Af hverju kýs ég Guðmund Franklín? Stefán Páll Páluson skrifar 26. júní 2020 12:00 Undanfarin ár hefur almenningur risið reglulega upp gegn ríkisstjórninni vegna vinnubragða þeirra; öryrkjar, eldri borgarar ofl. Ég er öryrki. Þingmenn, ráðherrar og í raun svo gott sem allir þeir sem koma að okkar málum hafa annaðhvort svikið gefin loforð eða einfaldlega ekki náð neinum árangri. Hver er ástæðan? Það er ekki vilji innan þings né ríkisstjórnar að leiðrétta skerðingar, loforð sem gefið var 2009, leiðrétting átti að fara fram 2011. Það vita það allir að lífeyrisskerðingar eru ólögmætar. Þessa sögu þekkja allir. Í þessarri stöðu er mikilvægt að hafa í huga að við almenningur eigum verkfæri í kistunni sem við getum notað og það verkfæri er Forseti Íslands. Þetta verkfæri hefur nú ekki verið notað í þágu almennings í 4 ár. Guðmundur Franklín er einstaklingur sem ég treysti til að beita bæði beinum og óbeinum áhrifum forsetaembættisins í þágu okkar öryrkja og eldri borgara. En það er ekki bara málefni öryrkja og eldri borgara sem ráða minni för, ég á börn sem munu erfa landið, börn sem ég vill skilja eftir í betra samfélagi með einstaklinga við stjórn sem láta sér öll málefni almennings varða eins og t.d. orku- og sjávarauðlindir. Að gefa einstaka einstaklingum yfirráð yfir þessum auðlindum er án efa stærstu mistök sem við getum gert. Guðmundur Franklín er sá maður sem hefur kjark til að takast á við það verkefni svo ekki verði úr stórslys sem börnin mín og ykkar munu greiða fyrir ef illa fer. Alls 11% treysta ríkisstjórninni fullkomlega, 22,1% treystir henni mjög vel, og 26,6% treysta henni frekar vel.(samkvæmt þjóðarpúls Gallup) Það er því einmitt núna meira en nokkru sinni fyrr sem við þurfum kjarkmikin forseta, forseta sem beitir beinum og óbeinum áhrifum sínum til að vernda rétt okkar almennings. Kjarkmikill, ákveðin og óhræddur við að rísa upp gegn hagsmunaöflum eru bara nokkrir góðir kostir við Guðmund Franklín sem munu gera hann að góðum forseta. Við þurfum forseta sem hefur tekið þátt í lífinu en ekki bara lesið um það. Við þurfum forseta sem veit hvað það er að missa allt. Við þurfum forseta sem þekkir erfiðleikana sem koma upp við það endurreisa sig. Forsetaembættið snýst nefnilega ekki um að sýna vöðvana og vekja upp ótta. Hver sá sem heldur slíku fram veit ekki ekki hvað forsetaembættið er og gengur erinda hagsmunaafla sem við viljum ekki að stjórni þeim forseta sem við kjósum okkur í lýðræðislegum kosningum. Ekki láta neinn blekkja ykkur í að halda það að embættið sé gagnslaust. Ef svo væri þá værum við ekki með forseta enda tilgangslaust að vera með einstakling á launum við að gera ekkert annað en að ganga erinda alþingis. Ég kýs með lýðræði gegn hagsmunaöflum. Ég kýs Guðmund Franklín svo börnin mín búi í betra samfélagi. #minnforseti #Franklín2020 #fyrirbörninmín #klárlega Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur almenningur risið reglulega upp gegn ríkisstjórninni vegna vinnubragða þeirra; öryrkjar, eldri borgarar ofl. Ég er öryrki. Þingmenn, ráðherrar og í raun svo gott sem allir þeir sem koma að okkar málum hafa annaðhvort svikið gefin loforð eða einfaldlega ekki náð neinum árangri. Hver er ástæðan? Það er ekki vilji innan þings né ríkisstjórnar að leiðrétta skerðingar, loforð sem gefið var 2009, leiðrétting átti að fara fram 2011. Það vita það allir að lífeyrisskerðingar eru ólögmætar. Þessa sögu þekkja allir. Í þessarri stöðu er mikilvægt að hafa í huga að við almenningur eigum verkfæri í kistunni sem við getum notað og það verkfæri er Forseti Íslands. Þetta verkfæri hefur nú ekki verið notað í þágu almennings í 4 ár. Guðmundur Franklín er einstaklingur sem ég treysti til að beita bæði beinum og óbeinum áhrifum forsetaembættisins í þágu okkar öryrkja og eldri borgara. En það er ekki bara málefni öryrkja og eldri borgara sem ráða minni för, ég á börn sem munu erfa landið, börn sem ég vill skilja eftir í betra samfélagi með einstaklinga við stjórn sem láta sér öll málefni almennings varða eins og t.d. orku- og sjávarauðlindir. Að gefa einstaka einstaklingum yfirráð yfir þessum auðlindum er án efa stærstu mistök sem við getum gert. Guðmundur Franklín er sá maður sem hefur kjark til að takast á við það verkefni svo ekki verði úr stórslys sem börnin mín og ykkar munu greiða fyrir ef illa fer. Alls 11% treysta ríkisstjórninni fullkomlega, 22,1% treystir henni mjög vel, og 26,6% treysta henni frekar vel.(samkvæmt þjóðarpúls Gallup) Það er því einmitt núna meira en nokkru sinni fyrr sem við þurfum kjarkmikin forseta, forseta sem beitir beinum og óbeinum áhrifum sínum til að vernda rétt okkar almennings. Kjarkmikill, ákveðin og óhræddur við að rísa upp gegn hagsmunaöflum eru bara nokkrir góðir kostir við Guðmund Franklín sem munu gera hann að góðum forseta. Við þurfum forseta sem hefur tekið þátt í lífinu en ekki bara lesið um það. Við þurfum forseta sem veit hvað það er að missa allt. Við þurfum forseta sem þekkir erfiðleikana sem koma upp við það endurreisa sig. Forsetaembættið snýst nefnilega ekki um að sýna vöðvana og vekja upp ótta. Hver sá sem heldur slíku fram veit ekki ekki hvað forsetaembættið er og gengur erinda hagsmunaafla sem við viljum ekki að stjórni þeim forseta sem við kjósum okkur í lýðræðislegum kosningum. Ekki láta neinn blekkja ykkur í að halda það að embættið sé gagnslaust. Ef svo væri þá værum við ekki með forseta enda tilgangslaust að vera með einstakling á launum við að gera ekkert annað en að ganga erinda alþingis. Ég kýs með lýðræði gegn hagsmunaöflum. Ég kýs Guðmund Franklín svo börnin mín búi í betra samfélagi. #minnforseti #Franklín2020 #fyrirbörninmín #klárlega
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar