Enski boltinn

Manchester City valtaði yfir Englandsmeistaranna

Ísak Hallmundarson skrifar
Leikmenn City stóðu heiðursvörð fyrir Liverpool fyrir leik. Þeir fengu þó þann heiður að sigra leikinn. 
Leikmenn City stóðu heiðursvörð fyrir Liverpool fyrir leik. Þeir fengu þó þann heiður að sigra leikinn.  getty/Laurence Griffiths

Manchester City rúllaði yfir nýkrýnda Englandsmeistara Liverpool í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Það var Belginn Kevin de Bruyne sem kom City á bragðið þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á 25. mínútu. 

Raheem Sterling náði að skora gegn sínu gamla félagi þegar hann kom City í 2-0 á 35. mínútu og þeir héldu síðan áfram að skora á tíu mínútna fresti því hinn ungi Phil Foden skoraði glæsilegt mark á 45. mínútu.

Á 66. mínútu varð Alex Oxlade-Chamberlain fyrir því óláni að skora sjálfsmark, eftir að skot Raheem Sterling sem var á leiðinni framhjá fór af Chamberlain og í netið.

Fleiri urðu mörkin ekki og virkilega vel gert hjá City að mæta ákveðnir til leiks þrátt fyrir að hafa í rauninni ekki að neinu að keppa, en það hefur líklega verið einhver þynnka í Liverpool-liðinu eftir að það var staðfest að þeir væru orðnir meistarar.

Úrslitin breyta engu varðandi stöðuna í deildinni, þar sem Liverpool er eins og áður segir Englandsmeistari og því verður ekki breytt. Manchester City situr sem fastast í öðru sætinu og verða væntanlega þar í enda tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×