Faraldurinn „alvarlegt vandamál“ í Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 26. júní 2020 23:11 Anthony Fauci hefur leitt smitvarnateymi Hvíta hússins. Vísir/Getty Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á blaðamannafundi Hvíta hússins í dag. Hann segir ljóst að kórónuveirufaraldurinn sé alvarlegt vandamál í Bandaríkjunum og allir þurfi að leggjast á eitt til þess að komast í gegnum hann. Um tvær og hálf milljón kórónuveirusýkingar hafa verið staðfestar í Bandaríkjunum og tæplega 125 þúsund hafa látist og hefur landið farið einna verst út úr faraldrinum á heimsvísu. Fjörutíu þúsund greindust með veiruna á fimmtudag og er það mesti fjöldi á einum degi frá því að faraldurinn hófst. Sérfræðingar telja fjölda smitaðra geta verið enn hærri og gera þeir jafnvel ráð fyrir því að um 20 milljónir hafi nú þegar smitast. Það er tífalt hærri tala en fjöldi staðfestra smita. Aðgerðastjórn Hvíta hússins hvatti ungt fólk til þess að fara í sýnatöku þrátt fyrir að vera einkennalaus. Fjölgun smita sé verulegt áhyggjuefni og það þurfi allir að leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Þá er vonast til að frekari sýnatökur geti gripið tilfellin fyrr, en talið er að tilslakanir í sumum ríkjum hafi leitt til þess að smit fór að dreifast frekar í samfélaginu. Fólk er því hvatt til þess að gæta að einstaklingsbundnum smitvörnum og var fólk beðið um að líta á það sem samfélagslega ábyrgð sína. Í Texas, Flórída og Arizona hefur áætlunum um tilslakanir á samkomubönnum verið slegið á frest vegna þess hversu mörg tilfelli hafa greinst undanfarna daga og hversu margir hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Háskólinn í Washington áætlar að 180 þúsund verði látnir vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í október, en sú tala gæti farið niður í 146 þúsund ef fólk notar andlitsgrímur. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ólíklegt að Bandaríkin teljist til öruggra landa Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. 24. júní 2020 19:05 Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. 24. júní 2020 15:57 Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Sjá meira
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á blaðamannafundi Hvíta hússins í dag. Hann segir ljóst að kórónuveirufaraldurinn sé alvarlegt vandamál í Bandaríkjunum og allir þurfi að leggjast á eitt til þess að komast í gegnum hann. Um tvær og hálf milljón kórónuveirusýkingar hafa verið staðfestar í Bandaríkjunum og tæplega 125 þúsund hafa látist og hefur landið farið einna verst út úr faraldrinum á heimsvísu. Fjörutíu þúsund greindust með veiruna á fimmtudag og er það mesti fjöldi á einum degi frá því að faraldurinn hófst. Sérfræðingar telja fjölda smitaðra geta verið enn hærri og gera þeir jafnvel ráð fyrir því að um 20 milljónir hafi nú þegar smitast. Það er tífalt hærri tala en fjöldi staðfestra smita. Aðgerðastjórn Hvíta hússins hvatti ungt fólk til þess að fara í sýnatöku þrátt fyrir að vera einkennalaus. Fjölgun smita sé verulegt áhyggjuefni og það þurfi allir að leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Þá er vonast til að frekari sýnatökur geti gripið tilfellin fyrr, en talið er að tilslakanir í sumum ríkjum hafi leitt til þess að smit fór að dreifast frekar í samfélaginu. Fólk er því hvatt til þess að gæta að einstaklingsbundnum smitvörnum og var fólk beðið um að líta á það sem samfélagslega ábyrgð sína. Í Texas, Flórída og Arizona hefur áætlunum um tilslakanir á samkomubönnum verið slegið á frest vegna þess hversu mörg tilfelli hafa greinst undanfarna daga og hversu margir hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Háskólinn í Washington áætlar að 180 þúsund verði látnir vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í október, en sú tala gæti farið niður í 146 þúsund ef fólk notar andlitsgrímur.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ólíklegt að Bandaríkin teljist til öruggra landa Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. 24. júní 2020 19:05 Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. 24. júní 2020 15:57 Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Sjá meira
Ólíklegt að Bandaríkin teljist til öruggra landa Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. 24. júní 2020 19:05
Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. 24. júní 2020 15:57
Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44