Áunnin andúð á á-orðinu Baldur Thorlacius skrifar 3. júlí 2020 09:00 Haustið 2008 bættist nýtt orð á lista bannorða á íslenskum fjármálamarkaði. Orð sem þótti frá og með þeim tíma svo hræðilegt og dónalegt að það mátti varla segja það upphátt. Orð sem varð að hálfgerðum Voldemort fjármálageirans. Orðið er áhætta. Þessi áunna andúð á áhættu var mjög skiljanleg. Hér varð hrun. Við þurftum að ná áttum og greina hvað fór úrskeiðis áður en markaðurinn gat farið að íhuga eitthvað sem fæli í sér áhættu. Það er aftur á móti áhyggjuefni að viðhorf margra til áhættu virðist vera nánast óbreytt í dag, 12 árum síðar. Á-orðið hefur náð að festast í sessi sem bannorð. Í þessu samhengi er afar mikilvægt að gera greinarmun á meðvitaðri og ómeðvitaðri áhættu. Vissulega var mikið um áhættusækni á árunum fram að hruni, en það er ekki svo að hrunið megi rekja til of mikilla fjárfestinga í nýsköpun eða öðrum rekstri sem er í eðli sínu áhættusamur. Þvert á móti var lagt mikið kapp á fjárfestingar sem voru sagðar nokkuð traustar. Sökum villandi og jafnvel rangrar framsetningar upplýsinga reyndist áhættan aftur á móti talsvert meiri en flestir höfðu áttað sig á. Eftir hrun hefur hér byggst upp öflugur markaður með skuldabréf og almenningshlutafélög sem eiga það flest sameiginlegt að vera í nokkuð stöðugum rekstri. En í flóruna vantar fleiri nýsköpunarfyrirtæki og fleiri fyrirtæki sem eru að reyna að hasla sér völl. Fyrirtæki sem bjóða fjárfestum með sér í ákveðna vegferð. Leggja spilin á borðið, greina frá því hvað þau hyggjast gera og hver áhættan er. Ef vel tekst til gætu fjárfestar fengi mjög góða ávöxtun. Ef ekki gætu þeir jafnvel tapað öllu. Í stuttu máli: Meiri meðvitaða áhættu. Fjárfestar eiga ekki að gefa neinn afslátt af kröfum um upplýsingagjöf, gagnsæi, góða stjórnarhætti, verkferla, ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum og annað sem eflir og styrkir ákvarðanatöku þeirra. En þeir eiga að vera opnir fyrir því að taka meðvitaða og vel ígrundaða áhættu. Seðlabankastjóri hafði nýlega orð á því að hann vonaðist til að lægri vextir myndu „örva hlutabréfamarkaðinn og auðvelda fyrirtækjum að sækja sér það áhættufjármagn sem við sannarlega þurfum á að halda til að skapa ný störf og aukna verðmætasköpun í hagkerfinu”. Það má vel taka undir þau orð. Það er alveg ótrúlega mikilvægt að þetta takist vel og við náum kröftugri viðspyrnu með því að byggja hér upp fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Til þess þarf að byrja á því að koma á-orðinu af bannorðalistanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Haustið 2008 bættist nýtt orð á lista bannorða á íslenskum fjármálamarkaði. Orð sem þótti frá og með þeim tíma svo hræðilegt og dónalegt að það mátti varla segja það upphátt. Orð sem varð að hálfgerðum Voldemort fjármálageirans. Orðið er áhætta. Þessi áunna andúð á áhættu var mjög skiljanleg. Hér varð hrun. Við þurftum að ná áttum og greina hvað fór úrskeiðis áður en markaðurinn gat farið að íhuga eitthvað sem fæli í sér áhættu. Það er aftur á móti áhyggjuefni að viðhorf margra til áhættu virðist vera nánast óbreytt í dag, 12 árum síðar. Á-orðið hefur náð að festast í sessi sem bannorð. Í þessu samhengi er afar mikilvægt að gera greinarmun á meðvitaðri og ómeðvitaðri áhættu. Vissulega var mikið um áhættusækni á árunum fram að hruni, en það er ekki svo að hrunið megi rekja til of mikilla fjárfestinga í nýsköpun eða öðrum rekstri sem er í eðli sínu áhættusamur. Þvert á móti var lagt mikið kapp á fjárfestingar sem voru sagðar nokkuð traustar. Sökum villandi og jafnvel rangrar framsetningar upplýsinga reyndist áhættan aftur á móti talsvert meiri en flestir höfðu áttað sig á. Eftir hrun hefur hér byggst upp öflugur markaður með skuldabréf og almenningshlutafélög sem eiga það flest sameiginlegt að vera í nokkuð stöðugum rekstri. En í flóruna vantar fleiri nýsköpunarfyrirtæki og fleiri fyrirtæki sem eru að reyna að hasla sér völl. Fyrirtæki sem bjóða fjárfestum með sér í ákveðna vegferð. Leggja spilin á borðið, greina frá því hvað þau hyggjast gera og hver áhættan er. Ef vel tekst til gætu fjárfestar fengi mjög góða ávöxtun. Ef ekki gætu þeir jafnvel tapað öllu. Í stuttu máli: Meiri meðvitaða áhættu. Fjárfestar eiga ekki að gefa neinn afslátt af kröfum um upplýsingagjöf, gagnsæi, góða stjórnarhætti, verkferla, ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum og annað sem eflir og styrkir ákvarðanatöku þeirra. En þeir eiga að vera opnir fyrir því að taka meðvitaða og vel ígrundaða áhættu. Seðlabankastjóri hafði nýlega orð á því að hann vonaðist til að lægri vextir myndu „örva hlutabréfamarkaðinn og auðvelda fyrirtækjum að sækja sér það áhættufjármagn sem við sannarlega þurfum á að halda til að skapa ný störf og aukna verðmætasköpun í hagkerfinu”. Það má vel taka undir þau orð. Það er alveg ótrúlega mikilvægt að þetta takist vel og við náum kröftugri viðspyrnu með því að byggja hér upp fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Til þess þarf að byrja á því að koma á-orðinu af bannorðalistanum.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun