Umdeilt atvik á Akureyri: „Af því við erum stelpur, fáum við alltaf lélegustu dómarana?“ Ísak Hallmundarson skrifar 25. júní 2020 12:30 Birgitta fékk rautt spjald um helgina en á myndbandi er erfitt að sjá brotið. facebook/umfgfotbolti Það var vægast sagt athyglisverð dómgæsla sem átti sér stað í leik Hamranna og Grindavíkur í 2. deild kvenna um helgina. Ásgeir Þór Ásgeirsson dómari, gaf Birgittu Hallgrímsdóttur beint rautt spjald, fyrir eitthvað sem virtist mjög eðlileg barátta um boltann. ,,Held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt‘‘ Leikmenn beggja liða virtust ekki átta sig á hvað væri í gangi þegar dómarinn rétti fram rauða spjaldið. ,,Í rauninni var bara innkast og ég var bara að berjast um boltann. Svo allt í einu flautar dómarinn og ég hélt hann væri að flauta aukaspyrnu fyrir okkur út af því að Hamrastelpurnar byrja að labba til baka og við erum bara tilbúnar að taka aukaspyrnu, en svo allt í einu kemur hann til mín og gefur mér rautt spjald. Ég spurði af hverju og hann sagði ,,þú sparkar viljandi í stelpuna‘‘ og ég sagði bara ha? Boltinn var við hliðin á og ég var að reyna að sparka í boltann og svo fór ég til hans eftir leik og þá sagði hann að ég hefði togað í hana. Þannig ég held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt,‘‘ segir Birgitta Hallgrímsdóttir leikmaður Grindavíkur, en hún skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu. Leiknum lauk með 2-1 sigri Hamranna en staðan var jöfn 1-1 þegar Birgitta fékk rauða spjaldið. Hún segir einnig sigurmark Hamranna í leiknum ólöglegt og að löglegt mark hafi verið tekið af Grindavík. ,,Hafsentinn okkar, Þorbjörg, hún fær boltann í andlitið og bara steinliggur og dómarinn stoppar ekki leikinn og þær taka svona þrjár, fjórar snertingar og skora síðan. Þannig þetta mark er ólöglegt. Síðan dæmdi hann líka mark af okkur, sem var líka bara löglegt. Það var fyrirgjöf og markmaðurinn missir boltann frá sér, hann grípur hann ekki heldur missir hann og Júlia Ruth leikmaður okkar potar honum inn og hann flautar ólöglegt mark.‘‘ Framkvæmdastjóri Grindavíkur ræddi við KSÍ en KSÍ ætlar ekkert að gera í málinu. ,,Framkvæmdastjóri Grindavíkur, Jón Júlíus (Karlsson), hringdi í KSÍ í gær og þeir ætla ekki að gera neitt í þessu. Þeir sögðu að þetta væri ákvörðun dómarans og þeir geti ekki gert neitt.‘‘ ,,Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Birgitta skilur ekki hvers vegna hann þurfti að dæma leik í 2. deild kvenna frekar en í neðri deild hjá körlunum. ,,Þetta er svo fáranlegt. Þetta var fyrsti leikurinn sem þessi dómari er að dæma. Af hverju er hann sendur til okkar? Af hverju er hann ekki sendur í neðri deild hjá strákunum? Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Dómgæslan í leiknum hefur líklega kostað Grindavík einhver stig en Birgitta telur einnig ósanngjarnt að hún fari í leikbann. ,,Mér finnst ósanngjarnt að fara í bann þegar ég á ekki skilið að fara í bann. Ég fæ eins leiks bann því KSÍ ætlar ekki að gera neitt. Það er mjög ósanngjarnt,‘‘ segir Birgitta að lokum. Hér að neðan má sjá umrætt rautt spjald sem dómarinn gaf Birgittu: Dómgæslan undir högg að sækja víða á Norðurlandi um helgina. Á 20. mínútu fær leikmaður Grindavíkur beint rautt spjald fyrir meðfylgjandi brot. pic.twitter.com/HbtGqOftVO— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) June 23, 2020 Uppfært: Í samtali við leikmann kom fram að þetta væri fyrsti leikur sem Ásgeir Þór dæmir en KSÍ hefur leiðrétt það. UMF Grindavík Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
Það var vægast sagt athyglisverð dómgæsla sem átti sér stað í leik Hamranna og Grindavíkur í 2. deild kvenna um helgina. Ásgeir Þór Ásgeirsson dómari, gaf Birgittu Hallgrímsdóttur beint rautt spjald, fyrir eitthvað sem virtist mjög eðlileg barátta um boltann. ,,Held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt‘‘ Leikmenn beggja liða virtust ekki átta sig á hvað væri í gangi þegar dómarinn rétti fram rauða spjaldið. ,,Í rauninni var bara innkast og ég var bara að berjast um boltann. Svo allt í einu flautar dómarinn og ég hélt hann væri að flauta aukaspyrnu fyrir okkur út af því að Hamrastelpurnar byrja að labba til baka og við erum bara tilbúnar að taka aukaspyrnu, en svo allt í einu kemur hann til mín og gefur mér rautt spjald. Ég spurði af hverju og hann sagði ,,þú sparkar viljandi í stelpuna‘‘ og ég sagði bara ha? Boltinn var við hliðin á og ég var að reyna að sparka í boltann og svo fór ég til hans eftir leik og þá sagði hann að ég hefði togað í hana. Þannig ég held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt,‘‘ segir Birgitta Hallgrímsdóttir leikmaður Grindavíkur, en hún skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu. Leiknum lauk með 2-1 sigri Hamranna en staðan var jöfn 1-1 þegar Birgitta fékk rauða spjaldið. Hún segir einnig sigurmark Hamranna í leiknum ólöglegt og að löglegt mark hafi verið tekið af Grindavík. ,,Hafsentinn okkar, Þorbjörg, hún fær boltann í andlitið og bara steinliggur og dómarinn stoppar ekki leikinn og þær taka svona þrjár, fjórar snertingar og skora síðan. Þannig þetta mark er ólöglegt. Síðan dæmdi hann líka mark af okkur, sem var líka bara löglegt. Það var fyrirgjöf og markmaðurinn missir boltann frá sér, hann grípur hann ekki heldur missir hann og Júlia Ruth leikmaður okkar potar honum inn og hann flautar ólöglegt mark.‘‘ Framkvæmdastjóri Grindavíkur ræddi við KSÍ en KSÍ ætlar ekkert að gera í málinu. ,,Framkvæmdastjóri Grindavíkur, Jón Júlíus (Karlsson), hringdi í KSÍ í gær og þeir ætla ekki að gera neitt í þessu. Þeir sögðu að þetta væri ákvörðun dómarans og þeir geti ekki gert neitt.‘‘ ,,Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Birgitta skilur ekki hvers vegna hann þurfti að dæma leik í 2. deild kvenna frekar en í neðri deild hjá körlunum. ,,Þetta er svo fáranlegt. Þetta var fyrsti leikurinn sem þessi dómari er að dæma. Af hverju er hann sendur til okkar? Af hverju er hann ekki sendur í neðri deild hjá strákunum? Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Dómgæslan í leiknum hefur líklega kostað Grindavík einhver stig en Birgitta telur einnig ósanngjarnt að hún fari í leikbann. ,,Mér finnst ósanngjarnt að fara í bann þegar ég á ekki skilið að fara í bann. Ég fæ eins leiks bann því KSÍ ætlar ekki að gera neitt. Það er mjög ósanngjarnt,‘‘ segir Birgitta að lokum. Hér að neðan má sjá umrætt rautt spjald sem dómarinn gaf Birgittu: Dómgæslan undir högg að sækja víða á Norðurlandi um helgina. Á 20. mínútu fær leikmaður Grindavíkur beint rautt spjald fyrir meðfylgjandi brot. pic.twitter.com/HbtGqOftVO— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) June 23, 2020 Uppfært: Í samtali við leikmann kom fram að þetta væri fyrsti leikur sem Ásgeir Þór dæmir en KSÍ hefur leiðrétt það.
UMF Grindavík Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira