Viðskipti innlent

Hvalur hf kaupir helming hluta­fjár í Ís­lenska gáma­fé­laginu

Atli Ísleifsson skrifar
Hjá Íslenska gámafélaginu og dótturfélögum þess starfa um 300 manns.
Hjá Íslenska gámafélaginu og dótturfélögum þess starfa um 300 manns. Íslenska gámafélagið

Hvalur hf. hefur fest kaup á helmingi hlutafjár í Íslenska gámafélaginu ehf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenska gámafélaginu. Þar segir að eftir viðskiptin séu hluthafar í Íslenska gámafélaginu, Hvalur hf. og Gufunes ehf. með jafnan hlut.

„Jón Þórir Frantzson og Ólafur Thordersen starfa áfram sem forstjóri og aðstoðarforstjóri félagsins. Í tilkynningu vegna kaupanna kemur fram að kaupverðið sé trúnaðarmál.

Hjá Íslenska gámafélaginu og dótturfélögum þess starfa um 300 manns, en aðalstarfsemi Íslenska gámafélagsins er almenn sorphirða og útleiga á gámum, bifreiðum og tækjum ásamt útflutningi á hráefni til endurvinnslu og orkunýtingar. Velta félagsins eru rúmir 5 milljarðar króna, en heildareignir þess námu um 6 milljörðum í lok árs 2019. Viðskiptavinir eru um 4.500 talsins og samanstanda af um 2.800 fyrirtækjum og stofnunum, 1.700 einstaklingum og 23 sveitarfélögum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×