Fótboltakonan í Breiðabliki smitaðist í Bandaríkjunum Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2020 14:47 Kári hefur rakið smitið, greint veiruna að teknu tilliti til stökk breytinga og telur sig nú geta fullyrt með óyggjandi hætti að smitið sé frá Bandaríkjunum komið. visir/vilhelm/Bára Dröfn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að nú liggi fyrir að fótboltakonan úr Breiðabliki hafi smitast í Bandaríkjunum. Um tíma leit út fyrir að svo væri ekki en smitrakning auk greining á stökkbreytingu veirunnar leiði þetta í ljós. „Endanlegt svar fengum við svo með því að raðgreina veiruna úr öllum þremur smituðu einstaklingunum, fótboltakonunni, fótboltamanninum og vinkonunni. Það vill nefnilega svo til að veiran bætir á sig stökkbreytingum þegar hún flyst á milli einstaklinga og þótt stökkbreytingatíðni hennar sé ekki mikil er hún búin að smita í það minnsta 10 milljón manns í þessum heimi og því er úr nógu að velja,“ segir Kári í afar athyglisverðri grein sem finna má á Vísi. Smitaðist af sambýliskonunni Þar rekur Kári af mikilli nákvæmni hvernig smitrakningin fór um víðan völl, hvaðan smitið ætti uppruna sinn en það reyndist svo við greiningu veirunnar sem hið rétta í ljós. Stökkbreytingarnar raðast í mynstur sem verða hægt og hægt nokkuð einkennandi fyrir landsvæði. „Veiran í öllum þremur er með sama mynstur og er það án nokkurs vafa frá Bandaríkjunum þannig að atburðarrásin var óyggjandi eftirfarandi: Fótboltakonan smitaðist í Bandaríkjunum og það er ljóst að hún smitaðist af sambýliskonunni en ekki sambýliskonan af henni vegna þess að fótboltakonan var með svo lítið magn af veirunni þegar hún kom til landsins að hún fannst ekki. Síðan fjölgaði veiran sér í nef-og munnholi hennar og hún varð smitandi og smitaði vinkonuna og fótboltamanninn,“ segir Kári. Nú er verið að leita að fleirum sem kynnu að hafa smitast af þeim þremur en einn fannst í dag, 28. júní. Náð þremur en misst einn Kári bendir á mikilvægi þess að forsendur breyti ályktunum. Með því að taka góða sögu af sýktum einstaklingum og beita víðtækri skimun, smitrakningu, mótefnamælingu og raðgreiningu er hægt að sækja nokkuð nákvæman skilning á því sem er að gerast og bregðast við því. Veiruprófið sé ekki fullkomið og erfitt sé að finna veiruna áður en hún hefur náð fótfestu. Skipmun á landamærum minnkar mjög líkurnar á því að smitandi einstaklingar komist inn í landið án þess að fara í einangrun. „Við höfum til þessa náð þremur og misst einn þannig að af okkar takmörkuðu reynslu hefur skimunin fækkað tilfellum um 75%.“ (15:55. Athugasemd. Í fyrri útgáfu var þessi frétt myndskreytt með samsettri mynd af Kára annars vegar og hins vegar svipmynd úr leik Blikaliðsins, af einum ótilgreindum ónefndum leikmanni þess að elta bolta. Af tillitssemi við hana og þá sem kynnu að hrapa að ályktun og telja að sú væri hin smitaða, og að verið væri að halda því fram með myndskreytingu var ákveðið að skipta um mynd.) Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Fótbolti Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00 Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53 Allt Fylkisliðið í sóttkví og næstu tveimur leikjum frestað Kvennalið Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna er komið í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í leikmannahóp liðsins um helgina. 29. júní 2020 10:45 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að nú liggi fyrir að fótboltakonan úr Breiðabliki hafi smitast í Bandaríkjunum. Um tíma leit út fyrir að svo væri ekki en smitrakning auk greining á stökkbreytingu veirunnar leiði þetta í ljós. „Endanlegt svar fengum við svo með því að raðgreina veiruna úr öllum þremur smituðu einstaklingunum, fótboltakonunni, fótboltamanninum og vinkonunni. Það vill nefnilega svo til að veiran bætir á sig stökkbreytingum þegar hún flyst á milli einstaklinga og þótt stökkbreytingatíðni hennar sé ekki mikil er hún búin að smita í það minnsta 10 milljón manns í þessum heimi og því er úr nógu að velja,“ segir Kári í afar athyglisverðri grein sem finna má á Vísi. Smitaðist af sambýliskonunni Þar rekur Kári af mikilli nákvæmni hvernig smitrakningin fór um víðan völl, hvaðan smitið ætti uppruna sinn en það reyndist svo við greiningu veirunnar sem hið rétta í ljós. Stökkbreytingarnar raðast í mynstur sem verða hægt og hægt nokkuð einkennandi fyrir landsvæði. „Veiran í öllum þremur er með sama mynstur og er það án nokkurs vafa frá Bandaríkjunum þannig að atburðarrásin var óyggjandi eftirfarandi: Fótboltakonan smitaðist í Bandaríkjunum og það er ljóst að hún smitaðist af sambýliskonunni en ekki sambýliskonan af henni vegna þess að fótboltakonan var með svo lítið magn af veirunni þegar hún kom til landsins að hún fannst ekki. Síðan fjölgaði veiran sér í nef-og munnholi hennar og hún varð smitandi og smitaði vinkonuna og fótboltamanninn,“ segir Kári. Nú er verið að leita að fleirum sem kynnu að hafa smitast af þeim þremur en einn fannst í dag, 28. júní. Náð þremur en misst einn Kári bendir á mikilvægi þess að forsendur breyti ályktunum. Með því að taka góða sögu af sýktum einstaklingum og beita víðtækri skimun, smitrakningu, mótefnamælingu og raðgreiningu er hægt að sækja nokkuð nákvæman skilning á því sem er að gerast og bregðast við því. Veiruprófið sé ekki fullkomið og erfitt sé að finna veiruna áður en hún hefur náð fótfestu. Skipmun á landamærum minnkar mjög líkurnar á því að smitandi einstaklingar komist inn í landið án þess að fara í einangrun. „Við höfum til þessa náð þremur og misst einn þannig að af okkar takmörkuðu reynslu hefur skimunin fækkað tilfellum um 75%.“ (15:55. Athugasemd. Í fyrri útgáfu var þessi frétt myndskreytt með samsettri mynd af Kára annars vegar og hins vegar svipmynd úr leik Blikaliðsins, af einum ótilgreindum ónefndum leikmanni þess að elta bolta. Af tillitssemi við hana og þá sem kynnu að hrapa að ályktun og telja að sú væri hin smitaða, og að verið væri að halda því fram með myndskreytingu var ákveðið að skipta um mynd.)
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Fótbolti Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00 Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53 Allt Fylkisliðið í sóttkví og næstu tveimur leikjum frestað Kvennalið Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna er komið í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í leikmannahóp liðsins um helgina. 29. júní 2020 10:45 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49
Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00
Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53
Allt Fylkisliðið í sóttkví og næstu tveimur leikjum frestað Kvennalið Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna er komið í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í leikmannahóp liðsins um helgina. 29. júní 2020 10:45