Enski boltinn

Manchester City stóð heiðursvörð fyrir Liverpool

Ísak Hallmundarson skrifar
Leikmenn Liverpool labba inn á völlinn í kvöld. 
Leikmenn Liverpool labba inn á völlinn í kvöld.  getty/Peter Powell

Leikmenn og þjálfarar Manchester City stóðu heiðursvörð í kringum leikmenn Liverpool þegar þeir löbbuðu inn á völlinn fyrir leik liðanna sem hófst kl. 19:15 í kvöld. 

Það fór varla framhjá neinum að Liverpool varð Englandsmeistari í fyrsta skipti í 30 ár síðasta fimmtudag, eftir tap City gegn Chelsea.

Ekkert lið hefur orðið meistari eftir jafnfáa leiki í ensku úrvalsdeildinni en hefðin er sú að liðin sem mæta meisturunum í næsta leik standi heiðursvörð. Það kom í hlut Manchester City í kvöld.

Guardiola klappar fyrir Englandsmeisturunumgetty/Dave Thompson

Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Manchester City, en mörkin gerðu Kevin de Bruyne, Raheem Sterling og Phil Foden. 

getty/Laurence Griffiths



Fleiri fréttir

Sjá meira


×