Kraftlyfingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson bætti í dag sitt eigið heimsmet í réttstöðulyftu á fyrsta móti ársins.
Keppt var í Fagralundi í dag og gerði Júlían sér lítið fyrir og lyfti heilum 409 kílóum í réttstöðulyftunni.
Hann átti heimsmetið fyrir lyftu dagsins en heimsmetið var 405,5 kíló og bætti hann því heimsmetið um þrjú og hálft kíló.
Mótið er þó ekki á vegum alþjóðasambands kraftlyftinga og er því ekki skráð opinberlega.
Heimsmet féll í Fagralundi í dag þegar @JkjJulian bætti eigið met og reif upp 409 kg! pic.twitter.com/XyvthUhdBG
— Þórður (@doddeh) June 27, 2020