Stjórnvöld fylgjast náið með stöðu Icelandair Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 25. júní 2020 20:35 Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Flugfreyjur skrifuðu undir kjarasamning við félagið í gær en forstjóri félagsins segir stór mál enn vera óleyst. Samningurinn sem flugfreyjufélag Íslands skrifaði undir í nótt er langur að kröfu Icelandari, eða til fimm ára og gildir til 30. september 2025. „Við erum að taka þátt í því að stækka leiðakerfið, með því að fljúga lengra á hverri flugvakt og aðra þætti sem stuðla að möguleika á sveigjanleika,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Samningurinn verður kynntur og lagður í atkvæði félagsmanna á föstudag. Niðurstaða á að liggja fyrir í næstu viku. Kjarasamningar við flugstéttir eru einn fjögurra þátta sem þurfa að skýrast fyrir mánudag, þegar hlutafjárútboð félagsins hefst. Hinir varða viðræður við stjórnvöld, Boeing, vegna Max-vélanna og lánadrottna. „Við verðum að hafa myndina skýra á mánudag. Við erum náttúrulega búin að vera í næstum því algjörum tekjubresti í alllangan tíma og það er ekkert fyrirtæki í heiminum sem þolir slíkt í marga mánuði,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi segir stærsta málið nú að ná fram breyttum kjörum í samningum við lánadrottna. Einhverjar viðræður þar gangi hægar en aðrar. Það er að aðlaga greiðsluflæði til lánadrottna að sjóðsstreyminu eins og við sjáum það á næstu mánuðum og árum.“ Stefnt er að því að safna 29 milljörðum króna í útboðinu sem stendur yfir frá mánudeginum næsta til fimmtudags. Bogi segir ekkert fast í hendi hvað það varðar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau séu tilbúin að ábyrgjast lánalínu til félagsins gangi útboðið eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu fylgjast stjórnvöld náið með framvindu útboðsins og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins þar sem metið er til hvaða ráða þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Flugfreyjur skrifuðu undir kjarasamning við félagið í gær en forstjóri félagsins segir stór mál enn vera óleyst. Samningurinn sem flugfreyjufélag Íslands skrifaði undir í nótt er langur að kröfu Icelandari, eða til fimm ára og gildir til 30. september 2025. „Við erum að taka þátt í því að stækka leiðakerfið, með því að fljúga lengra á hverri flugvakt og aðra þætti sem stuðla að möguleika á sveigjanleika,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Samningurinn verður kynntur og lagður í atkvæði félagsmanna á föstudag. Niðurstaða á að liggja fyrir í næstu viku. Kjarasamningar við flugstéttir eru einn fjögurra þátta sem þurfa að skýrast fyrir mánudag, þegar hlutafjárútboð félagsins hefst. Hinir varða viðræður við stjórnvöld, Boeing, vegna Max-vélanna og lánadrottna. „Við verðum að hafa myndina skýra á mánudag. Við erum náttúrulega búin að vera í næstum því algjörum tekjubresti í alllangan tíma og það er ekkert fyrirtæki í heiminum sem þolir slíkt í marga mánuði,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi segir stærsta málið nú að ná fram breyttum kjörum í samningum við lánadrottna. Einhverjar viðræður þar gangi hægar en aðrar. Það er að aðlaga greiðsluflæði til lánadrottna að sjóðsstreyminu eins og við sjáum það á næstu mánuðum og árum.“ Stefnt er að því að safna 29 milljörðum króna í útboðinu sem stendur yfir frá mánudeginum næsta til fimmtudags. Bogi segir ekkert fast í hendi hvað það varðar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau séu tilbúin að ábyrgjast lánalínu til félagsins gangi útboðið eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu fylgjast stjórnvöld náið með framvindu útboðsins og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins þar sem metið er til hvaða ráða þurfi að grípa gangi það ekki eftir.
Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun