Magnaður Messi kominn með 700 mörk á ferlinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2020 12:30 Messi skorar sitt 700. mark með þægilegri ´chippu´í leiknum gegn Atletico Madrid í gær. David Ramos/Getty Images Argentínumaðurinn Lionel Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar. Í gær skoraði hann sitt 700. mark á ferlinum. Markið kom af vítapunktinum, líklega eini staðurinn þar sem Messi á það til að vera mannlegur - spyrjið bara Hannes Þór Halldórsson. Reyndar er það svo að Messi hefur klúðrað 26 vítum á ferlinum. Messi brást hins vegar ekki bogalistin í gær þegar hann kom Barcelona 2-1 yfir gegn Atletico Madrid. Sýndi hann mikla yfirvegun er hann tók svokallað Panenka-víti og ´chippaði´ á mitt markið á meðan Jan Oblak, af mörgum talinn einn besti markvörður í heimi, skutlaði sér til hliðar. Allt kom þó fyrir ekki og Atl. Madrid jafnaði metin í leiknum. Lokatölur 2-2 og Börsungar allt í einu dottnir úr bílstjórasætinu í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Messi niðurlútur í leikslok í gær.David Ramos/Getty Images Var þetta 32. markið sem Messi skorar á ferlinum gegn Atletico. Honum líður best gegn sterkustu liðum deildarinnar en hann hefur skorað 37 mörk gegn Sevilla, 32 gegn Atletico, 28 gegn Valencia og 27 gegn Real Madrid. Markið í gær þýðir að Messi er nú kominn í hóp með Josef Bican, Romario, Pelé, Ferenc Puskas, Gerd Muller og Cristiano Ronaldo. Eru það einu leikmenn sögunnar sem hafa skorað yfir 700 mörk á ferlinum. Ekki hefur fengið staðfest hvað Bican og Pelé skoruðu nákvæmlega mörg en óstaðfestar heimildir herma að báðir hafi skorað yfir þúsund mörk. Tók það Messi 111 leiki minna en Ronaldo – hans helsta keppinaut þegar kemur að einstaklingsverðlaunum undanfarin ár – að ná 700 mörkum. Leo #Messi scores 700th pro goal— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 1, 2020 Sá argentíski var í gær að spila sinn 724. leik í treyju Barcelona. Í þeim hefur hann skorað 630 mörk, ásamt því að leggja upp önnur 247 mörk. Messi hefur skorað 70 mörk í 138 leikjum fyrir argentíska landsliðið. Alls hefur hann skorað þrennu í 54 leikjum. Undanfarin 11 ár, janúar til desember, hefur Messi skorað meira en 40 mörk. Níu af þessum ellefu árum hefur hann skorað yfir 50. Hann hefur aldrei toppað árið 2012 þegar hann skoraði hvorki meira né minna en 91 mark, 79 fyrir Barcelona og 12 fyrir Argentínu. Ef Messi heldur áfram á sömu braut eru allar líkur að leikmaðurinn rjúfi þúsund marka múrinn áður en skórnir fara á hilluna frægu. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Argentínumaðurinn Lionel Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar. Í gær skoraði hann sitt 700. mark á ferlinum. Markið kom af vítapunktinum, líklega eini staðurinn þar sem Messi á það til að vera mannlegur - spyrjið bara Hannes Þór Halldórsson. Reyndar er það svo að Messi hefur klúðrað 26 vítum á ferlinum. Messi brást hins vegar ekki bogalistin í gær þegar hann kom Barcelona 2-1 yfir gegn Atletico Madrid. Sýndi hann mikla yfirvegun er hann tók svokallað Panenka-víti og ´chippaði´ á mitt markið á meðan Jan Oblak, af mörgum talinn einn besti markvörður í heimi, skutlaði sér til hliðar. Allt kom þó fyrir ekki og Atl. Madrid jafnaði metin í leiknum. Lokatölur 2-2 og Börsungar allt í einu dottnir úr bílstjórasætinu í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Messi niðurlútur í leikslok í gær.David Ramos/Getty Images Var þetta 32. markið sem Messi skorar á ferlinum gegn Atletico. Honum líður best gegn sterkustu liðum deildarinnar en hann hefur skorað 37 mörk gegn Sevilla, 32 gegn Atletico, 28 gegn Valencia og 27 gegn Real Madrid. Markið í gær þýðir að Messi er nú kominn í hóp með Josef Bican, Romario, Pelé, Ferenc Puskas, Gerd Muller og Cristiano Ronaldo. Eru það einu leikmenn sögunnar sem hafa skorað yfir 700 mörk á ferlinum. Ekki hefur fengið staðfest hvað Bican og Pelé skoruðu nákvæmlega mörg en óstaðfestar heimildir herma að báðir hafi skorað yfir þúsund mörk. Tók það Messi 111 leiki minna en Ronaldo – hans helsta keppinaut þegar kemur að einstaklingsverðlaunum undanfarin ár – að ná 700 mörkum. Leo #Messi scores 700th pro goal— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 1, 2020 Sá argentíski var í gær að spila sinn 724. leik í treyju Barcelona. Í þeim hefur hann skorað 630 mörk, ásamt því að leggja upp önnur 247 mörk. Messi hefur skorað 70 mörk í 138 leikjum fyrir argentíska landsliðið. Alls hefur hann skorað þrennu í 54 leikjum. Undanfarin 11 ár, janúar til desember, hefur Messi skorað meira en 40 mörk. Níu af þessum ellefu árum hefur hann skorað yfir 50. Hann hefur aldrei toppað árið 2012 þegar hann skoraði hvorki meira né minna en 91 mark, 79 fyrir Barcelona og 12 fyrir Argentínu. Ef Messi heldur áfram á sömu braut eru allar líkur að leikmaðurinn rjúfi þúsund marka múrinn áður en skórnir fara á hilluna frægu.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira