Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga samstarfskonu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2020 17:53 Héraðsdómur Reykjavíkur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað þáverandi samstarfskonu hans á heimili hennar í Kópavogi árið 2016. Maðurinn þarf að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Nauðgunin átti sér stað eftir starfsmannasamkvæmi en að því loknu héldu nokkrir starfsmenn á veitingastað, þar á meðal maðurinn og konan. Fyrir dómi sagðist konan hafa boðið manninum og öðrum vinnufélaga þeirra að gista heima hjá sér, þar sem þeir ættu heima í talsverðri fjarlægð. Hinn vinnufélaginn vildi hins vegar ekki gista og sagði konan að hún hafi þá ekki kunnað við að draga boðið til baka. Varð svo úr að þau héldu heim til konunnar. Fyrir dómi sagðist hún síðar hafa vaknað í engum fötum við það að maðurinn hafi verið að hafa við hana samfarir. Sagðist hún hafa beðið hann um að hætta, án árangurs. Maðurinn vildi hins vegar meina að hann hefði spurt konuna hvort hún væri til í „netflix og chill“ sem jafngilti því að spyrja viðkomandi hvort hann vildi hafa kynmök, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Sagði hann konuna hafa sagt nei við því en já þegar hann spurði hana hvort hún vildi kúra. Eitt hafi leitt að öðru sem hafi endað með kynmökum þeirra. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að innbyrðis samræmi hafi gætt hjá konunni varðandi öll meginatriði málsins, auk þess sem að ýmis atriði og sönnunargögn renni eindregnum stoðum undir framburð hennar. Að mati héraðsdóms var framburður mannsins „í sjálfu sér ekki ótrúverðugur“ þó að sumt hafi haft yfir sér sérkennilegan blæ, líkt og segir í dómi héraðsdóms. Taldi héraðsdómur að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði nauðgað konunni. Var hann því dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða henni þrjár milljónir í miskabætur auk málskostnaðar, 3,6 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað þáverandi samstarfskonu hans á heimili hennar í Kópavogi árið 2016. Maðurinn þarf að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Nauðgunin átti sér stað eftir starfsmannasamkvæmi en að því loknu héldu nokkrir starfsmenn á veitingastað, þar á meðal maðurinn og konan. Fyrir dómi sagðist konan hafa boðið manninum og öðrum vinnufélaga þeirra að gista heima hjá sér, þar sem þeir ættu heima í talsverðri fjarlægð. Hinn vinnufélaginn vildi hins vegar ekki gista og sagði konan að hún hafi þá ekki kunnað við að draga boðið til baka. Varð svo úr að þau héldu heim til konunnar. Fyrir dómi sagðist hún síðar hafa vaknað í engum fötum við það að maðurinn hafi verið að hafa við hana samfarir. Sagðist hún hafa beðið hann um að hætta, án árangurs. Maðurinn vildi hins vegar meina að hann hefði spurt konuna hvort hún væri til í „netflix og chill“ sem jafngilti því að spyrja viðkomandi hvort hann vildi hafa kynmök, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Sagði hann konuna hafa sagt nei við því en já þegar hann spurði hana hvort hún vildi kúra. Eitt hafi leitt að öðru sem hafi endað með kynmökum þeirra. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að innbyrðis samræmi hafi gætt hjá konunni varðandi öll meginatriði málsins, auk þess sem að ýmis atriði og sönnunargögn renni eindregnum stoðum undir framburð hennar. Að mati héraðsdóms var framburður mannsins „í sjálfu sér ekki ótrúverðugur“ þó að sumt hafi haft yfir sér sérkennilegan blæ, líkt og segir í dómi héraðsdóms. Taldi héraðsdómur að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði nauðgað konunni. Var hann því dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða henni þrjár milljónir í miskabætur auk málskostnaðar, 3,6 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira