Höfðingleg píanógjöf til Hússins á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. júní 2020 20:13 Íris og Glúmur að spila á píanóið í Húsinu á Eyrarbakka, sem er frá 1855. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Húsinu á Eyrarbakka hefur borist höfðingleg gjöf en það er píanó frá 1855. Píanóið var upphaflega í Húsinu í 35 ár og er nú komið heim aftur. Húsið á Eyrarbakka er hluti af Byggðasafni Árnesinga en hlutverk þess er að safna, skrásetja, varðveita og sýna muni, sem tengjast sögu Árnessýslu. Húsið, sem byggt var árið 1765 fyrir danska einokunarkaupmenn er í hópi elstu bygginga landsins en byggðasafnið tók við Húsinu árið 1995 að loknum viðamiklum viðgerðum. Nýlega barst Húsinu glæsileg gjöf en það er mjög merkilegt píanó og eitt af þeim elstu í landinu. Píanóið er reyndar rammfalskt en það mun jafna sig. „Það er verið að gefa Byggðasafni Árnesinga fyrsta píanóið, sem kom í Húsið á Eyrarbakka og það er smíðað 1855,“ segir Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga. Glúmur Gylfason, tónlistarmaður á Selfossi á heiðurinn af því að píanóið er nú komið aftur í Húsið en afi hans og amma áttu píanóið í þau 35 ár, sem það var í Húsinu en það voru þau hjónin Helga Friðrikka Vigfúsdóttir og Siggeir Torfason. „Þetta er frábær gjöf, það er mikill fengur fyrir safnið að fá píanóið og ég þarf að endurskrifa sögu Hússins um einn kafla,“ segir Lýður. „Ég æfði mig á þetta píanó þegar ég var strákur, krakki hjá ömmu minni, hún átti það. Það er hægt að spila svona músík á það í dag en það er spennandi að vita þegar búið verður að stemma það en það þarf að standa hérna dálítið fyrst og venjast þessu húsi,“segir Glúmur. „Þetta er mjög merkilegur gripur en það er allt öðruvísi en venjulegt píanó, svolítið öðruvísi hljómur, það er mjög gaman að spila á það,“ segir Íris Beata Dudziak 17 ára barnabarn Glúms Lýður Pálsson, safnvörður er hæstánægður með þá höfðinglegu gjöf, sem Byggðasafn Árnesinga var að fá, píanó frá 1955, sem er komið aftur „heim“ í Húsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Menning Tónlist Söfn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Húsinu á Eyrarbakka hefur borist höfðingleg gjöf en það er píanó frá 1855. Píanóið var upphaflega í Húsinu í 35 ár og er nú komið heim aftur. Húsið á Eyrarbakka er hluti af Byggðasafni Árnesinga en hlutverk þess er að safna, skrásetja, varðveita og sýna muni, sem tengjast sögu Árnessýslu. Húsið, sem byggt var árið 1765 fyrir danska einokunarkaupmenn er í hópi elstu bygginga landsins en byggðasafnið tók við Húsinu árið 1995 að loknum viðamiklum viðgerðum. Nýlega barst Húsinu glæsileg gjöf en það er mjög merkilegt píanó og eitt af þeim elstu í landinu. Píanóið er reyndar rammfalskt en það mun jafna sig. „Það er verið að gefa Byggðasafni Árnesinga fyrsta píanóið, sem kom í Húsið á Eyrarbakka og það er smíðað 1855,“ segir Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga. Glúmur Gylfason, tónlistarmaður á Selfossi á heiðurinn af því að píanóið er nú komið aftur í Húsið en afi hans og amma áttu píanóið í þau 35 ár, sem það var í Húsinu en það voru þau hjónin Helga Friðrikka Vigfúsdóttir og Siggeir Torfason. „Þetta er frábær gjöf, það er mikill fengur fyrir safnið að fá píanóið og ég þarf að endurskrifa sögu Hússins um einn kafla,“ segir Lýður. „Ég æfði mig á þetta píanó þegar ég var strákur, krakki hjá ömmu minni, hún átti það. Það er hægt að spila svona músík á það í dag en það er spennandi að vita þegar búið verður að stemma það en það þarf að standa hérna dálítið fyrst og venjast þessu húsi,“segir Glúmur. „Þetta er mjög merkilegur gripur en það er allt öðruvísi en venjulegt píanó, svolítið öðruvísi hljómur, það er mjög gaman að spila á það,“ segir Íris Beata Dudziak 17 ára barnabarn Glúms Lýður Pálsson, safnvörður er hæstánægður með þá höfðinglegu gjöf, sem Byggðasafn Árnesinga var að fá, píanó frá 1955, sem er komið aftur „heim“ í Húsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Menning Tónlist Söfn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira