Síminn dæmdur til að greiða sekt fyrir ítrekað brot á fjölmiðlalögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2020 13:32 Síminn var á miðvikudag dæmdur til að greiða sjö milljóna króna stjórnvaldssekt vegna ítrekaðra brota á fjölmiðlalögum. Vísir/Hanna Kröfum Símans hf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur, Sýn og Mílu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Síminn krafðist þess einna helst að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að leggja níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann vegna ítrekaðra brota á fjölmiðlalögum yrði felld úr gildi. Þá var Símanum gert að greiða Gagnaveitu Reykjavíkur rúmar 3,7 milljónir í málskostnað. Stjórnvaldssektin var hins vegar lækkuð um tvær milljónir króna og ber Símanum því að greiða 7 milljónir í stjórnvaldssekt. Umrætt brot, sem nánar er fjallað um hér að neðan, fól í sér að mati Póst- og fjarskiptastofnunar að Síminn hélt áfram að brjóta gegn 5. mgr. 45. gr fjölmiðlalaga eftir úrskurð PFS þess efnis í hitt í fyrra, með því að fjölmiðlaveita félagsins beindi viðskiptum viðskiptavina sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki, það er Símanum sjálfum, og þar með óbeint að dótturfélaginu Mílu. Héraðsdómur ógilti þá niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar um að Símanum hafi borið að semja við Vodafone um afhendingu á ólínulegu sjónvarpsefni til dreifingar fyrir fjarskiptanet Vodafone. Símanum hafi þó borið að semja við Gagnaveitu Reykjavíkur um dreifingu sjónvarpsefnis síns yfir fjarskiptanet Gagnaveitunnar ásamt fjarskiptanets Mílu. Málið má rekja til 1. október 2015 þegar Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans fyrir kerfi Vodafone. Árið 2018 úrskurðaði Póst- og fjarskiptastofnun að Síminn hefði brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, þurftu að vera með myndlykil frá Símanum til að fá aðgang að efninu. Áskriftin var þar með aðeins í boði í gegn um dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu, sem PFS mat sem brot gegn bannákvæði 45. greinar fjölmiðlalaga. Með ákvæðinu á notendum að vera gert kleift að velja bæði myndefni og fjarskiptafyrirtæki án þess að binda sig í viðskiptum við eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki. Með því eigi að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem bjóða bæði upp á myndefni og fjarskiptanet, fyrirtæki á borð við Símann og Sýn, misnoti aðstöðu sína. Úrlausn Símans ekki fullnægjandi Eftir úrskurð PFS greip Síminn á það ráð að veita Sjónvarp Símans „óháð neti“ frá og með 16. ágúst 2018. Viðskiptavinum annarra fjarskiptafyrirtækja var því gert kleift að nálgast sjónvarpsþjónustu Símans með því að leigja myndlykla frá símanum auk þess að kaupa áskrift að Sjónvarpi Símans Premium. Áskriftin kostaði þá 6.000 krónur á mánuði og myndlykillinn kostaði 2.000 krónur aukalega. Sýn, Gagnaveita Reykjavíkur og Nova töldu lausnina hins vegar ekki fullnægjandi og töldu félögin framsetninguna, verðlagningu og gæði lausnar Símans beindu viðskiptum viðskiptamanna í raun að tengdu fjarskiptafyrirtæki, meðal annars með því að gera það að skilyrði að eingöngu væri hægt að nota sjónvarpskerfi og búnað Símans. Félögin kvörtuðu í kjölfarið til Póst- og fjarskiptastofnunar yfir lausn Símans. Málið var tekið fyrir hjá PFS í nóvember 2019 og var niðurstaða stofnunarinnar sú að Síminn hafi ekki leyst úr umkvörtunarefninu á fullnægjandi hátt. Lausnin væri ekki fullnægjandi fyrir neytendur og ekki raunverulegur valkostur við IPTV-kerfi Símans og þær vörur sem þar væri boðið upp á, meðal annars Heimilispakkann. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone. Fjarskipti Neytendur Fjölmiðlar Dómsmál Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Kröfum Símans hf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur, Sýn og Mílu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Síminn krafðist þess einna helst að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að leggja níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann vegna ítrekaðra brota á fjölmiðlalögum yrði felld úr gildi. Þá var Símanum gert að greiða Gagnaveitu Reykjavíkur rúmar 3,7 milljónir í málskostnað. Stjórnvaldssektin var hins vegar lækkuð um tvær milljónir króna og ber Símanum því að greiða 7 milljónir í stjórnvaldssekt. Umrætt brot, sem nánar er fjallað um hér að neðan, fól í sér að mati Póst- og fjarskiptastofnunar að Síminn hélt áfram að brjóta gegn 5. mgr. 45. gr fjölmiðlalaga eftir úrskurð PFS þess efnis í hitt í fyrra, með því að fjölmiðlaveita félagsins beindi viðskiptum viðskiptavina sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki, það er Símanum sjálfum, og þar með óbeint að dótturfélaginu Mílu. Héraðsdómur ógilti þá niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar um að Símanum hafi borið að semja við Vodafone um afhendingu á ólínulegu sjónvarpsefni til dreifingar fyrir fjarskiptanet Vodafone. Símanum hafi þó borið að semja við Gagnaveitu Reykjavíkur um dreifingu sjónvarpsefnis síns yfir fjarskiptanet Gagnaveitunnar ásamt fjarskiptanets Mílu. Málið má rekja til 1. október 2015 þegar Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans fyrir kerfi Vodafone. Árið 2018 úrskurðaði Póst- og fjarskiptastofnun að Síminn hefði brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, þurftu að vera með myndlykil frá Símanum til að fá aðgang að efninu. Áskriftin var þar með aðeins í boði í gegn um dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu, sem PFS mat sem brot gegn bannákvæði 45. greinar fjölmiðlalaga. Með ákvæðinu á notendum að vera gert kleift að velja bæði myndefni og fjarskiptafyrirtæki án þess að binda sig í viðskiptum við eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki. Með því eigi að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem bjóða bæði upp á myndefni og fjarskiptanet, fyrirtæki á borð við Símann og Sýn, misnoti aðstöðu sína. Úrlausn Símans ekki fullnægjandi Eftir úrskurð PFS greip Síminn á það ráð að veita Sjónvarp Símans „óháð neti“ frá og með 16. ágúst 2018. Viðskiptavinum annarra fjarskiptafyrirtækja var því gert kleift að nálgast sjónvarpsþjónustu Símans með því að leigja myndlykla frá símanum auk þess að kaupa áskrift að Sjónvarpi Símans Premium. Áskriftin kostaði þá 6.000 krónur á mánuði og myndlykillinn kostaði 2.000 krónur aukalega. Sýn, Gagnaveita Reykjavíkur og Nova töldu lausnina hins vegar ekki fullnægjandi og töldu félögin framsetninguna, verðlagningu og gæði lausnar Símans beindu viðskiptum viðskiptamanna í raun að tengdu fjarskiptafyrirtæki, meðal annars með því að gera það að skilyrði að eingöngu væri hægt að nota sjónvarpskerfi og búnað Símans. Félögin kvörtuðu í kjölfarið til Póst- og fjarskiptastofnunar yfir lausn Símans. Málið var tekið fyrir hjá PFS í nóvember 2019 og var niðurstaða stofnunarinnar sú að Síminn hafi ekki leyst úr umkvörtunarefninu á fullnægjandi hátt. Lausnin væri ekki fullnægjandi fyrir neytendur og ekki raunverulegur valkostur við IPTV-kerfi Símans og þær vörur sem þar væri boðið upp á, meðal annars Heimilispakkann. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone.
Fjarskipti Neytendur Fjölmiðlar Dómsmál Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15