Síminn dæmdur til að greiða sekt fyrir ítrekað brot á fjölmiðlalögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2020 13:32 Síminn var á miðvikudag dæmdur til að greiða sjö milljóna króna stjórnvaldssekt vegna ítrekaðra brota á fjölmiðlalögum. Vísir/Hanna Kröfum Símans hf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur, Sýn og Mílu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Síminn krafðist þess einna helst að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að leggja níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann vegna ítrekaðra brota á fjölmiðlalögum yrði felld úr gildi. Þá var Símanum gert að greiða Gagnaveitu Reykjavíkur rúmar 3,7 milljónir í málskostnað. Stjórnvaldssektin var hins vegar lækkuð um tvær milljónir króna og ber Símanum því að greiða 7 milljónir í stjórnvaldssekt. Umrætt brot, sem nánar er fjallað um hér að neðan, fól í sér að mati Póst- og fjarskiptastofnunar að Síminn hélt áfram að brjóta gegn 5. mgr. 45. gr fjölmiðlalaga eftir úrskurð PFS þess efnis í hitt í fyrra, með því að fjölmiðlaveita félagsins beindi viðskiptum viðskiptavina sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki, það er Símanum sjálfum, og þar með óbeint að dótturfélaginu Mílu. Héraðsdómur ógilti þá niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar um að Símanum hafi borið að semja við Vodafone um afhendingu á ólínulegu sjónvarpsefni til dreifingar fyrir fjarskiptanet Vodafone. Símanum hafi þó borið að semja við Gagnaveitu Reykjavíkur um dreifingu sjónvarpsefnis síns yfir fjarskiptanet Gagnaveitunnar ásamt fjarskiptanets Mílu. Málið má rekja til 1. október 2015 þegar Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans fyrir kerfi Vodafone. Árið 2018 úrskurðaði Póst- og fjarskiptastofnun að Síminn hefði brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, þurftu að vera með myndlykil frá Símanum til að fá aðgang að efninu. Áskriftin var þar með aðeins í boði í gegn um dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu, sem PFS mat sem brot gegn bannákvæði 45. greinar fjölmiðlalaga. Með ákvæðinu á notendum að vera gert kleift að velja bæði myndefni og fjarskiptafyrirtæki án þess að binda sig í viðskiptum við eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki. Með því eigi að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem bjóða bæði upp á myndefni og fjarskiptanet, fyrirtæki á borð við Símann og Sýn, misnoti aðstöðu sína. Úrlausn Símans ekki fullnægjandi Eftir úrskurð PFS greip Síminn á það ráð að veita Sjónvarp Símans „óháð neti“ frá og með 16. ágúst 2018. Viðskiptavinum annarra fjarskiptafyrirtækja var því gert kleift að nálgast sjónvarpsþjónustu Símans með því að leigja myndlykla frá símanum auk þess að kaupa áskrift að Sjónvarpi Símans Premium. Áskriftin kostaði þá 6.000 krónur á mánuði og myndlykillinn kostaði 2.000 krónur aukalega. Sýn, Gagnaveita Reykjavíkur og Nova töldu lausnina hins vegar ekki fullnægjandi og töldu félögin framsetninguna, verðlagningu og gæði lausnar Símans beindu viðskiptum viðskiptamanna í raun að tengdu fjarskiptafyrirtæki, meðal annars með því að gera það að skilyrði að eingöngu væri hægt að nota sjónvarpskerfi og búnað Símans. Félögin kvörtuðu í kjölfarið til Póst- og fjarskiptastofnunar yfir lausn Símans. Málið var tekið fyrir hjá PFS í nóvember 2019 og var niðurstaða stofnunarinnar sú að Síminn hafi ekki leyst úr umkvörtunarefninu á fullnægjandi hátt. Lausnin væri ekki fullnægjandi fyrir neytendur og ekki raunverulegur valkostur við IPTV-kerfi Símans og þær vörur sem þar væri boðið upp á, meðal annars Heimilispakkann. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone. Fjarskipti Neytendur Fjölmiðlar Dómsmál Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Kröfum Símans hf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur, Sýn og Mílu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Síminn krafðist þess einna helst að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að leggja níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann vegna ítrekaðra brota á fjölmiðlalögum yrði felld úr gildi. Þá var Símanum gert að greiða Gagnaveitu Reykjavíkur rúmar 3,7 milljónir í málskostnað. Stjórnvaldssektin var hins vegar lækkuð um tvær milljónir króna og ber Símanum því að greiða 7 milljónir í stjórnvaldssekt. Umrætt brot, sem nánar er fjallað um hér að neðan, fól í sér að mati Póst- og fjarskiptastofnunar að Síminn hélt áfram að brjóta gegn 5. mgr. 45. gr fjölmiðlalaga eftir úrskurð PFS þess efnis í hitt í fyrra, með því að fjölmiðlaveita félagsins beindi viðskiptum viðskiptavina sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki, það er Símanum sjálfum, og þar með óbeint að dótturfélaginu Mílu. Héraðsdómur ógilti þá niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar um að Símanum hafi borið að semja við Vodafone um afhendingu á ólínulegu sjónvarpsefni til dreifingar fyrir fjarskiptanet Vodafone. Símanum hafi þó borið að semja við Gagnaveitu Reykjavíkur um dreifingu sjónvarpsefnis síns yfir fjarskiptanet Gagnaveitunnar ásamt fjarskiptanets Mílu. Málið má rekja til 1. október 2015 þegar Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans fyrir kerfi Vodafone. Árið 2018 úrskurðaði Póst- og fjarskiptastofnun að Síminn hefði brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, þurftu að vera með myndlykil frá Símanum til að fá aðgang að efninu. Áskriftin var þar með aðeins í boði í gegn um dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu, sem PFS mat sem brot gegn bannákvæði 45. greinar fjölmiðlalaga. Með ákvæðinu á notendum að vera gert kleift að velja bæði myndefni og fjarskiptafyrirtæki án þess að binda sig í viðskiptum við eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki. Með því eigi að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem bjóða bæði upp á myndefni og fjarskiptanet, fyrirtæki á borð við Símann og Sýn, misnoti aðstöðu sína. Úrlausn Símans ekki fullnægjandi Eftir úrskurð PFS greip Síminn á það ráð að veita Sjónvarp Símans „óháð neti“ frá og með 16. ágúst 2018. Viðskiptavinum annarra fjarskiptafyrirtækja var því gert kleift að nálgast sjónvarpsþjónustu Símans með því að leigja myndlykla frá símanum auk þess að kaupa áskrift að Sjónvarpi Símans Premium. Áskriftin kostaði þá 6.000 krónur á mánuði og myndlykillinn kostaði 2.000 krónur aukalega. Sýn, Gagnaveita Reykjavíkur og Nova töldu lausnina hins vegar ekki fullnægjandi og töldu félögin framsetninguna, verðlagningu og gæði lausnar Símans beindu viðskiptum viðskiptamanna í raun að tengdu fjarskiptafyrirtæki, meðal annars með því að gera það að skilyrði að eingöngu væri hægt að nota sjónvarpskerfi og búnað Símans. Félögin kvörtuðu í kjölfarið til Póst- og fjarskiptastofnunar yfir lausn Símans. Málið var tekið fyrir hjá PFS í nóvember 2019 og var niðurstaða stofnunarinnar sú að Síminn hafi ekki leyst úr umkvörtunarefninu á fullnægjandi hátt. Lausnin væri ekki fullnægjandi fyrir neytendur og ekki raunverulegur valkostur við IPTV-kerfi Símans og þær vörur sem þar væri boðið upp á, meðal annars Heimilispakkann. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone.
Fjarskipti Neytendur Fjölmiðlar Dómsmál Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15