„Verulegur skortur“ á formfestu og utanumhaldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2020 13:47 Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma. Vísir/vilhelm Verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan Upphafs fasteignafélags, sem er að fullu í eigu fjárfestingasjóðsins Gamma: Novus. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðu endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og félagsins. Þá hafa stjórnendur Gamma tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gamma. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því í mars síðastliðnum að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Í tilkynningu sem send var út í dag segir að stjórnendur GAMMA hafi í dag haldið fund með eigendum hlutdeildarskírteina í Gamma: Novus, þar sem kynnt var úttekt sérfræðinga Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og Upphafs fasteignafélags á árunum 2013-2019. „Tilefni úttektarinnar var að síðastliðið haust kom í ljós, við skoðun nýs teymis hjá GAMMA, að virði GAMMA: Novus var verulega ofmetið,“ segir í tilkynningu. Þetta var einnig umfjöllunarefni í umræddum Kveiksþætti, þar sem fram kom að virði sjóðsins hefði rýrnað óhemjulega síðan í upphafi árs 2018. Niðurstöður Grant Thornton um starfsemi Upphafs fasteignafélags eru að „verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan félagsins,“ segir í tilkynningu. „Þetta birtist m.a. í því að oftar en ekki var það einn einstaklingur sem sat við stjórnvölinn og stýrði framkvæmd félagsins, án virkar aðkomu eða eftirlits frá stjórn og/eða öðrum aðilum. Þá lágu í sumum tilfellum ekki til grundvallar verkum skriflegir samningar og ákvarðanir og rökstuðningur fyrir þeim voru ekki skjalfestar.“ Virði eigna sjóðsins var jafnframt metið með mismunandi hætti milli ára og óljóst hvernig forsendur að baki verðmati voru fundnar í sumum tilfellum, að því er segir í tilkynningu. „Eftirstöðvar verka í eigu sjóðsins voru verulega vanmetnar, sem var leiðrétt haustið 2019 líkt og greint var í tilkynningu frá félaginu á þeim tíma. Þessi staða hefur leitt til algerrar endurskipulagningar á umgjörð félagsins.“ Þá segjast stjórnendur Gamma jafnframt hafa tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra til héraðssaksóknara, á grundvelli upplýsinga sem fram komu við rannsókn Grant Thornton. Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir í samtali við Vísi að umræddar greiðslur hafi verið tilkynntar til saksóknara í framhaldi af Kveiksþættinum í mars. Vegna rannsóknarhagsmuna geti hann þó ekki tjáð sig frekar um greiðslurnar, hvorki um fjölda þeirra né fk+arhæðir. Fréttastofa hefur óskað eftir frekari upplýsingum um málið hjá héraðssaksóknara. GAMMA Mest lesið Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Fleiri fréttir Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Sjá meira
Verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan Upphafs fasteignafélags, sem er að fullu í eigu fjárfestingasjóðsins Gamma: Novus. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðu endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og félagsins. Þá hafa stjórnendur Gamma tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gamma. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því í mars síðastliðnum að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Í tilkynningu sem send var út í dag segir að stjórnendur GAMMA hafi í dag haldið fund með eigendum hlutdeildarskírteina í Gamma: Novus, þar sem kynnt var úttekt sérfræðinga Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og Upphafs fasteignafélags á árunum 2013-2019. „Tilefni úttektarinnar var að síðastliðið haust kom í ljós, við skoðun nýs teymis hjá GAMMA, að virði GAMMA: Novus var verulega ofmetið,“ segir í tilkynningu. Þetta var einnig umfjöllunarefni í umræddum Kveiksþætti, þar sem fram kom að virði sjóðsins hefði rýrnað óhemjulega síðan í upphafi árs 2018. Niðurstöður Grant Thornton um starfsemi Upphafs fasteignafélags eru að „verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan félagsins,“ segir í tilkynningu. „Þetta birtist m.a. í því að oftar en ekki var það einn einstaklingur sem sat við stjórnvölinn og stýrði framkvæmd félagsins, án virkar aðkomu eða eftirlits frá stjórn og/eða öðrum aðilum. Þá lágu í sumum tilfellum ekki til grundvallar verkum skriflegir samningar og ákvarðanir og rökstuðningur fyrir þeim voru ekki skjalfestar.“ Virði eigna sjóðsins var jafnframt metið með mismunandi hætti milli ára og óljóst hvernig forsendur að baki verðmati voru fundnar í sumum tilfellum, að því er segir í tilkynningu. „Eftirstöðvar verka í eigu sjóðsins voru verulega vanmetnar, sem var leiðrétt haustið 2019 líkt og greint var í tilkynningu frá félaginu á þeim tíma. Þessi staða hefur leitt til algerrar endurskipulagningar á umgjörð félagsins.“ Þá segjast stjórnendur Gamma jafnframt hafa tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra til héraðssaksóknara, á grundvelli upplýsinga sem fram komu við rannsókn Grant Thornton. Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir í samtali við Vísi að umræddar greiðslur hafi verið tilkynntar til saksóknara í framhaldi af Kveiksþættinum í mars. Vegna rannsóknarhagsmuna geti hann þó ekki tjáð sig frekar um greiðslurnar, hvorki um fjölda þeirra né fk+arhæðir. Fréttastofa hefur óskað eftir frekari upplýsingum um málið hjá héraðssaksóknara.
GAMMA Mest lesið Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Fleiri fréttir Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Sjá meira