Um umhverfisvæna endurvinnslu á bílum og bílavarahlutum Aðalheiður Jacobsen skrifar 24. júní 2020 12:30 Mikilvægi endurnýtingar og endurvinnslu af ýmsum toga til verndar umhverfinu og loftslagi er flestum ljóst. Flokkun á því sem til fellur heima fyrir er orðin hluti af heimilishaldi fólks og við erum sífellt meðvitaðri um að hlutir séu ekki endilega ónýtir eða úr sér gengnir eftir einhverja notkun. Við viljum að sama skapi geta valið vörur sem eru framleiddar eða meðhöndlaðar með ábyrgum hætti eða verslað við aðila sem hafa samfélagsábyrgð að leiðarljósi í rekstri. Það styður við okkar eigin skoðun eða umhverfisstefnu. Þetta getur átt við um flesta hluti í okkar lífi – þar á meðal bílana okkar. Bílafloti og bílanotkun Íslendinga er oft heitt umræðuefni þegar rætt er um sjálfbærni. Sem rekstraraðili umhverfisvottaðrar endurvinnslu á bifreiðum og sölu á rekjanlegum bílavarahlutum er mitt hugðarefni hvernig hægt er að viðhalda þeim bílum sem sem nú eru á götunni með sem umhverfisvænstum hætti, eða þar til að nýjar og umhverfisvænni bifreiðar hafa tekið yfir sviðið með þeim áskorunum sem þeim fylgja. Markmið mitt er að efla notkun Íslendinga á notuðum bílavarahlutum sem og að endurvinna eða nýta allt annað sem fellur til af bifreiðum, annað hvort til nýsköpunar eða til annarrar vöruframleiðslu. Úr afskráðum bílum falla nefnilega einnig til önnur verðmæti, eins og járn, ál og plast og fleira sem fer áfram til endurnýtingar í aðra nytjahluti. Eins falla til spilliefni sem hægt er að endurnýta eða ganga þarf frá með réttum hætti. Úr sér gengnar bifreiðar eru ein mest endurunna neytendavara í heiminum í dag. Með umhverfisvænni endurvinnslu bifreiða og aukinni notkun notaðra varahluta gegnum við mikilvægu hlutverki í hringrásarkerfinu, þar sem markmiðið er að allt það sem til fellur úr bifreiðum geti nýst í aðra framleiðslu ef ekki nýtanlega varahluti. Hjá okkur á Netpörtumfer í dag um 85% bifreiðarinnar til endurvinnslu og afgangur í förgun eða urðun. Okkar markmið er að hækka þetta hlutfall sem mest. Með þessu stuðlum við að sjálfbærni, það hvetur okkur til að huga að umhverfinu og þeim takmörkuðu auðlindum sem okkur ber skylda til að ganga vel um. Notkun notaðra varahluta í bifreiðar á Íslandi er nú um 3-5% en er til samanburðar hátt í 12-15% í Svíþjóð. Það er spurning hvers vegna þessi tala er svona lág hjá okkur, en sennilega þurfum við að breyta þeim hugsunarhætti að notuðum varahlutum sé síður treystandi. Það gerist ekki nema að viðskiptavinir geti með gagnsæjum hætti fengið vissu fyrir hvernig varan hefur verið meðhöndluð af rekstraraðila eða hvort hægt sé að ábyrgjast hana að einhverju leyti. Með meiri notkun á notuðum bílavarahlutum minnkar þörfin fyrir að framleiða nýja varahluti, sem hefur allt áhrif á umhverfið. Þegar bíllinn bilar, þá eru töluverðar líkur á að rétta varahlutinn sé að finna í fullkomnu lagi hér heima, þrátt fyrir að hann sé notaður. Notaður bílavarahlutur getur nefnilega verið góð hugmynd fyrir viðskiptavininn, því hann er ódýrari - fyrir bílinn, ef hann er rekjanlegur - og fyrir umhverfið, því hann er endurnýttur. H öfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Netparta ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Þjóð að tala við sjálfa sig Fastir pennar Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi endurnýtingar og endurvinnslu af ýmsum toga til verndar umhverfinu og loftslagi er flestum ljóst. Flokkun á því sem til fellur heima fyrir er orðin hluti af heimilishaldi fólks og við erum sífellt meðvitaðri um að hlutir séu ekki endilega ónýtir eða úr sér gengnir eftir einhverja notkun. Við viljum að sama skapi geta valið vörur sem eru framleiddar eða meðhöndlaðar með ábyrgum hætti eða verslað við aðila sem hafa samfélagsábyrgð að leiðarljósi í rekstri. Það styður við okkar eigin skoðun eða umhverfisstefnu. Þetta getur átt við um flesta hluti í okkar lífi – þar á meðal bílana okkar. Bílafloti og bílanotkun Íslendinga er oft heitt umræðuefni þegar rætt er um sjálfbærni. Sem rekstraraðili umhverfisvottaðrar endurvinnslu á bifreiðum og sölu á rekjanlegum bílavarahlutum er mitt hugðarefni hvernig hægt er að viðhalda þeim bílum sem sem nú eru á götunni með sem umhverfisvænstum hætti, eða þar til að nýjar og umhverfisvænni bifreiðar hafa tekið yfir sviðið með þeim áskorunum sem þeim fylgja. Markmið mitt er að efla notkun Íslendinga á notuðum bílavarahlutum sem og að endurvinna eða nýta allt annað sem fellur til af bifreiðum, annað hvort til nýsköpunar eða til annarrar vöruframleiðslu. Úr afskráðum bílum falla nefnilega einnig til önnur verðmæti, eins og járn, ál og plast og fleira sem fer áfram til endurnýtingar í aðra nytjahluti. Eins falla til spilliefni sem hægt er að endurnýta eða ganga þarf frá með réttum hætti. Úr sér gengnar bifreiðar eru ein mest endurunna neytendavara í heiminum í dag. Með umhverfisvænni endurvinnslu bifreiða og aukinni notkun notaðra varahluta gegnum við mikilvægu hlutverki í hringrásarkerfinu, þar sem markmiðið er að allt það sem til fellur úr bifreiðum geti nýst í aðra framleiðslu ef ekki nýtanlega varahluti. Hjá okkur á Netpörtumfer í dag um 85% bifreiðarinnar til endurvinnslu og afgangur í förgun eða urðun. Okkar markmið er að hækka þetta hlutfall sem mest. Með þessu stuðlum við að sjálfbærni, það hvetur okkur til að huga að umhverfinu og þeim takmörkuðu auðlindum sem okkur ber skylda til að ganga vel um. Notkun notaðra varahluta í bifreiðar á Íslandi er nú um 3-5% en er til samanburðar hátt í 12-15% í Svíþjóð. Það er spurning hvers vegna þessi tala er svona lág hjá okkur, en sennilega þurfum við að breyta þeim hugsunarhætti að notuðum varahlutum sé síður treystandi. Það gerist ekki nema að viðskiptavinir geti með gagnsæjum hætti fengið vissu fyrir hvernig varan hefur verið meðhöndluð af rekstraraðila eða hvort hægt sé að ábyrgjast hana að einhverju leyti. Með meiri notkun á notuðum bílavarahlutum minnkar þörfin fyrir að framleiða nýja varahluti, sem hefur allt áhrif á umhverfið. Þegar bíllinn bilar, þá eru töluverðar líkur á að rétta varahlutinn sé að finna í fullkomnu lagi hér heima, þrátt fyrir að hann sé notaður. Notaður bílavarahlutur getur nefnilega verið góð hugmynd fyrir viðskiptavininn, því hann er ódýrari - fyrir bílinn, ef hann er rekjanlegur - og fyrir umhverfið, því hann er endurnýttur. H öfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Netparta ehf.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun