Íþróttir og forsetaembættið Dr. Hafrún Kristjánsdóttir skrifar 26. júní 2020 15:51 Mikill meirihluti íslenskra barna og unglinga tekur þátt í skipulögðu íþróttastarfi á einhverjum tímapunkti í sínu lífi. Viðamiklar íslenskar rannsóknir á vegum Rannsókna og greiningar hafa ítrekað sýnt fram á mikilvægi þessa starfs fyrir börnin og unglingana okkar. Þau börn sem eru í skipulögðu íþróttastarfi eru ólíklegri til að drekka áfengi, þau reykja síður, nota síður nikótínvörur og þau eru ólíklegri til að neyta ólöglegra vímuefna en þeir sem ekki stunda skipulagt íþróttastarf. Íþróttaungmennin okkar eru líka með jákvæðari líkamsímynd, þeir meta andlega og líkamlega heilsu sína betri og líta framtíðina bjartari augum en þeir sem ekki taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Það sem meira er, langflestum börnunum finnst skemmtilegt að stunda íþróttir og þau eru ánægð með þjálfarana sína. Íslenskt íþróttastarf hefur ekki bara þessu ofboðslegu jákvæðu áhrif á ungmennin okkar heldur er fátt sem sameinar okkur Íslendinga betur er afreksíþróttafólkið okkar. Þegar strákarnir og stelpurnar okkar keppa fyrir Íslands hönd á stóra sviðinu þá gleymum við hinu daglega þrasi flykkjumst öll sem eitt á bak við okkar fólk og styðjum það af öllum okkar mætti. Við hyllum það líka þegar vel gengur, hyllum það ekki endilega fyrir að hafa sigrað, fengið gull, við hyllum það fyrir að hafa lagt sig alla fram, hafa aldrei gefist upp, sýnt vinnusemi og djörfung og dug. Okkar afreksfólk eru þannig góðar fyrirmyndir fyrir ungviðið, auka áhuga þeirra á að stunda íþróttir sem aftur eykur lífsgæði ungmennanna og lýðheilsu. Á laugardaginn fáum við tækifæri til að nýta þann dýrmæta rétt sem kosningarétturinn er. Þegar við kjósum forseta lýðveldisins erum við líka að kjósa verndara Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) en ÍSÍ og UMFÍ mynda íþróttahreyfingu landsins. Þar sem skipulagt íþróttastarf er svo afskaplega mikilvægt fyrir ungmennin okkar og okkur öll skiptir máli að forseti Íslands, verndari ÍSÍ og UMFÍ, sé einstaklingur sem hlúir að og sýnir íþróttahreyfingunni alla þá athygli og stuðning sem hún á skilið. Það hefur Guðni Th. Jóhannesson svo sannarlega gert síðustu fjögur ár og í raun alla tíð. Hann mætir á íþróttaviðburði hjá börnum sem og fullorðnum, afreksmönnum sem áhugamönnum. Hann hefur verið boðinn og búinn að styðja við íþróttastarf á allan þann hátt sem forseti getur. Vegna þessa og reyndar vegna margra annarra kosta Guðna Th. mun ég kjósa hann næstkomandi Laugardag og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti íslenskra barna og unglinga tekur þátt í skipulögðu íþróttastarfi á einhverjum tímapunkti í sínu lífi. Viðamiklar íslenskar rannsóknir á vegum Rannsókna og greiningar hafa ítrekað sýnt fram á mikilvægi þessa starfs fyrir börnin og unglingana okkar. Þau börn sem eru í skipulögðu íþróttastarfi eru ólíklegri til að drekka áfengi, þau reykja síður, nota síður nikótínvörur og þau eru ólíklegri til að neyta ólöglegra vímuefna en þeir sem ekki stunda skipulagt íþróttastarf. Íþróttaungmennin okkar eru líka með jákvæðari líkamsímynd, þeir meta andlega og líkamlega heilsu sína betri og líta framtíðina bjartari augum en þeir sem ekki taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Það sem meira er, langflestum börnunum finnst skemmtilegt að stunda íþróttir og þau eru ánægð með þjálfarana sína. Íslenskt íþróttastarf hefur ekki bara þessu ofboðslegu jákvæðu áhrif á ungmennin okkar heldur er fátt sem sameinar okkur Íslendinga betur er afreksíþróttafólkið okkar. Þegar strákarnir og stelpurnar okkar keppa fyrir Íslands hönd á stóra sviðinu þá gleymum við hinu daglega þrasi flykkjumst öll sem eitt á bak við okkar fólk og styðjum það af öllum okkar mætti. Við hyllum það líka þegar vel gengur, hyllum það ekki endilega fyrir að hafa sigrað, fengið gull, við hyllum það fyrir að hafa lagt sig alla fram, hafa aldrei gefist upp, sýnt vinnusemi og djörfung og dug. Okkar afreksfólk eru þannig góðar fyrirmyndir fyrir ungviðið, auka áhuga þeirra á að stunda íþróttir sem aftur eykur lífsgæði ungmennanna og lýðheilsu. Á laugardaginn fáum við tækifæri til að nýta þann dýrmæta rétt sem kosningarétturinn er. Þegar við kjósum forseta lýðveldisins erum við líka að kjósa verndara Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) en ÍSÍ og UMFÍ mynda íþróttahreyfingu landsins. Þar sem skipulagt íþróttastarf er svo afskaplega mikilvægt fyrir ungmennin okkar og okkur öll skiptir máli að forseti Íslands, verndari ÍSÍ og UMFÍ, sé einstaklingur sem hlúir að og sýnir íþróttahreyfingunni alla þá athygli og stuðning sem hún á skilið. Það hefur Guðni Th. Jóhannesson svo sannarlega gert síðustu fjögur ár og í raun alla tíð. Hann mætir á íþróttaviðburði hjá börnum sem og fullorðnum, afreksmönnum sem áhugamönnum. Hann hefur verið boðinn og búinn að styðja við íþróttastarf á allan þann hátt sem forseti getur. Vegna þessa og reyndar vegna margra annarra kosta Guðna Th. mun ég kjósa hann næstkomandi Laugardag og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar