Vildi vekja fólk til umhugsunar Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2020 10:39 Guðmundur Franklín Jónsson. Vísir/Vilhelm „Þetta var löng nótt en í rauninni komu úrslitin ansi snemma í ljós,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, flissandi. Hann var í beinni útsendingu á Facebooksíðu sinni í morgun þar sem hann fór yfir kosningabaráttunna og hverju framboð hans hefði áorkað. Guðmundur sagðist ánægður með kosninguna, þó hann hafi auðvitað viljað fá meira fylgi. Hann fékk 12.797 atkvæði eða 7,8 prósent. „Það sem ég vildi gera fyrst og fremst með þessu framboði var að vekja fólk til umhugsunar um hvað er í gangi í þessu þjóðfélagi,“ sagði Guðmundur í ávarpi sínu. Hann sagðist sömuleiðis hafa viljað passa upp á það að hér væru haldnar kosningar á fjögurra ára fresti. „Þetta á ekki að vera á færibandi og menn eiga að þurfa að hafa fyrir því og menn eiga að þurfa að svara fyrir síðastliðin fjögur ár eða þann tíma sem fólk hefur verið í embætti.“ Guðmundur sagðist klár á því að hann og stuðningsmenn hans hefðu opnað á ýmis mál og að Guðni myndi héðan í frá hugsa sig um áður en hann skrifar undir lög. Sömuleiðis hefðu þau haft töluverð áhrif á stjórnvöld, samkvæmt Guðmundi. Þau myndu ekki svo glatt selja ríkisfyrirtæki eins og Landsvirkjun. „Það er allavega eitthvað unnið með þessu framboði mínu,“ sagði Guðmundur. Þrettán þúsund manns hafi vaknað. Þetta væri einungis byrjunin því hann og stuðningsmenn hans eigi eftir að „vekja“ fleiri. Guðmundur þakkaði öllum þeim sem komu að kosningunum fyrir þeirra störf og þeim sem aðstoðuðu hann. Hann hélt áfram að tala um hverju framboð hans hefði áorkað og ræddi um þjóðaratkvæðagreiðslur. Nú myndi fylking hans og hvers sem tæki við af honum eiga auðveldara með að safna undirskriftum varðandi hin ýmsu málefni. Guðmundur sagði að Guðni Th. Jóhannesson, sem fékk 150.913 atkvæði eða 92,2 prósent, hafi gefið út að hann myndi setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslu ef tækist að safna 50 þúsund undirskriftum. „Hann ætlar sem sagt ekki að fara eftir stjórnarskránni. Hann ætlar að fara eftir sínu eigin hyggjuviti og biðja um 50 þúsund.“ Guðmundur sagði að það yrði ekkert vandamál ef selja ætti Landsvirkjun eða bankana. Undir lok Facebook-ávarpsins segist Guðmundur hafa verið að etja kappi við ofurefli. Allir fjölmiðlar hafi verið á móti framboði hans en hann hefði ekki búist við öðru. Öll „kosningamaskínan“, „fjórflokkurinn“ og „ESB-dótið“, hafi sömuleiðis verið á móti framboði hans. „Það er virkileg hræðsla í kerfinu og fyrir þá sem vilja stoppa ESB inngöngu er kannski vert að hugsa um að fyrst þau voru svona mikið á móti þessu, þá erum við kannski nær því að ganga þarna inn. Einhverra hluta vegna. Ég veit það ekki,“ sagði Guðmundur. Facebook-ávarp Guðmundar má sjá hér að neðan. Þar fór hann um víðan völl og talaði um efnahagsmál, iðnað, ferðaþjónustu og sérstöðu Íslands, svo eitthvað sé nefnt. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16 Samsæriskenningar og framandlegar fullyrðingar forsetaframbjóðanda Framandlegar kenningar um að afganskir karlmenn gætu reynt að komast inn í Kvennaathvarfið og að milljarðamæringurinn George Soros sé með áætlun um að loka öllum vefsíðum hægrimanna er á meðal þess sem forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson hefur haldið fram sem álitsgjafi á Útvarpi Sögu undanfarin ár. 16. júní 2020 09:00 Óvænt ein hatramasta forsetakosning sögunnar Ekkert sem Guðni hefið getað gert til að lægja þennan sinubruna sem Guðmundur Franklín er að kveikja. 22. júní 2020 11:34 Forsetaframbjóðandinn segir það bull og vitleysu að stuðningsmenn hans fari offari á samfélagsmiðlum Engar rannsóknir á meintri upplýsingaóreiðu nú í aðdraganda forsetakosninga. 23. júní 2020 12:37 Dáist að staðfestu Bandaríkjaforseta „Ég dáist að því að hann hefur staðið við kosningaloforðin sín,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi spurður út í meinta aðdáun sína á Bandaríkjaforseta, Donald Trump í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. 24. júní 2020 22:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
„Þetta var löng nótt en í rauninni komu úrslitin ansi snemma í ljós,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, flissandi. Hann var í beinni útsendingu á Facebooksíðu sinni í morgun þar sem hann fór yfir kosningabaráttunna og hverju framboð hans hefði áorkað. Guðmundur sagðist ánægður með kosninguna, þó hann hafi auðvitað viljað fá meira fylgi. Hann fékk 12.797 atkvæði eða 7,8 prósent. „Það sem ég vildi gera fyrst og fremst með þessu framboði var að vekja fólk til umhugsunar um hvað er í gangi í þessu þjóðfélagi,“ sagði Guðmundur í ávarpi sínu. Hann sagðist sömuleiðis hafa viljað passa upp á það að hér væru haldnar kosningar á fjögurra ára fresti. „Þetta á ekki að vera á færibandi og menn eiga að þurfa að hafa fyrir því og menn eiga að þurfa að svara fyrir síðastliðin fjögur ár eða þann tíma sem fólk hefur verið í embætti.“ Guðmundur sagðist klár á því að hann og stuðningsmenn hans hefðu opnað á ýmis mál og að Guðni myndi héðan í frá hugsa sig um áður en hann skrifar undir lög. Sömuleiðis hefðu þau haft töluverð áhrif á stjórnvöld, samkvæmt Guðmundi. Þau myndu ekki svo glatt selja ríkisfyrirtæki eins og Landsvirkjun. „Það er allavega eitthvað unnið með þessu framboði mínu,“ sagði Guðmundur. Þrettán þúsund manns hafi vaknað. Þetta væri einungis byrjunin því hann og stuðningsmenn hans eigi eftir að „vekja“ fleiri. Guðmundur þakkaði öllum þeim sem komu að kosningunum fyrir þeirra störf og þeim sem aðstoðuðu hann. Hann hélt áfram að tala um hverju framboð hans hefði áorkað og ræddi um þjóðaratkvæðagreiðslur. Nú myndi fylking hans og hvers sem tæki við af honum eiga auðveldara með að safna undirskriftum varðandi hin ýmsu málefni. Guðmundur sagði að Guðni Th. Jóhannesson, sem fékk 150.913 atkvæði eða 92,2 prósent, hafi gefið út að hann myndi setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslu ef tækist að safna 50 þúsund undirskriftum. „Hann ætlar sem sagt ekki að fara eftir stjórnarskránni. Hann ætlar að fara eftir sínu eigin hyggjuviti og biðja um 50 þúsund.“ Guðmundur sagði að það yrði ekkert vandamál ef selja ætti Landsvirkjun eða bankana. Undir lok Facebook-ávarpsins segist Guðmundur hafa verið að etja kappi við ofurefli. Allir fjölmiðlar hafi verið á móti framboði hans en hann hefði ekki búist við öðru. Öll „kosningamaskínan“, „fjórflokkurinn“ og „ESB-dótið“, hafi sömuleiðis verið á móti framboði hans. „Það er virkileg hræðsla í kerfinu og fyrir þá sem vilja stoppa ESB inngöngu er kannski vert að hugsa um að fyrst þau voru svona mikið á móti þessu, þá erum við kannski nær því að ganga þarna inn. Einhverra hluta vegna. Ég veit það ekki,“ sagði Guðmundur. Facebook-ávarp Guðmundar má sjá hér að neðan. Þar fór hann um víðan völl og talaði um efnahagsmál, iðnað, ferðaþjónustu og sérstöðu Íslands, svo eitthvað sé nefnt.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16 Samsæriskenningar og framandlegar fullyrðingar forsetaframbjóðanda Framandlegar kenningar um að afganskir karlmenn gætu reynt að komast inn í Kvennaathvarfið og að milljarðamæringurinn George Soros sé með áætlun um að loka öllum vefsíðum hægrimanna er á meðal þess sem forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson hefur haldið fram sem álitsgjafi á Útvarpi Sögu undanfarin ár. 16. júní 2020 09:00 Óvænt ein hatramasta forsetakosning sögunnar Ekkert sem Guðni hefið getað gert til að lægja þennan sinubruna sem Guðmundur Franklín er að kveikja. 22. júní 2020 11:34 Forsetaframbjóðandinn segir það bull og vitleysu að stuðningsmenn hans fari offari á samfélagsmiðlum Engar rannsóknir á meintri upplýsingaóreiðu nú í aðdraganda forsetakosninga. 23. júní 2020 12:37 Dáist að staðfestu Bandaríkjaforseta „Ég dáist að því að hann hefur staðið við kosningaloforðin sín,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi spurður út í meinta aðdáun sína á Bandaríkjaforseta, Donald Trump í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. 24. júní 2020 22:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16
Samsæriskenningar og framandlegar fullyrðingar forsetaframbjóðanda Framandlegar kenningar um að afganskir karlmenn gætu reynt að komast inn í Kvennaathvarfið og að milljarðamæringurinn George Soros sé með áætlun um að loka öllum vefsíðum hægrimanna er á meðal þess sem forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson hefur haldið fram sem álitsgjafi á Útvarpi Sögu undanfarin ár. 16. júní 2020 09:00
Óvænt ein hatramasta forsetakosning sögunnar Ekkert sem Guðni hefið getað gert til að lægja þennan sinubruna sem Guðmundur Franklín er að kveikja. 22. júní 2020 11:34
Forsetaframbjóðandinn segir það bull og vitleysu að stuðningsmenn hans fari offari á samfélagsmiðlum Engar rannsóknir á meintri upplýsingaóreiðu nú í aðdraganda forsetakosninga. 23. júní 2020 12:37
Dáist að staðfestu Bandaríkjaforseta „Ég dáist að því að hann hefur staðið við kosningaloforðin sín,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi spurður út í meinta aðdáun sína á Bandaríkjaforseta, Donald Trump í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. 24. júní 2020 22:56