Umræða um stóra gervigrasmálið: Meiddist alvarlega þrisvar og í öll skiptin á gervigrasi Ísak Hallmundarson skrifar 27. júní 2020 08:00 ,,Ég er sorgmæddur fyrir hönd Gunnars Þórs, sem lítur út fyrir að hafi verið að spila sinn síðasta leik á ferlinum og er með ónýtt hné. Það er kannski þessu gervigrasi að þakka sem við erum búnir að blóta í sand og ösku heillengi og algjörlega óþolandi að spila hér inni. Bæði við og Vængirnir vildum spila á KR-vellinum en samkvæmt einhverjum reglum KSÍ má það ekki, þannig ég er bara drullufúll,“ sagði Rúnar Kristinsson um hið umdeilda gervigras í Egilshöll eftir leik KR og Vængja Júpíters í Mjólkurbikarnum. Málið var til umræðu í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöldi. Gunnar Þór Gunnarsson í KR meiddist alvarlega í leiknum og er talið líklegt að meiðslin hafi endað knattspyrnuferil hans. Máni Pétursson veltir fyrir sér hvort að menn séu að spila á vitlausum skóm á gervigrasvöllum: ,,Það er minni slysahætta á gervigrasi heldur en almennilegum grasvelli, rannsóknir sýna það. En ég velti fyrir mér, margir eru að meiðast á gervigrasi og þá má velta fyrir sér hvort menn séu að spila bara á vitlausum skóm á þessu gervigrasi. Það eru til sérstakir gervigrasskór sem maður á að spila á. Ég ætla ekki að segja að Gunnar hafi verið á vitlausum skóm eða einhver annar, þetta getur líka hafa verið algjör óheppni.“ Hjörvar Hafliðason er ekki hrifinn af gervigrasvöllum á Íslandi og segist hafa meiðst þrisvar sinnum alvarlega á sínum ferli og í öll skiptin hafi það gerst á gervigrasi. ,,Einu sinni í handónýtri höll í Keflavík árið 2001, svo í Egilshöll árið 2003 og svo á handónýtu gervigrasi KR-inga árið 2007. Þetta eru einu skiptin sem það hefur komið eitthvað fyrir mig,“ sagði Hjörvar. Eins og kom fram í viðtali við Rúnar vildu bæði liðin frekar spila leikinn á heimavelli KR. ,,Það sem mér finnst alveg ótrúlegt atriði, fyrst bæði lið vildu færa leikinn, af hverju var ekki hægt að gera það? Ég bara næ því ekki,“ sagði Máni. KR Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
,,Ég er sorgmæddur fyrir hönd Gunnars Þórs, sem lítur út fyrir að hafi verið að spila sinn síðasta leik á ferlinum og er með ónýtt hné. Það er kannski þessu gervigrasi að þakka sem við erum búnir að blóta í sand og ösku heillengi og algjörlega óþolandi að spila hér inni. Bæði við og Vængirnir vildum spila á KR-vellinum en samkvæmt einhverjum reglum KSÍ má það ekki, þannig ég er bara drullufúll,“ sagði Rúnar Kristinsson um hið umdeilda gervigras í Egilshöll eftir leik KR og Vængja Júpíters í Mjólkurbikarnum. Málið var til umræðu í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöldi. Gunnar Þór Gunnarsson í KR meiddist alvarlega í leiknum og er talið líklegt að meiðslin hafi endað knattspyrnuferil hans. Máni Pétursson veltir fyrir sér hvort að menn séu að spila á vitlausum skóm á gervigrasvöllum: ,,Það er minni slysahætta á gervigrasi heldur en almennilegum grasvelli, rannsóknir sýna það. En ég velti fyrir mér, margir eru að meiðast á gervigrasi og þá má velta fyrir sér hvort menn séu að spila bara á vitlausum skóm á þessu gervigrasi. Það eru til sérstakir gervigrasskór sem maður á að spila á. Ég ætla ekki að segja að Gunnar hafi verið á vitlausum skóm eða einhver annar, þetta getur líka hafa verið algjör óheppni.“ Hjörvar Hafliðason er ekki hrifinn af gervigrasvöllum á Íslandi og segist hafa meiðst þrisvar sinnum alvarlega á sínum ferli og í öll skiptin hafi það gerst á gervigrasi. ,,Einu sinni í handónýtri höll í Keflavík árið 2001, svo í Egilshöll árið 2003 og svo á handónýtu gervigrasi KR-inga árið 2007. Þetta eru einu skiptin sem það hefur komið eitthvað fyrir mig,“ sagði Hjörvar. Eins og kom fram í viðtali við Rúnar vildu bæði liðin frekar spila leikinn á heimavelli KR. ,,Það sem mér finnst alveg ótrúlegt atriði, fyrst bæði lið vildu færa leikinn, af hverju var ekki hægt að gera það? Ég bara næ því ekki,“ sagði Máni.
KR Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira