Þægilegt hjá Englandsmeisturunum gegn Villa Ísak Hallmundarson skrifar 5. júlí 2020 17:25 Klopp klessir hann við Salah eftir leikinn í gær. vísir/getty Liverpool vann þægilegan 2-0 sigur á botnbaráttuliði Aston Villa á Anfield í dag. Liðið getur enn bætt stigamet Manchester City. Staðan var markalaus í afar rólegum fyrri hálfleik en Englandsmeistararnir voru töluvert meira með boltann. Það var á 71. mínútu sem Sadio Mane braut ísinn fyrir Liverpool og kom þeim í 1-0 eftir sendingu frá Naby Keita. Á 89. mínútu skoraði táningurinn Curtis Jones síðan sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni og kom Liverpool í 2-0 en hann kom inn á sem varamaður. Mörkin reyndust ekki fleiri og Liverpool aftur komið á sigurbraut eftir stórt tap í síðustu umferð. Sigurinn breytir auðvitað ekki neinu fyrir stöðu Liverpool í deildinni fyrir utan það að þeir eiga enn möguleika á að bæta stigamet Manchester City sem er 100 stig. Liverpool getur enn fengið 104 stig vinni þeir alla leiki sína. Aston Villa er hinsvegar í slæmum málum í 18. sæti, fallsæti, og hafa ekki unnið leik í deildinni síðan í janúarmánuði. Enski boltinn
Liverpool vann þægilegan 2-0 sigur á botnbaráttuliði Aston Villa á Anfield í dag. Liðið getur enn bætt stigamet Manchester City. Staðan var markalaus í afar rólegum fyrri hálfleik en Englandsmeistararnir voru töluvert meira með boltann. Það var á 71. mínútu sem Sadio Mane braut ísinn fyrir Liverpool og kom þeim í 1-0 eftir sendingu frá Naby Keita. Á 89. mínútu skoraði táningurinn Curtis Jones síðan sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni og kom Liverpool í 2-0 en hann kom inn á sem varamaður. Mörkin reyndust ekki fleiri og Liverpool aftur komið á sigurbraut eftir stórt tap í síðustu umferð. Sigurinn breytir auðvitað ekki neinu fyrir stöðu Liverpool í deildinni fyrir utan það að þeir eiga enn möguleika á að bæta stigamet Manchester City sem er 100 stig. Liverpool getur enn fengið 104 stig vinni þeir alla leiki sína. Aston Villa er hinsvegar í slæmum málum í 18. sæti, fallsæti, og hafa ekki unnið leik í deildinni síðan í janúarmánuði.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti