HÉR ER frábær viðbót við Smáralind Smáralind 24. júní 2020 15:01 Tísku- og lífsstílsvefurinn HÉR ER er kominn í loftið. Aldís Pálsdóttir „Við stefnum að því að það komi nýtt og ferskt efni inn á HÉR ER daglega og alltaf eitthvað spennandi til að gleyma sér yfir. Viðtökurnar hafa verið framar öllum vonum og er greinilega merki um að áhugi fyrir svona vef er mikill, enda eru Íslendingar miklir tísku-og hönnunaraðdáendur,“ segir Helga Kristjáns en hún ritstýrir glænýjum tísku- og lífsstílsvef Smáralindar, HÉR ER, sem fór í loftið þann 11. júní síðastliðinn. Helga Kristjáns ritstýrir glænýjum tísku- og lífsstílsvef Smáralindar HÉR ER.Aldís Pálsdóttir Tískuheimurinn dægrastytting af bestu gerð Helga er þrautreyndur tískublaðamaður, stílisti og förðunarfræðingur og vann sem blaðamaður hjá Vikunni og Nýju lífi um árabil og sem förðunarritstjóri Nýs lífs og íslenska Glamour. Hún hefur einnig komið að förðun og stíliseringu fyrir forsíður stærstu tímarita landsins og ritstýrt tískublaði Mannlífs. „Ég var ekki há í loftinu þegar mig dreymdi um að verða ritstjóri tískutímarits en tískuheimurinn í heild sinni hefur alltaf verið minn „flótti“ frá lífsins raunum eða grámyglu, dægrastytting af bestu gerð,“ segir Helga sem segist einnig hafa brennandi ástríðu fyrir því að ráðleggja konum varðandi snyrtivöru- og fatakaup. Aldís Pálsdóttir „Fyrir tuttugu árum, þegar ég var nítján ára, vann ég í fjölskylduversluninni GAP sem var einmitt í Smáralind og þá var Style.com, tísku- og lífsstílsvefur Vogue sá vefur sem ég heimsótti daglega. Í þá gömlu, góðu var ekki mikið af slíku efni í boði á Netinu á íslensku. Þá kviknaði fyrst upp sú hugmynd hjá mér að því að opna tískuvef en hún varð aldrei mikið meira en bara hugmynd á blaði. Ég gæti því ekki verið glaðari og þakklátari fyrir að æskudraumur minn sé að rætast- einmitt með þessum hæfileikabombum sem ég vinn með,“ segir Helga en hugmyndin að vef sem sýndi það nýjasta úr verslunum Smáralindar og væri einnig ráðleggjandi og til dægrastyttingar hafði lengi verið í kortunum hjá markaðsdeildinni þegar Helga tók við samfélagsmiðlum þeirra fyrir rúmu ári. „Þar kom bakgrunnur minn sterkur inn. Ætli ég hafi ekki verið púslið sem vantaði upp á,“ segir Helga og brosir. „Við erum allavega svakalega gott teymi í markaðsdeild Smáralindar og erum gríðarlega stoltar af útkomunni.“ Aldís Pálsdóttir Smáralind hefur einnig getið sér gott orð fyrir samfélagsmiðlaefni en fyrirtækið vann Lúður, íslensku auglýsingaverðlaunin, í ár fyrir samfélagsmiðla ársins og því margt til að kætast yfir á þeirra bæ. Heiðarleiki í skrifum „HÉRER.IS er hugsaður til dægrastyttingar en líka til að kynna sér nýjasta nýtt og fá ráðleggingar varðandi hitt og þetta. Heiðarleiki í skrifum skiptir okkur miklu máli og við munum kappkosta við að mæla ekki með neinu sem við getum ekki staðið við,“ útskýrir Helga. Vefnum er skipt upp í fimm flokka; tíska, lífsstíll, fegurð, heimili og hönnun og fjölskyldan. Fjallað verður um allt sem tengist þessum flokkum á einn eða annan hátt, þó tískutengt efni verði mest áberandi. Aldís Pálsdóttir „Við viljum gefa góð ráð, mæla með bestu vörunum, sýna það sem er í verslunum hverju sinni og kynna nýjustu trendin. Eins munu viðtöl rata þar inn og stefnan er að fá gestapenna með ólíkar áherslur til að skrifa fyrir okkur reglulega. Edda Hermannsdóttir er í stóru viðtali á vefnum okkar núna og við vonumst eftir að fá flottar fyrirmyndir í viðtöl til framtíðar,“ segir Helga að lokum og hvetur fólk til að smella á HÉRER.IS. Myndirnar með greininni eru úr tískumyndatöku og kynningarefni HÉRER.IS en Aldís Pálsdóttir tók myndirnar, Flóra Karítas Buenaño sá um förðun, Helga Kristjáns um verkefnastjórn og stíliseringu og Helen Óttarsdóttir er fyrirsætan. Hægt er að sjá meira inni á HÉRER.is en allur fatnaður og fylgihlutir fást í Smáralind. Tíska og hönnun Verslun Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira
„Við stefnum að því að það komi nýtt og ferskt efni inn á HÉR ER daglega og alltaf eitthvað spennandi til að gleyma sér yfir. Viðtökurnar hafa verið framar öllum vonum og er greinilega merki um að áhugi fyrir svona vef er mikill, enda eru Íslendingar miklir tísku-og hönnunaraðdáendur,“ segir Helga Kristjáns en hún ritstýrir glænýjum tísku- og lífsstílsvef Smáralindar, HÉR ER, sem fór í loftið þann 11. júní síðastliðinn. Helga Kristjáns ritstýrir glænýjum tísku- og lífsstílsvef Smáralindar HÉR ER.Aldís Pálsdóttir Tískuheimurinn dægrastytting af bestu gerð Helga er þrautreyndur tískublaðamaður, stílisti og förðunarfræðingur og vann sem blaðamaður hjá Vikunni og Nýju lífi um árabil og sem förðunarritstjóri Nýs lífs og íslenska Glamour. Hún hefur einnig komið að förðun og stíliseringu fyrir forsíður stærstu tímarita landsins og ritstýrt tískublaði Mannlífs. „Ég var ekki há í loftinu þegar mig dreymdi um að verða ritstjóri tískutímarits en tískuheimurinn í heild sinni hefur alltaf verið minn „flótti“ frá lífsins raunum eða grámyglu, dægrastytting af bestu gerð,“ segir Helga sem segist einnig hafa brennandi ástríðu fyrir því að ráðleggja konum varðandi snyrtivöru- og fatakaup. Aldís Pálsdóttir „Fyrir tuttugu árum, þegar ég var nítján ára, vann ég í fjölskylduversluninni GAP sem var einmitt í Smáralind og þá var Style.com, tísku- og lífsstílsvefur Vogue sá vefur sem ég heimsótti daglega. Í þá gömlu, góðu var ekki mikið af slíku efni í boði á Netinu á íslensku. Þá kviknaði fyrst upp sú hugmynd hjá mér að því að opna tískuvef en hún varð aldrei mikið meira en bara hugmynd á blaði. Ég gæti því ekki verið glaðari og þakklátari fyrir að æskudraumur minn sé að rætast- einmitt með þessum hæfileikabombum sem ég vinn með,“ segir Helga en hugmyndin að vef sem sýndi það nýjasta úr verslunum Smáralindar og væri einnig ráðleggjandi og til dægrastyttingar hafði lengi verið í kortunum hjá markaðsdeildinni þegar Helga tók við samfélagsmiðlum þeirra fyrir rúmu ári. „Þar kom bakgrunnur minn sterkur inn. Ætli ég hafi ekki verið púslið sem vantaði upp á,“ segir Helga og brosir. „Við erum allavega svakalega gott teymi í markaðsdeild Smáralindar og erum gríðarlega stoltar af útkomunni.“ Aldís Pálsdóttir Smáralind hefur einnig getið sér gott orð fyrir samfélagsmiðlaefni en fyrirtækið vann Lúður, íslensku auglýsingaverðlaunin, í ár fyrir samfélagsmiðla ársins og því margt til að kætast yfir á þeirra bæ. Heiðarleiki í skrifum „HÉRER.IS er hugsaður til dægrastyttingar en líka til að kynna sér nýjasta nýtt og fá ráðleggingar varðandi hitt og þetta. Heiðarleiki í skrifum skiptir okkur miklu máli og við munum kappkosta við að mæla ekki með neinu sem við getum ekki staðið við,“ útskýrir Helga. Vefnum er skipt upp í fimm flokka; tíska, lífsstíll, fegurð, heimili og hönnun og fjölskyldan. Fjallað verður um allt sem tengist þessum flokkum á einn eða annan hátt, þó tískutengt efni verði mest áberandi. Aldís Pálsdóttir „Við viljum gefa góð ráð, mæla með bestu vörunum, sýna það sem er í verslunum hverju sinni og kynna nýjustu trendin. Eins munu viðtöl rata þar inn og stefnan er að fá gestapenna með ólíkar áherslur til að skrifa fyrir okkur reglulega. Edda Hermannsdóttir er í stóru viðtali á vefnum okkar núna og við vonumst eftir að fá flottar fyrirmyndir í viðtöl til framtíðar,“ segir Helga að lokum og hvetur fólk til að smella á HÉRER.IS. Myndirnar með greininni eru úr tískumyndatöku og kynningarefni HÉRER.IS en Aldís Pálsdóttir tók myndirnar, Flóra Karítas Buenaño sá um förðun, Helga Kristjáns um verkefnastjórn og stíliseringu og Helen Óttarsdóttir er fyrirsætan. Hægt er að sjá meira inni á HÉRER.is en allur fatnaður og fylgihlutir fást í Smáralind.
Myndirnar með greininni eru úr tískumyndatöku og kynningarefni HÉRER.IS en Aldís Pálsdóttir tók myndirnar, Flóra Karítas Buenaño sá um förðun, Helga Kristjáns um verkefnastjórn og stíliseringu og Helen Óttarsdóttir er fyrirsætan. Hægt er að sjá meira inni á HÉRER.is en allur fatnaður og fylgihlutir fást í Smáralind.
Tíska og hönnun Verslun Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira