Sólveig Anna gagnrýnir Liverpool-mynd Katrínar Sylvía Hall skrifar 26. júní 2020 21:12 Sólveig Anna segir það sjálfsagt að forsætisráðherra ræði áhugamál sín en í ljósi aðstæðna hafi það verið óviðeigandi. Vilhelm/Twitter Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki við hæfi að forsætisráðherra hafi birt mynd af sér að fagna Englandsmeistaratitli Liverpool í gær þegar fólk var í lífshættu eftir eldsvoðann á Bræðraborgarstíg. Henni sé velkomið að skrifa færslur um áhugamál sín en í ljósi aðstæðna hafi hún frekar átt að beina athyglinni að þeim harmleik sem átti sér stað. „Mér finnst ekki við hæfi að forsætisráðherra birti færslu um fótboltaleik þegar að fólk er slasað og í lífshættu eftir skelfilegan eldsvoða, en þannig var staðan í gærkvöld, og þegar slökkviliðsfólk hefur lagt sig í mikla hættu við að reyna að bjarga þeim sem föst voru inn í húsinu,“ skrifar Sólveig Anna á Facebook-síðu sína. Finally! Congratulations my dear boys and Klopp and to us all! Lets all remember to keep walking on with hope in our hearts! #YNWA pic.twitter.com/lADvH4tT4r— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) June 25, 2020 Hún segir valdafólk landsins hafa frekar átt að viðurkenna þau samfélagslegu vandamál sem hafa fengið að „grassera meira og minna óáreitt“ undir fallegu yfirborði landsins. Þrátt fyrir að Ísland sé norrænt velferðarsamfélag sé stór hópur fólks verulega jaðarsett. „Þetta fólk á það líka skilið að ráðamanneskjur hér viðurkenni tilvist þeirra. Fólkið í óíbúðarhæfu húsunum og iðnaðarhúsunum þarf mest á því að halda af öllum að með þeim sé staðið af þeim sem geta sannarlega breytt samfélaginu, og tilvera þeirra gerð mannsæmandi og góð.“ Þá gagnrýnir Sólveig Anna aðbúnað verkafólks hér á landi og segir aðstæður þeirra vera til skammar. Hún tekur undir orð Drífu Snædal þar sem hún gagnrýndi að meira púður færi í að elta uppi verkafólk en að taka á glæpamönnum og óheiðarlegum atvinnurekendum. Sérstakur bíll hefði það hlutverk að leita fólk uppi á meðan „atvinnurekendur sem nýta sér bága stöðu þessa hóps fá bókstaflega frítt spil“. Hún segist hafa nóg af yfirborðskenndri stemningu stjórnvalda og fullyrðingum að allir séu saman í liði. Þess vegna leyfi hún sér að gagnrýna myndbirtinguna. „Ég vil að við fókuserum á og tölum um það sem máli skiptir. Það er löngu tímabært.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35 Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23 Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. 26. júní 2020 19:31 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki við hæfi að forsætisráðherra hafi birt mynd af sér að fagna Englandsmeistaratitli Liverpool í gær þegar fólk var í lífshættu eftir eldsvoðann á Bræðraborgarstíg. Henni sé velkomið að skrifa færslur um áhugamál sín en í ljósi aðstæðna hafi hún frekar átt að beina athyglinni að þeim harmleik sem átti sér stað. „Mér finnst ekki við hæfi að forsætisráðherra birti færslu um fótboltaleik þegar að fólk er slasað og í lífshættu eftir skelfilegan eldsvoða, en þannig var staðan í gærkvöld, og þegar slökkviliðsfólk hefur lagt sig í mikla hættu við að reyna að bjarga þeim sem föst voru inn í húsinu,“ skrifar Sólveig Anna á Facebook-síðu sína. Finally! Congratulations my dear boys and Klopp and to us all! Lets all remember to keep walking on with hope in our hearts! #YNWA pic.twitter.com/lADvH4tT4r— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) June 25, 2020 Hún segir valdafólk landsins hafa frekar átt að viðurkenna þau samfélagslegu vandamál sem hafa fengið að „grassera meira og minna óáreitt“ undir fallegu yfirborði landsins. Þrátt fyrir að Ísland sé norrænt velferðarsamfélag sé stór hópur fólks verulega jaðarsett. „Þetta fólk á það líka skilið að ráðamanneskjur hér viðurkenni tilvist þeirra. Fólkið í óíbúðarhæfu húsunum og iðnaðarhúsunum þarf mest á því að halda af öllum að með þeim sé staðið af þeim sem geta sannarlega breytt samfélaginu, og tilvera þeirra gerð mannsæmandi og góð.“ Þá gagnrýnir Sólveig Anna aðbúnað verkafólks hér á landi og segir aðstæður þeirra vera til skammar. Hún tekur undir orð Drífu Snædal þar sem hún gagnrýndi að meira púður færi í að elta uppi verkafólk en að taka á glæpamönnum og óheiðarlegum atvinnurekendum. Sérstakur bíll hefði það hlutverk að leita fólk uppi á meðan „atvinnurekendur sem nýta sér bága stöðu þessa hóps fá bókstaflega frítt spil“. Hún segist hafa nóg af yfirborðskenndri stemningu stjórnvalda og fullyrðingum að allir séu saman í liði. Þess vegna leyfi hún sér að gagnrýna myndbirtinguna. „Ég vil að við fókuserum á og tölum um það sem máli skiptir. Það er löngu tímabært.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35 Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23 Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. 26. júní 2020 19:31 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35
Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23
Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. 26. júní 2020 19:31