Ömmur eru langbestar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2020 08:00 Í dag hefði amma mín orðið hundrað ára. Besta amma í heimi. Kjaftæði segir þú kannski. Er amma þín sú besta? Það er líklega rétt hjá þér. Eins og mér. Ömmur eru einfaldlega langbestar. Ég man enn þá sjokkið þegar ég fékk þau tíðindi að amma mín væri látin. Í júní 1996. Þá hafði pabbi sótt mig út á flugvöll þar sem ég var á heimleið eftir ævintýraferð með vini mínum á Evrópumótið í fótbolta, hátt uppi eftir stórkostlega ferð. Í aðdraganda ferðarinnar fór amma mín á spítala. Hvað mig snerti var hún við hestaheilsu en eitthvað þurfti að skoða. Ekkert alvarlegt að mér skildist. Hún var 75 ára og aldrei neitt annað í stöðunni en að hún yrði hundrað ára, og alltaf til staðar. Það var svo ekki fyrr en við feðgarnir nálguðumst Straumsvík að ég hugsaði til ömmu minnar í fyrsta skipti í rúma viku. Hvernig hefur amma það? spurði ég kæruleysislega. Þá var ekið út í kant og mér færðar fregnirnar að hún væri fallin frá. Hættulítil aðgerð hafði því miður ekki staðið undir nafni. Á augnabliki var líf mitt gjörbreytt. Minningarnar af heimsóknum mínum til ömmu Vilborgar og afa Halldórs í Hamrahlíð eru yndislegar. Og mjög margar. Mér tekst ekki að rifja upp neitt nema jákvætt þaðan. Fiskibollurnar hennar ömmu, jólasmákökurnar hennar ömmu, knúsin hennar ömmu og hrósin hennar ömmu. Alltaf var maður velkominn, hvort sem var til að læra, borða eða gista. Alltaf var maður settur í fyrsta sæti. Amma hlustaði. Gagnrýni var ekki til. Aðrir sáu um það. Amma var bara góð. Mjög góð. Mamma verður amma Núna er mamma mín orðin amma og hefur verið það í tíu ár. Ég efast ekki augnablik um að hugur barnabarnanna fimm til ömmu sinnar sé eins og minn var til ömmu minnar. Eins og mamma sín heldur mamma mín, amma barnanna minna, fjölskyldunni saman. Er í algjöru lykilhlutverki. Hugsar um hag barnabarnanna á hverjum degi. Man alla afmælisdaga. Býður í kvöldverði. Hóar fjölskyldunni saman. Bjargar jólunum. Reddar börnunum. Gerir lífið svo miklu betra. Ég eins og flestir átti reyndar tvær ömmur. Tvær frábærar ömmur. Önnur bjó reyndar í Skotlandi og á ég ljúfar minningar af stundum með henni bæði í heimsóknum hennar hingað og svo okkar utan. Oft um jólin eða á sumrin. Sérstaklega minnisstæð er vikuheimsókn vorið 2002 í aðdraganda stúdentsprófanna í MR þegar ég skaust utan og dvaldi einn hjá henni, háaldraðri í fallega húsinu hennar í skoska þorpinu Stow. Hún var mikill tónlistarunnandi og ég var einmitt að ljúka 7. stigs prófinu á píanó og hafði nóg að spila fyrir hana. Ári síðar kvaddi hún. Ömmur mínar voru miklar vinkonur þegar þær hittust. Spjölluðu saman, brostu og kinkuðu kolli. Ömmur eru nefnilega sérfræðingar í góðum samskiptum. Jafnvel þótt þær tali ekki sama tungumálið. Þær virtust skilja hvor aðra mjög vel. Ömmur eru ekki dómharðar. Þær gefa öllum séns. Eru þolinmóðar. Taka fólki opnum örmum, eins og það er. Það er ekki að ástæðulausu að hver einasti Íslendingur af minni kynslóð hefur prófað ömmupítsur. Þvílík markaðssetning. Þær hreinlega geta ekki verið annað en góðar. Þú verður að prófa þær. Ömmusnúðarnir hljóta líka að bragðast vel. Ömmuskotið í körfubolta er líka klassík. Ekki það fallegasta en það býr mikið öryggi og yfirvegun í skotinu. Gleðilegan ömmudag! Þær ömmur sem ég hef kynnst hafa aldrei sett sjálfar sig í fyrsta sætið. Þær hafa alltaf sett fjölskylduna í forgang. „Afsakið“ minnir mig að amma hafi sagt í hvert skipti þegar hún bar dýrindismat á borð fyrir gesti sína. Eins og eitthvað hafi verið til að afsaka. Það þurfti að biðja hana um að setjast og slaka á, svo mikilvægt þótti henni að allt væri til alls fyrir gesti sína. Fólkið hennar. Systir hennar er alveg eins. Tóta frænka sem ég hugsa eiginlega um sem ömmu mína í dag. Ólík systur sinni að sumu leyti en lík að mörgu leyti. Höfðingi heim að sækja, mikill karakter og yndisleg kona. Með sterkar skoðanir og skemmtilegt að spjalla við. Frábær amma og nýlega langamma líka. Ég held að við setjum ekki ömmur á nógu háan stall í samfélaginu. Við ættum að halda hátíðlegan ömmudag á hverju ári. Ömmur eiga það skilið. Hvaða dagsetning? Í mínum huga er 26. júní augljósa dagsetningin en ég efast ekki um að við getum komist að samkomulagi. Höfundur er fréttastjóri Vísis og ömmubarn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í dag hefði amma mín orðið hundrað ára. Besta amma í heimi. Kjaftæði segir þú kannski. Er amma þín sú besta? Það er líklega rétt hjá þér. Eins og mér. Ömmur eru einfaldlega langbestar. Ég man enn þá sjokkið þegar ég fékk þau tíðindi að amma mín væri látin. Í júní 1996. Þá hafði pabbi sótt mig út á flugvöll þar sem ég var á heimleið eftir ævintýraferð með vini mínum á Evrópumótið í fótbolta, hátt uppi eftir stórkostlega ferð. Í aðdraganda ferðarinnar fór amma mín á spítala. Hvað mig snerti var hún við hestaheilsu en eitthvað þurfti að skoða. Ekkert alvarlegt að mér skildist. Hún var 75 ára og aldrei neitt annað í stöðunni en að hún yrði hundrað ára, og alltaf til staðar. Það var svo ekki fyrr en við feðgarnir nálguðumst Straumsvík að ég hugsaði til ömmu minnar í fyrsta skipti í rúma viku. Hvernig hefur amma það? spurði ég kæruleysislega. Þá var ekið út í kant og mér færðar fregnirnar að hún væri fallin frá. Hættulítil aðgerð hafði því miður ekki staðið undir nafni. Á augnabliki var líf mitt gjörbreytt. Minningarnar af heimsóknum mínum til ömmu Vilborgar og afa Halldórs í Hamrahlíð eru yndislegar. Og mjög margar. Mér tekst ekki að rifja upp neitt nema jákvætt þaðan. Fiskibollurnar hennar ömmu, jólasmákökurnar hennar ömmu, knúsin hennar ömmu og hrósin hennar ömmu. Alltaf var maður velkominn, hvort sem var til að læra, borða eða gista. Alltaf var maður settur í fyrsta sæti. Amma hlustaði. Gagnrýni var ekki til. Aðrir sáu um það. Amma var bara góð. Mjög góð. Mamma verður amma Núna er mamma mín orðin amma og hefur verið það í tíu ár. Ég efast ekki augnablik um að hugur barnabarnanna fimm til ömmu sinnar sé eins og minn var til ömmu minnar. Eins og mamma sín heldur mamma mín, amma barnanna minna, fjölskyldunni saman. Er í algjöru lykilhlutverki. Hugsar um hag barnabarnanna á hverjum degi. Man alla afmælisdaga. Býður í kvöldverði. Hóar fjölskyldunni saman. Bjargar jólunum. Reddar börnunum. Gerir lífið svo miklu betra. Ég eins og flestir átti reyndar tvær ömmur. Tvær frábærar ömmur. Önnur bjó reyndar í Skotlandi og á ég ljúfar minningar af stundum með henni bæði í heimsóknum hennar hingað og svo okkar utan. Oft um jólin eða á sumrin. Sérstaklega minnisstæð er vikuheimsókn vorið 2002 í aðdraganda stúdentsprófanna í MR þegar ég skaust utan og dvaldi einn hjá henni, háaldraðri í fallega húsinu hennar í skoska þorpinu Stow. Hún var mikill tónlistarunnandi og ég var einmitt að ljúka 7. stigs prófinu á píanó og hafði nóg að spila fyrir hana. Ári síðar kvaddi hún. Ömmur mínar voru miklar vinkonur þegar þær hittust. Spjölluðu saman, brostu og kinkuðu kolli. Ömmur eru nefnilega sérfræðingar í góðum samskiptum. Jafnvel þótt þær tali ekki sama tungumálið. Þær virtust skilja hvor aðra mjög vel. Ömmur eru ekki dómharðar. Þær gefa öllum séns. Eru þolinmóðar. Taka fólki opnum örmum, eins og það er. Það er ekki að ástæðulausu að hver einasti Íslendingur af minni kynslóð hefur prófað ömmupítsur. Þvílík markaðssetning. Þær hreinlega geta ekki verið annað en góðar. Þú verður að prófa þær. Ömmusnúðarnir hljóta líka að bragðast vel. Ömmuskotið í körfubolta er líka klassík. Ekki það fallegasta en það býr mikið öryggi og yfirvegun í skotinu. Gleðilegan ömmudag! Þær ömmur sem ég hef kynnst hafa aldrei sett sjálfar sig í fyrsta sætið. Þær hafa alltaf sett fjölskylduna í forgang. „Afsakið“ minnir mig að amma hafi sagt í hvert skipti þegar hún bar dýrindismat á borð fyrir gesti sína. Eins og eitthvað hafi verið til að afsaka. Það þurfti að biðja hana um að setjast og slaka á, svo mikilvægt þótti henni að allt væri til alls fyrir gesti sína. Fólkið hennar. Systir hennar er alveg eins. Tóta frænka sem ég hugsa eiginlega um sem ömmu mína í dag. Ólík systur sinni að sumu leyti en lík að mörgu leyti. Höfðingi heim að sækja, mikill karakter og yndisleg kona. Með sterkar skoðanir og skemmtilegt að spjalla við. Frábær amma og nýlega langamma líka. Ég held að við setjum ekki ömmur á nógu háan stall í samfélaginu. Við ættum að halda hátíðlegan ömmudag á hverju ári. Ömmur eiga það skilið. Hvaða dagsetning? Í mínum huga er 26. júní augljósa dagsetningin en ég efast ekki um að við getum komist að samkomulagi. Höfundur er fréttastjóri Vísis og ömmubarn.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun