Pétur um höfuðhöggið: „Þakklátur fyrir að ekki fór verr“ Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júní 2020 14:15 Pétur Viðarsson hafði nýverið tekið skóna af hillunni. vísir/bára Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, vonast til þess að vera klár í slaginn eftir tíu daga til tvær vikur eftir höfuðhöggið sem hann fékk í leik Víkings og FH í Pepsi Max-deild karla í gær. Pétur lék í 36 mínútur þangað til að hann og Atli Hrafn Andrason skullu saman er Pétur tæklaði boltann út af en strax sást að Pétur væri illa haldinn. Hann var þó allur hinn brattasti í morgun. „Ég er allt í lagi. Ég er ekki hundrað prósent en ég er samt sem áður ekki með brjálaðan hausverk svo staðan er ágæt,“ sagði Pétur í samtali við Vísi í dag. „Ég held að þetta hafi verið vægur heilahristingur. Mér varð smá óglatt. Ég talaði við Helga í morgun [sjúkraþjálfara FH] og var að spyrja hann um hitt og þetta og ég ætlaði mér víst aftur inn á í gær,“ segir Pétur sem segir að hann sem betur fer hafi ekki farið aftur inn á. Klippa: Höfuðhögg Péturs Hann segir að hann hafi haldið heim á leið eftir leikinn í gær en hafi svo komið við á spítala og hitt þar hjúkrunarfræðing. „Ég fór fyrst heim og svo upp á spítala og hitti hjúkrunarfræðing. Ég var ekki ælandi og ekki að sjá tvöfalt svo þá er það bara besta í stöðunni að hvíla sig. Ég fór bara heim og svaf og er svo rólegur næstu daga.“ „Mér skilst að maður eigi að taka nokkra daga í rólegheitum. Svo byrjar maður að skokka og ef það er í lagi þá byrjar maður að sparka og fara í „kontakt“. Eins og ég skil þetta eru þetta tíu dagar vonandi, eða tvær vikur.“ Pétur hafði nýverið tekið skóna af hillunni og ætlaði að hjálpa FH-liðinu í sumar en náði einungis 36 mínútum í fyrsta leik sínum í sumar. „Ég var búinn að spila í rúmlega þrjátíu mínútur þannig að þetta var rosa leiðinlegt. Það er þó meira í þessu en bara fótboltinn. Eftir að hafa séð þetta aftur þá er ég þakklátur að ekki hafi farið verr. Við vorum báðir á fullri ferð og ef ég er góður eftir í tíu daga, tvær vikur. Þá er ég sáttur að ekki hafi farið verr.“ Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Óttari, afgreiðsluna frá Valdimar og mörkin úr Kópavogi Ellefu mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi en flest mörk voru skoruð í Víkinni er Víkingur skoraði fjögur mörk gegn einu marki FH. 30. júní 2020 08:00 Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þjálfari FH sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. 29. júní 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 22:25 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, vonast til þess að vera klár í slaginn eftir tíu daga til tvær vikur eftir höfuðhöggið sem hann fékk í leik Víkings og FH í Pepsi Max-deild karla í gær. Pétur lék í 36 mínútur þangað til að hann og Atli Hrafn Andrason skullu saman er Pétur tæklaði boltann út af en strax sást að Pétur væri illa haldinn. Hann var þó allur hinn brattasti í morgun. „Ég er allt í lagi. Ég er ekki hundrað prósent en ég er samt sem áður ekki með brjálaðan hausverk svo staðan er ágæt,“ sagði Pétur í samtali við Vísi í dag. „Ég held að þetta hafi verið vægur heilahristingur. Mér varð smá óglatt. Ég talaði við Helga í morgun [sjúkraþjálfara FH] og var að spyrja hann um hitt og þetta og ég ætlaði mér víst aftur inn á í gær,“ segir Pétur sem segir að hann sem betur fer hafi ekki farið aftur inn á. Klippa: Höfuðhögg Péturs Hann segir að hann hafi haldið heim á leið eftir leikinn í gær en hafi svo komið við á spítala og hitt þar hjúkrunarfræðing. „Ég fór fyrst heim og svo upp á spítala og hitti hjúkrunarfræðing. Ég var ekki ælandi og ekki að sjá tvöfalt svo þá er það bara besta í stöðunni að hvíla sig. Ég fór bara heim og svaf og er svo rólegur næstu daga.“ „Mér skilst að maður eigi að taka nokkra daga í rólegheitum. Svo byrjar maður að skokka og ef það er í lagi þá byrjar maður að sparka og fara í „kontakt“. Eins og ég skil þetta eru þetta tíu dagar vonandi, eða tvær vikur.“ Pétur hafði nýverið tekið skóna af hillunni og ætlaði að hjálpa FH-liðinu í sumar en náði einungis 36 mínútum í fyrsta leik sínum í sumar. „Ég var búinn að spila í rúmlega þrjátíu mínútur þannig að þetta var rosa leiðinlegt. Það er þó meira í þessu en bara fótboltinn. Eftir að hafa séð þetta aftur þá er ég þakklátur að ekki hafi farið verr. Við vorum báðir á fullri ferð og ef ég er góður eftir í tíu daga, tvær vikur. Þá er ég sáttur að ekki hafi farið verr.“
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Óttari, afgreiðsluna frá Valdimar og mörkin úr Kópavogi Ellefu mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi en flest mörk voru skoruð í Víkinni er Víkingur skoraði fjögur mörk gegn einu marki FH. 30. júní 2020 08:00 Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þjálfari FH sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. 29. júní 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 22:25 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Sjáðu þrennuna hjá Óttari, afgreiðsluna frá Valdimar og mörkin úr Kópavogi Ellefu mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi en flest mörk voru skoruð í Víkinni er Víkingur skoraði fjögur mörk gegn einu marki FH. 30. júní 2020 08:00
Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þjálfari FH sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. 29. júní 2020 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 22:25
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti