„Tíu prósent er bara stórsigur fyrir mig“ Atli Ísleifsson skrifar 27. júní 2020 23:57 Guðmundur Franklín Jónsson er sáttur. Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi segist lítast mjög vel á tölurnar sem hafi verið birtar það sem af er kvöldi. „Tíu prósent er bara stórsigur fyrir mig.“ Guðmundur segist vilja þakka sínum stuðningsmönnum og sínum kjósendum. „Þeim sem kusu mig, þetta eru mörg þúsund manns. Nóttin er ung og þetta getur farið upp. Ég vonast náttúrulega til að þetta verði tveggja stafa tala sem eru skýr skilaboð: Hver einasta atkvæði er atkvæði gegn spillingu.“ Er þetta í samræmi við það sem þú bjóst við? „Ég bjóst nú við aðeins minna, eins og Gallupkannanirnar sögðu til þannig að þetta er, kannski, fer fram úr björtustu vonum.“ Þú ert ennþá pínu bjartsýnn? „Já, ég er alltaf bjartsýnn. Kannski fer þetta upp í tólf prósent, „who knows“.“ Hvernig var dagurinn? „Ég fór út úr bænum og gat farið í heitan pott og svona, slappað af. Ég slökkti á símanum. Ég er með svona 500 skilaboð sem ég þarf að svara. Þetta er búið að vera ágætt. Ég fer í að svara skilaboðum núna. […] Ég var að koma úr sveitinni fyrir tveimur tímum síðan. Núna er ég að tala við ykkur og ég veit ekki hvað ég geri næst.“ Miðað við þessa útkomu, er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi í kosningabaráttunni? „Ekki neitt. Ég er búinn að skoða landið, þetta fallega land sem við eigum. Búinn að hitta fullt af fólki. Þið sjáið það að 10 prósent af þjóðinni er sammála mér og tíu prósent af þjóðinni er á móti spillingu. Það segir eitthvað. En ég ætla að óska forsetanum til lukku með sigurinn – það hlýtur að vera sigur – og gangi honum vel. Hann verður að hlusta á þjóðina sína.“ Hvað tekur við hjá Guðmundi Franklín? „Ég veit það ekki. Maður fær náttúrulega ekki allt sem maður biður um. Stundum rífa örlaganornirnar í hnakkadrambið á þér og ætla þér eitthvað annað. Þannig að ég veit það ekki.“ Heldurðu að þessi kosningabarátta komi til með að færa þér ný og spennandi tækifæri? „Það gerist alltaf. Ég veit ekki hvað það verður. Maður veit aldrei neitt fyrirfram.“ Þú ert frekar sáttur? „Ég er mjög sáttur og í rauninni er ég alveg rífandi glaður.“ Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir „Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. 27. júní 2020 23:25 Fyrstu tölur benda til stórsigurs Guðna Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi benda til þess að Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, muni fara með nokkuð öruggan sigur af hólmi í forsetakosningunum sem nú standa yfir. 27. júní 2020 22:23 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi segist lítast mjög vel á tölurnar sem hafi verið birtar það sem af er kvöldi. „Tíu prósent er bara stórsigur fyrir mig.“ Guðmundur segist vilja þakka sínum stuðningsmönnum og sínum kjósendum. „Þeim sem kusu mig, þetta eru mörg þúsund manns. Nóttin er ung og þetta getur farið upp. Ég vonast náttúrulega til að þetta verði tveggja stafa tala sem eru skýr skilaboð: Hver einasta atkvæði er atkvæði gegn spillingu.“ Er þetta í samræmi við það sem þú bjóst við? „Ég bjóst nú við aðeins minna, eins og Gallupkannanirnar sögðu til þannig að þetta er, kannski, fer fram úr björtustu vonum.“ Þú ert ennþá pínu bjartsýnn? „Já, ég er alltaf bjartsýnn. Kannski fer þetta upp í tólf prósent, „who knows“.“ Hvernig var dagurinn? „Ég fór út úr bænum og gat farið í heitan pott og svona, slappað af. Ég slökkti á símanum. Ég er með svona 500 skilaboð sem ég þarf að svara. Þetta er búið að vera ágætt. Ég fer í að svara skilaboðum núna. […] Ég var að koma úr sveitinni fyrir tveimur tímum síðan. Núna er ég að tala við ykkur og ég veit ekki hvað ég geri næst.“ Miðað við þessa útkomu, er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi í kosningabaráttunni? „Ekki neitt. Ég er búinn að skoða landið, þetta fallega land sem við eigum. Búinn að hitta fullt af fólki. Þið sjáið það að 10 prósent af þjóðinni er sammála mér og tíu prósent af þjóðinni er á móti spillingu. Það segir eitthvað. En ég ætla að óska forsetanum til lukku með sigurinn – það hlýtur að vera sigur – og gangi honum vel. Hann verður að hlusta á þjóðina sína.“ Hvað tekur við hjá Guðmundi Franklín? „Ég veit það ekki. Maður fær náttúrulega ekki allt sem maður biður um. Stundum rífa örlaganornirnar í hnakkadrambið á þér og ætla þér eitthvað annað. Þannig að ég veit það ekki.“ Heldurðu að þessi kosningabarátta komi til með að færa þér ný og spennandi tækifæri? „Það gerist alltaf. Ég veit ekki hvað það verður. Maður veit aldrei neitt fyrirfram.“ Þú ert frekar sáttur? „Ég er mjög sáttur og í rauninni er ég alveg rífandi glaður.“
Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir „Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. 27. júní 2020 23:25 Fyrstu tölur benda til stórsigurs Guðna Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi benda til þess að Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, muni fara með nokkuð öruggan sigur af hólmi í forsetakosningunum sem nú standa yfir. 27. júní 2020 22:23 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
„Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. 27. júní 2020 23:25
Fyrstu tölur benda til stórsigurs Guðna Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi benda til þess að Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, muni fara með nokkuð öruggan sigur af hólmi í forsetakosningunum sem nú standa yfir. 27. júní 2020 22:23