Tekjurnar úr 700 milljónum niður í 700 þúsund Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 2. júlí 2020 22:30 Þórir Garðarsson er framkvæmdastjóri Gray line Stöð 2/Egill Tekjur rútufyrirtækisins Gray line fóru úr sjö hundruð milljónum á þriggja mánaða tímabili niður í sjö hundruð þúsund eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Félagið er komið í greiðsluskjól og fasteignir hafa verið settar á sölu. Gray line er eitt þeirra fyrirtækja í ferðaþjónustu sem gripið hafa til þess ráðs að óska eftir greiðsluskjóli, í samræmi við lög um um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar sem Alþingi samþykkti í júní. „Eins og staðan er í dag þá sjáum við því miður ekki til lands. Við áttum kannski von á að eitthvað færi að rofa til núna í júlí en það er svosem ekki mikið að ske. Það sem við sjáum í kortunum er að bókanir fyrir seinnipart haustsins, nóvember, desember, janúar, febrúar eftir áramótin eru ágætlega góðar miðað við á síðasta ári en sumarmánuðirnir eru eiginlega farnir fyrir vind sýnist mér,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray line. Þrátt fyrir erfiða stöðu sjái hann fram á það takist að halda fyrirtækinu á floti en yfir 90% starfsfólks hefur verið sagt upp og vinnur nú uppsagnarfrest. „Síðan fækkar töluvert eftir þennan mánuð en við erum ekki búin að taka ákvörðunum það hversu margir verða áfram inn í haustið, inn í ágúst,“ segir Þórir. Þá hefur húsnæði fyrirtækisins við Klettagarða verið auglýst til sölu. „Þetta er bara hús. Það sem skiptir mestu máli er að fyrirtækið komi vel út úr þessu og geti haldið áfram að afla hér tekna.“ Hann segir að skimun á landamærum um miðjan júní hafi litlu breytt, enn sem komið er. Innkoman sé ennþá lítil sem engin. „Við erum að tala um að mánuðina fyrir covid vorum við með 700 milljónir í tekjur fyrir þá þrjá mánuði. Síðustu þrjá mánuði eftir covid þá vorum við með 700 þúsund. Þannig að það er eitt prómill,“ segir Þórir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Tekjur rútufyrirtækisins Gray line fóru úr sjö hundruð milljónum á þriggja mánaða tímabili niður í sjö hundruð þúsund eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Félagið er komið í greiðsluskjól og fasteignir hafa verið settar á sölu. Gray line er eitt þeirra fyrirtækja í ferðaþjónustu sem gripið hafa til þess ráðs að óska eftir greiðsluskjóli, í samræmi við lög um um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar sem Alþingi samþykkti í júní. „Eins og staðan er í dag þá sjáum við því miður ekki til lands. Við áttum kannski von á að eitthvað færi að rofa til núna í júlí en það er svosem ekki mikið að ske. Það sem við sjáum í kortunum er að bókanir fyrir seinnipart haustsins, nóvember, desember, janúar, febrúar eftir áramótin eru ágætlega góðar miðað við á síðasta ári en sumarmánuðirnir eru eiginlega farnir fyrir vind sýnist mér,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray line. Þrátt fyrir erfiða stöðu sjái hann fram á það takist að halda fyrirtækinu á floti en yfir 90% starfsfólks hefur verið sagt upp og vinnur nú uppsagnarfrest. „Síðan fækkar töluvert eftir þennan mánuð en við erum ekki búin að taka ákvörðunum það hversu margir verða áfram inn í haustið, inn í ágúst,“ segir Þórir. Þá hefur húsnæði fyrirtækisins við Klettagarða verið auglýst til sölu. „Þetta er bara hús. Það sem skiptir mestu máli er að fyrirtækið komi vel út úr þessu og geti haldið áfram að afla hér tekna.“ Hann segir að skimun á landamærum um miðjan júní hafi litlu breytt, enn sem komið er. Innkoman sé ennþá lítil sem engin. „Við erum að tala um að mánuðina fyrir covid vorum við með 700 milljónir í tekjur fyrir þá þrjá mánuði. Síðustu þrjá mánuði eftir covid þá vorum við með 700 þúsund. Þannig að það er eitt prómill,“ segir Þórir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira