Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2020 22:50 Bandaríkin standa nú frammi fyrir annarri bylgju af kórónavírussmitum. AP/Christopher Dolan. Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. Í frétt Reuters um málið segir að því sé ljóst að faraldurinn sé á fleygiferð í Bandaríkjunum. Er Flórída tekið sem dæmi þar sem tíu þúsund smit greindust í dag. Þá hefur smitum fjölgað um 37 prósent í Kaliforníu undanfarna fjórtán daga. Alls hafa 128 þúsund látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Það er um fjórðungur allra þeirra sem staðfest hefur verið að hafi látist í tengslum við vírusinn. Alls greindust 53 þúsund með smit í Bandaríkjunum í dag, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum degi. Fyrra met, rétt tæplega 52 þúsund smit, var sett í gær. Ríkisstjórar víða íhuga nú eða hafa tilkynnt um að aftur verði hert á samkomubanni, fjöldatakmörkunum eða öðrum aðgerðum sem slakað var á fyrir skömmu vegna alvarlega efnahagslegra áhrifa sem lokanirnar höfðu. Þannig hefur Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, tilkynnt að nú séu allir þeir sem staddir séu í sýslu þar sem tuttugu eða fleiri smit eru staðfest að ganga með grímu á almannafæri. Er þar um viðsnúning að ræða hjá Abbott en stutt er síðan hann bannaði embættismönnum að refsa þeim sem ekki ganga um með grímur á almannafæri. Anthony Fauci, einn helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, telur að í það minnsta megi skýra hluta hinnar nýju bylgju með því að yfirvöld víða um Bandaríkin gripu ekki til jafn harðra aðgerða og sum lönd í Evrópu gerðu til þess að stemma í stigu við faraldurinn. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. Í frétt Reuters um málið segir að því sé ljóst að faraldurinn sé á fleygiferð í Bandaríkjunum. Er Flórída tekið sem dæmi þar sem tíu þúsund smit greindust í dag. Þá hefur smitum fjölgað um 37 prósent í Kaliforníu undanfarna fjórtán daga. Alls hafa 128 þúsund látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Það er um fjórðungur allra þeirra sem staðfest hefur verið að hafi látist í tengslum við vírusinn. Alls greindust 53 þúsund með smit í Bandaríkjunum í dag, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum degi. Fyrra met, rétt tæplega 52 þúsund smit, var sett í gær. Ríkisstjórar víða íhuga nú eða hafa tilkynnt um að aftur verði hert á samkomubanni, fjöldatakmörkunum eða öðrum aðgerðum sem slakað var á fyrir skömmu vegna alvarlega efnahagslegra áhrifa sem lokanirnar höfðu. Þannig hefur Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, tilkynnt að nú séu allir þeir sem staddir séu í sýslu þar sem tuttugu eða fleiri smit eru staðfest að ganga með grímu á almannafæri. Er þar um viðsnúning að ræða hjá Abbott en stutt er síðan hann bannaði embættismönnum að refsa þeim sem ekki ganga um með grímur á almannafæri. Anthony Fauci, einn helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, telur að í það minnsta megi skýra hluta hinnar nýju bylgju með því að yfirvöld víða um Bandaríkin gripu ekki til jafn harðra aðgerða og sum lönd í Evrópu gerðu til þess að stemma í stigu við faraldurinn.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira