Tuttugu ár síðan Hollendingar klúðruðu fimm vítum í undanúrslitum á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2020 19:30 Francesco Toldo varði hvorki fleiri né færri en þrjár vítaspyrnur í leik Ítalíu og Hollands í undanúrslitum EM 2000. vísir/getty Í dag, 29. júní, eru 20 ár frá frægum leik Ítalíu og Hollands í undanúrslitum Evrópumótsins 2000. Hollendingar féllu úr leik eftir að hafa klúðrað fimm vítaspyrnum í leiknum, tveimur í venjulegum leiktíma og þremur í vítakeppninni sem Ítalir unnu, 3-1. Fyrri undanúrslitaleikurinn fór fram í Brussel daginn áður. Þar unnu Frakkar Portúgali, 2-1, á dramatískan hátt í framlengingu. Seinni undanúrslitaleikurinn fór fram í Amsterdam og þóttu Hollendingar sigurstranglegri. Þeir höfðu unnið alla fjóra leiki sína á EM með markatölunni 13-3 og voru á heimavelli. Hollendingar sóttu linnulítið í leiknum. Dennis Bergkamp skaut í stöng áður en Gianluca Zambrotta fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hann fékk bæði spjöldin fyrir að brjóta á Boudewijn Zenden. Francesco Totti skoraði á eftirminnilegan hátt í vítakeppninni.vísir/getty Skömmu fyrir hálfleik fékk Holland vítaspyrnu eftir að Alessandro Nesta togaði í treyju Patricks Kluivert. Frank de Boer, fyrirliði Hollendinga, fór á punktinn en Francesco Toldo varði spyrnu hans. Eftir klukkutíma leik fékk Holland annað víti eftir Mark Iuliano felldi Edgar Davids. Að þessu sinni steig Kluivert fram en skaut í stöng. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og staðan var enn markalaus eftir framlengingu. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Þar héldu ófarir Hollands áfram. watch on YouTube Luigi Di Biagio og Gianluca Pessotto skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum Ítala en tvær fyrstu spyrnur Hollendinga fóru forgörðum. Toldo varði aftur frá De Boer og Jaap Stam sendi boltann á sporbaug um jörðu. Í þriðja víti Ítalíu vippaði Francesco Totti boltanum á mitt markið og kom Ítalíu í 3-0. Kluivert varð því að skora úr næsta víti Hollands sem og hann gerði. Edwin van der Sar hélt vonum Hollendinga á lífi þegar hann varði fjórðu spyrnu Ítala frá fyrirliðanum Paolo Maldini. Paul Bosvelt fór næstur á punktinn en Toldo varði og tryggði Ítalíu sæti í úrslitaleiknum. Hann varði alls þrjú víti í leiknum sem var sá eftirminnilegasti á hans ferli. Toldo ver frá Bosveldt.vísir/getty Toldo, sem var á þessum tíma markvörður Fiorentina, hefði að öllu eðlilegu ekki spilað á EM en fékk tækifæri vegna meiðsla Gianluigis Buffon og greip það með báðum höndum. Ítalía var hársbreidd frá því að verða Evrópumeistari en þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegum leiktíma í úrslitaleiknum þegar Sylvain Wiltord jafnaði fyrir Frakkland. David Trezeguet skoraði svo sigurmarkið í framlengingu. Fótbolti Einu sinni var... Holland Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Í dag, 29. júní, eru 20 ár frá frægum leik Ítalíu og Hollands í undanúrslitum Evrópumótsins 2000. Hollendingar féllu úr leik eftir að hafa klúðrað fimm vítaspyrnum í leiknum, tveimur í venjulegum leiktíma og þremur í vítakeppninni sem Ítalir unnu, 3-1. Fyrri undanúrslitaleikurinn fór fram í Brussel daginn áður. Þar unnu Frakkar Portúgali, 2-1, á dramatískan hátt í framlengingu. Seinni undanúrslitaleikurinn fór fram í Amsterdam og þóttu Hollendingar sigurstranglegri. Þeir höfðu unnið alla fjóra leiki sína á EM með markatölunni 13-3 og voru á heimavelli. Hollendingar sóttu linnulítið í leiknum. Dennis Bergkamp skaut í stöng áður en Gianluca Zambrotta fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hann fékk bæði spjöldin fyrir að brjóta á Boudewijn Zenden. Francesco Totti skoraði á eftirminnilegan hátt í vítakeppninni.vísir/getty Skömmu fyrir hálfleik fékk Holland vítaspyrnu eftir að Alessandro Nesta togaði í treyju Patricks Kluivert. Frank de Boer, fyrirliði Hollendinga, fór á punktinn en Francesco Toldo varði spyrnu hans. Eftir klukkutíma leik fékk Holland annað víti eftir Mark Iuliano felldi Edgar Davids. Að þessu sinni steig Kluivert fram en skaut í stöng. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og staðan var enn markalaus eftir framlengingu. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Þar héldu ófarir Hollands áfram. watch on YouTube Luigi Di Biagio og Gianluca Pessotto skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum Ítala en tvær fyrstu spyrnur Hollendinga fóru forgörðum. Toldo varði aftur frá De Boer og Jaap Stam sendi boltann á sporbaug um jörðu. Í þriðja víti Ítalíu vippaði Francesco Totti boltanum á mitt markið og kom Ítalíu í 3-0. Kluivert varð því að skora úr næsta víti Hollands sem og hann gerði. Edwin van der Sar hélt vonum Hollendinga á lífi þegar hann varði fjórðu spyrnu Ítala frá fyrirliðanum Paolo Maldini. Paul Bosvelt fór næstur á punktinn en Toldo varði og tryggði Ítalíu sæti í úrslitaleiknum. Hann varði alls þrjú víti í leiknum sem var sá eftirminnilegasti á hans ferli. Toldo ver frá Bosveldt.vísir/getty Toldo, sem var á þessum tíma markvörður Fiorentina, hefði að öllu eðlilegu ekki spilað á EM en fékk tækifæri vegna meiðsla Gianluigis Buffon og greip það með báðum höndum. Ítalía var hársbreidd frá því að verða Evrópumeistari en þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegum leiktíma í úrslitaleiknum þegar Sylvain Wiltord jafnaði fyrir Frakkland. David Trezeguet skoraði svo sigurmarkið í framlengingu.
Fótbolti Einu sinni var... Holland Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira