Hvað má og hvað má ekki? Halla María Sveinbjörnsdóttir og Hildur Ösp Gylfadóttir skrifa 3. júlí 2020 08:00 Fjölbreytt reynsla og ólík sjónarmið eru nær ómetanleg þegar kemur að rekstri stofnana og fyrirtækja. Fiskistofa hefur lengi leitast við að tryggja slíka fjölbreytni meðal síns starfsfólks og hefur náð talsverðum árangri í þeim efnum og meðal annars náð að jafna kynjahlutföll í skrifstofustörfum stofnunarinnar. Á hinn bóginn hefur reynst erfiðara að jafna hlut kynja þegar kemur að störfum við veiðieftirlit en nú gegna karlar um 90% þeirra starfa. Veiðieftirlit Fiskistofu fer fram til lands og sjávar og hefur reynsla af sjómennsku og störfum í sjávarútvegi löngum verið ein meginkrafa til starfsins. Því miður virðast fáar konur hér á landi uppfylla þau skilyrði og er ljóst að menningarlegar hugmyndir um sjómennsku sem karlastarf séu enn ríkjandi sem og úreld trú um að sjómennska sé ekki hentugur starfsvettvangur fyrir konur. Fiskistofa telur mögulegt að ráða nokkra starfsmenn til eftirlits án fyrrgreindrar reynslu og er vilji til að nýta það svigrúm til að jafna kynjahlutföllin. (Ó)lögleg auglýsing? Árið 2017 auglýsti Fiskistofa sérstaklega eftir konum í störf veiðieftirlitsmanna. Við gerð auglýsingarinnar hafði stofnunin samráð við Jafnréttisstofu sem taldi efni hennar standast lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008 en í 26. grein þeirra kemur m.a. fram að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru kyninu fremur en hinu ef tilgangurinn er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar. Þegar Fiskistofa ætlaði að birta auglýsinguna á Starfatorgi taldi fjármála- og efnahagsráðuneytið hana hins vegar stangast á við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, þar sem tekið er fram að konur og karlar hafi jafnan rétt til opinberra starfa. Í kjölfarið ákvað Fiskistofa að draga auglýsinguna til baka. Jafnréttisstofa óskaði þá eftir túlkun kærunefndar jafnréttismála á 24. og 26. gr. laga nr. 10/2008, en stofnunin túlkar þær greinar með þeim hætti að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru hvoru kyninu þegar tilgangurinn væri ótvírætt að stuðla að jafnri kynjaskiptingu hjá viðkomandi stofnun. Í 2. mgr. 24. gr. laganna kemur enda fram að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn lögum nr. 10/2008. Niðurstaða fékkst þó aldrei í málið þar sem kærunefndin vísaði málinu frá, með úrskurði nr. 6/2017, þar sem Fiskistofa hafði dregið auglýsinguna til baka og því ekki brotið lög. Hver er staðan? Enn er því óljóst hvort tilraun Fiskistofu til að jafna kynjahlutföll hafi verið lögmæt eða hversu langt megi ganga. Stjórnendum Fiskistofu finnst mikilvægt að ná fram meiri fjölbreytileika í hópi eftirlitsmanna en til þess þarf fyrirmyndir og hvata. Það er mat stjórnenda að áhrifaríkasta leiðin til að fá konur til eftirlitsstarfa sé að auglýsa af og til eingöngu eftir konum, þar til viðunandi árangur næst við að jafna kynjahlutföllin. Velta má fyrir sér hvort löggjafinn hafi ætlað sértækum aðgerðum hlutverk í tilvikum sem þessum en í núgildandi löggjöf er það óljóst. Heildarendurskoðun jafnréttislaga stendur nú yfir og mikilvægt er að vilji löggjafans komi fram með skýrum hætti varðandi heimildir atvinnurekanda til að jafna kynjahlutföll á vinnustað sínum og að tryggja að hann hafi þau verkfæri sem þarf til þess að uppfylla þessa lögbundnu skyldu. Halla María Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur hjá Fiskistofu Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri mannauðs- og fjármála hjá Fiskistofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Fjölbreytt reynsla og ólík sjónarmið eru nær ómetanleg þegar kemur að rekstri stofnana og fyrirtækja. Fiskistofa hefur lengi leitast við að tryggja slíka fjölbreytni meðal síns starfsfólks og hefur náð talsverðum árangri í þeim efnum og meðal annars náð að jafna kynjahlutföll í skrifstofustörfum stofnunarinnar. Á hinn bóginn hefur reynst erfiðara að jafna hlut kynja þegar kemur að störfum við veiðieftirlit en nú gegna karlar um 90% þeirra starfa. Veiðieftirlit Fiskistofu fer fram til lands og sjávar og hefur reynsla af sjómennsku og störfum í sjávarútvegi löngum verið ein meginkrafa til starfsins. Því miður virðast fáar konur hér á landi uppfylla þau skilyrði og er ljóst að menningarlegar hugmyndir um sjómennsku sem karlastarf séu enn ríkjandi sem og úreld trú um að sjómennska sé ekki hentugur starfsvettvangur fyrir konur. Fiskistofa telur mögulegt að ráða nokkra starfsmenn til eftirlits án fyrrgreindrar reynslu og er vilji til að nýta það svigrúm til að jafna kynjahlutföllin. (Ó)lögleg auglýsing? Árið 2017 auglýsti Fiskistofa sérstaklega eftir konum í störf veiðieftirlitsmanna. Við gerð auglýsingarinnar hafði stofnunin samráð við Jafnréttisstofu sem taldi efni hennar standast lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008 en í 26. grein þeirra kemur m.a. fram að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru kyninu fremur en hinu ef tilgangurinn er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar. Þegar Fiskistofa ætlaði að birta auglýsinguna á Starfatorgi taldi fjármála- og efnahagsráðuneytið hana hins vegar stangast á við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, þar sem tekið er fram að konur og karlar hafi jafnan rétt til opinberra starfa. Í kjölfarið ákvað Fiskistofa að draga auglýsinguna til baka. Jafnréttisstofa óskaði þá eftir túlkun kærunefndar jafnréttismála á 24. og 26. gr. laga nr. 10/2008, en stofnunin túlkar þær greinar með þeim hætti að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru hvoru kyninu þegar tilgangurinn væri ótvírætt að stuðla að jafnri kynjaskiptingu hjá viðkomandi stofnun. Í 2. mgr. 24. gr. laganna kemur enda fram að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn lögum nr. 10/2008. Niðurstaða fékkst þó aldrei í málið þar sem kærunefndin vísaði málinu frá, með úrskurði nr. 6/2017, þar sem Fiskistofa hafði dregið auglýsinguna til baka og því ekki brotið lög. Hver er staðan? Enn er því óljóst hvort tilraun Fiskistofu til að jafna kynjahlutföll hafi verið lögmæt eða hversu langt megi ganga. Stjórnendum Fiskistofu finnst mikilvægt að ná fram meiri fjölbreytileika í hópi eftirlitsmanna en til þess þarf fyrirmyndir og hvata. Það er mat stjórnenda að áhrifaríkasta leiðin til að fá konur til eftirlitsstarfa sé að auglýsa af og til eingöngu eftir konum, þar til viðunandi árangur næst við að jafna kynjahlutföllin. Velta má fyrir sér hvort löggjafinn hafi ætlað sértækum aðgerðum hlutverk í tilvikum sem þessum en í núgildandi löggjöf er það óljóst. Heildarendurskoðun jafnréttislaga stendur nú yfir og mikilvægt er að vilji löggjafans komi fram með skýrum hætti varðandi heimildir atvinnurekanda til að jafna kynjahlutföll á vinnustað sínum og að tryggja að hann hafi þau verkfæri sem þarf til þess að uppfylla þessa lögbundnu skyldu. Halla María Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur hjá Fiskistofu Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri mannauðs- og fjármála hjá Fiskistofu
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun