifreiðarinnar til endurvinnslu og afgangur í förgun eða urðun. Okkar markmið er að hækka þetta hlutfall sem mest. Með þessu stuðlum við að sjálfbærni, það hvetur okkur til að huga að umhverfinu og þeim takmörkuðu auðlindum sem okkur ber skylda til að ganga vel um. Notkun notaðra varahluta í bifreiðar á Íslandi er nú um 3-5% en er til samanburðar hátt í 12-15% í Svíþjóð. Það er spurning hvers vegna þessi tala er svona lág hjá okkur, en sennilega þurfum við að breyta þeim hugsunarhætti að notuðum varahlutum sé síður treystandi. Það gerist ekki nema að viðskiptavinir geti með gagnsæjum hætti fengið vissu fyrir hvernig varan hefur verið meðhöndluð af rekstraraðila eða hvort hægt sé að ábyrgjast hana að einhverju leyti. Með meiri notkun á notuðum bílavarahlutum minnkar þörfin fyrir að framleiða nýja varahluti, sem hefur allt áhrif á umhverfið. Þegar bíllinn bilar, þá eru töluverðar líkur á að rétta varahlutinn sé að finna í fullkomnu lagi hér heima, þrátt fyrir að hann sé notaður. Notaður bílavarahlutur getur nefnilega verið góð hugmynd fyrir viðskiptavininn, því hann er ódýrari - fyrir bílinn, ef hann er rekjanlegur - og fyrir umhverfið, því hann er endurnýttur. H öfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Netparta ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Sjá meira
Mikilvægi endurnýtingar og endurvinnslu af ýmsum toga til verndar umhverfinu og loftslagi er flestum ljóst. Flokkun á því sem til fellur heima fyrir er orðin hluti af heimilishaldi fólks og við erum sífellt meðvitaðri um að hlutir séu ekki endilega ónýtir eða úr sér gengnir eftir einhverja notkun. Við viljum að sama skapi geta valið vörur sem eru framleiddar eða meðhöndlaðar með ábyrgum hætti eða verslað við aðila sem hafa samfélagsábyrgð að leiðarljósi í rekstri. Það styður við okkar eigin skoðun eða umhverfisstefnu. Þetta getur átt við um flesta hluti í okkar lífi – þar á meðal bílana okkar. Bílafloti og bílanotkun Íslendinga er oft heitt umræðuefni þegar rætt er um sjálfbærni. Sem rekstraraðili umhverfisvottaðrar endurvinnslu á bifreiðum og sölu á rekjanlegum bílavarahlutum er mitt hugðarefni hvernig hægt er að viðhalda þeim bílum sem sem nú eru á götunni með sem umhverfisvænstum hætti, eða þar til að nýjar og umhverfisvænni bifreiðar hafa tekið yfir sviðið með þeim áskorunum sem þeim fylgja. Markmið mitt er að efla notkun Íslendinga á notuðum bílavarahlutum sem og að endurvinna eða nýta allt annað sem fellur til af bifreiðum, annað hvort til nýsköpunar eða til annarrar vöruframleiðslu. Úr afskráðum bílum falla nefnilega einnig til önnur verðmæti, eins og járn, ál og plast og fleira sem fer áfram til endurnýtingar í aðra nytjahluti. Eins falla til spilliefni sem hægt er að endurnýta eða ganga þarf frá með réttum hætti. Úr sér gengnar bifreiðar eru ein mest endurunna neytendavara í heiminum í dag. Með umhverfisvænni endurvinnslu bifreiða og aukinni notkun notaðra varahluta gegnum við mikilvægu hlutverki í hringrásarkerfinu, þar sem markmiðið er að allt það sem til fellur úr bifreiðum geti nýst í aðra framleiðslu ef ekki nýtanlega varahluti. Hjá okkur á Netpörtumfer í dag um 85% bifreiðarinnar til endurvinnslu og afgangur í förgun eða urðun. Okkar markmið er að hækka þetta hlutfall sem mest. Með þessu stuðlum við að sjálfbærni, það hvetur okkur til að huga að umhverfinu og þeim takmörkuðu auðlindum sem okkur ber skylda til að ganga vel um. Notkun notaðra varahluta í bifreiðar á Íslandi er nú um 3-5% en er til samanburðar hátt í 12-15% í Svíþjóð. Það er spurning hvers vegna þessi tala er svona lág hjá okkur, en sennilega þurfum við að breyta þeim hugsunarhætti að notuðum varahlutum sé síður treystandi. Það gerist ekki nema að viðskiptavinir geti með gagnsæjum hætti fengið vissu fyrir hvernig varan hefur verið meðhöndluð af rekstraraðila eða hvort hægt sé að ábyrgjast hana að einhverju leyti. Með meiri notkun á notuðum bílavarahlutum minnkar þörfin fyrir að framleiða nýja varahluti, sem hefur allt áhrif á umhverfið. Þegar bíllinn bilar, þá eru töluverðar líkur á að rétta varahlutinn sé að finna í fullkomnu lagi hér heima, þrátt fyrir að hann sé notaður. Notaður bílavarahlutur getur nefnilega verið góð hugmynd fyrir viðskiptavininn, því hann er ódýrari - fyrir bílinn, ef hann er rekjanlegur - og fyrir umhverfið, því hann er endurnýttur. H öfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Netparta ehf.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar