Ekki sex ár síðan að ég skoraði en þetta var kærkomið Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2020 21:45 Gísli Eyjólfsson. „Þetta byrjar vel hjá okkur,“ sagði Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, sem átti mjög góðan leik í 3-1 sigri liðsins á Fjölni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Blikar hafa nú unnið fyrstu þrjá leiki sína og eru á toppi deildarinnar, auk þess sem þeir slógu Keflavík út úr Mjólkurbikarnum í síðustu viku. Þeir virtust hins vegar værukærir í upphafi leiks gegn Fjölni í kvöld, sem og í upphafi seinni hálfleiks. „Við spiluðum heilt yfir ágætlega en misstum þetta niður á köflum. Við náðum samt að klára þetta í lokin,“ sagði Gísli og tók undir að Blikar hefðu fengið einhvers konar kinnhest í upphafi beggja hálfleika áður en þeir tóku við sér: „Öll liðin í þessari deild eru virkilega góð og ef að maður er ekki á tánum þá fær maður skellinn. Það gerðist líka á móti Keflavík. Það er svo sem fínt að fá þennan skell en við þurfum að fara að klára þessa leiki betur. Fá smá drápseðli í þetta.“ Kristinn á fullt inni Kristinn Steindórsson hefur að mörgu leyti stolið senunni í Kópavoginum í upphafi tímabils. Hann kom Blikum yfir í kvöld, eftir að hafa skorað tvö mörk gegn Keflavík í bikarnum sem og gegn Gróttu í fyrstu umferð. Hann hafði áður ekki skorað í deildarleik síðan árið 2014 en Gísli glotti bara aðspurður hvort að Kristinn væri ekki þegar búinn að gera meira en búast hefði mátt við: „Nei, nei. Ég býst bara við meiru af honum, miðað við það sem hann er búinn að vera að gera í vetur. Hann á fullt inni.“ Sjálfur skoraði Gísli ekki mark í tíu deildarleikjum síðasta sumar, eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku, en hann skoraði sjö mörk í 22 leikjum sumarið 2018 þegar hann fór á kostum. Hann skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni í kvöld, og kórónaði eins og fyrr segir með því mjög góðan leik: „Ég er virkilega sáttur. Ég er búinn að eiga góðan vetur og byrja vel. Það eru ekki sex ár síðan ég skoraði en það er slatti langt síðan að ég skoraði hérna þannig að þetta var kærkomið.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 3-1 | Blikar áfram með fullt hús stiga Breiðablik hefur farið afar vel af stað í Pepsi Max-deildinni undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og eru með fullt hús stiga eftir sigur á Fjölni, 3-1, í þriðju umferð í kvöld. Fjölnismenn eru áfram með eitt stig. 29. júní 2020 21:06 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
„Þetta byrjar vel hjá okkur,“ sagði Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, sem átti mjög góðan leik í 3-1 sigri liðsins á Fjölni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Blikar hafa nú unnið fyrstu þrjá leiki sína og eru á toppi deildarinnar, auk þess sem þeir slógu Keflavík út úr Mjólkurbikarnum í síðustu viku. Þeir virtust hins vegar værukærir í upphafi leiks gegn Fjölni í kvöld, sem og í upphafi seinni hálfleiks. „Við spiluðum heilt yfir ágætlega en misstum þetta niður á köflum. Við náðum samt að klára þetta í lokin,“ sagði Gísli og tók undir að Blikar hefðu fengið einhvers konar kinnhest í upphafi beggja hálfleika áður en þeir tóku við sér: „Öll liðin í þessari deild eru virkilega góð og ef að maður er ekki á tánum þá fær maður skellinn. Það gerðist líka á móti Keflavík. Það er svo sem fínt að fá þennan skell en við þurfum að fara að klára þessa leiki betur. Fá smá drápseðli í þetta.“ Kristinn á fullt inni Kristinn Steindórsson hefur að mörgu leyti stolið senunni í Kópavoginum í upphafi tímabils. Hann kom Blikum yfir í kvöld, eftir að hafa skorað tvö mörk gegn Keflavík í bikarnum sem og gegn Gróttu í fyrstu umferð. Hann hafði áður ekki skorað í deildarleik síðan árið 2014 en Gísli glotti bara aðspurður hvort að Kristinn væri ekki þegar búinn að gera meira en búast hefði mátt við: „Nei, nei. Ég býst bara við meiru af honum, miðað við það sem hann er búinn að vera að gera í vetur. Hann á fullt inni.“ Sjálfur skoraði Gísli ekki mark í tíu deildarleikjum síðasta sumar, eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku, en hann skoraði sjö mörk í 22 leikjum sumarið 2018 þegar hann fór á kostum. Hann skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni í kvöld, og kórónaði eins og fyrr segir með því mjög góðan leik: „Ég er virkilega sáttur. Ég er búinn að eiga góðan vetur og byrja vel. Það eru ekki sex ár síðan ég skoraði en það er slatti langt síðan að ég skoraði hérna þannig að þetta var kærkomið.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 3-1 | Blikar áfram með fullt hús stiga Breiðablik hefur farið afar vel af stað í Pepsi Max-deildinni undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og eru með fullt hús stiga eftir sigur á Fjölni, 3-1, í þriðju umferð í kvöld. Fjölnismenn eru áfram með eitt stig. 29. júní 2020 21:06 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 3-1 | Blikar áfram með fullt hús stiga Breiðablik hefur farið afar vel af stað í Pepsi Max-deildinni undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og eru með fullt hús stiga eftir sigur á Fjölni, 3-1, í þriðju umferð í kvöld. Fjölnismenn eru áfram með eitt stig. 29. júní 2020 21:06