Innlent

60 metra brú yfir Eyjafjarðará vígð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Brúin var formlega tekin í notkun í dag.
Brúin var formlega tekin í notkun í dag. Mynd/Kristófer Knutsen

Ný brú yfir vestari kvísl Eyjafjarðarár var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Á sama tíma var tilkynnt að brúin fái heitið Vesturbrú.

Brúin er ætluð hestamönnum, hjólreiðamönnum, hlaupurum og gangandi vegfarendum og leysir af hólmi gamla brú sem færa þurfti sunnar vegna uppsetningar á aðflugsbúnaði við Akureyrarflugvöll.

Brúin er alls 60 metra löng stálbrú með þriggja metra breiðu timburgólfi auk þess sem að lagðir hafa verið 600 metrar af nýjum malarstígum sitt hvoru megin við brúarstæðið. Brúin tengir saman austur og vesturbakka Eyjafjarðarár.

Klippa: Ný göngu-, hjóla- og reiðbrú yfir vestari kvísl Eyjafjarðarár formlega vígð

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, flutti stutt ávarp við vígsluna, þakkaði þeim sem komu að verkinu og tilkynnti um val dómnefndar á heiti brúarinnar, sem fékk heitið Vesturbrú.

 Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra klippti á borða með aðstoð ungrar hestakonu úr Létti áður en að fulltrúar hinna ýmsu hópa sem njóta þess að stunda útivist á svæðinu, hestamenn, hjólreiðafólk, hlauparar og göngufólk fóru yfir brúnna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×