Enski boltinn

Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig

Ísak Hallmundarson skrifar
Pogba er mættur aftur á völlinn.
Pogba er mættur aftur á völlinn. getty/Alex Livesey

Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn.

Honum finnst að þessi 27 ára gamli miðjumaður geti enn gert betur til að ná að nýta hæfileika sína í botn. 

,,Ég er ekki aðdáandi hans en ég er aðdáandi hæfileikanna hans. Miðjan er eina staðan á vellinum þar sem andstæðingurinn vill gera það nákvæmlega sama og þú. Ég kann að meta gæði hans en ég vil að hann leggi meira á sig,“ sagði Souness.

United vann 3-0 sigur á Sheffield United í gær og spilaði Pogba 80 mínútur í leiknum. Eftir þann sigur eru Manchester United tveimur stigum á eftir Chelsea í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Chelsea á leik til góða gegn Manchester City í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×