Hin sósíalíska Mál og menning komin hálf ofan í skúffu sænsks kauphallarfyrirtækis Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2020 15:01 Gunnar Smári, frá undirritun samings Forlags og Storytel og Hannes Hólmsteinn. Eitt og annað má lesa í tíðindi vikunnar þau er Storytel keypti 70 prósenta hlut í Forlaginu. Eitt er það hvort þarna hafi kapítalistminn verið að gleypa í sig síðasta bitann. Mál og menning er nefnilega ekki hvaða félag sem er. Mál og menning er sem eftirréttur í átveislu kapítalismans að mati margra sem nú velta fyrir sér menningar- og viðskiptalegum stórtíðindum vikunnar. Kaupum Storytel AB á 70 prósentum stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Ef til vill táknrænn sem slíkur. Velta Forlagsins árið 2019 var 1100 milljónir íslenskra króna. Kaupverðið er ekki gefið upp en seljendur eru sjálfseignastofnunin Mál og menning auk þess sem framkvæmdastjóri Forlagsins, Egill Örn Jóhannsson, selur sinn hlut. MM heldur eftir 30 prósentum. Forlagið er með þessu komið með annan fótinn inn í sænsku kauphöllina. Ótal spurningum er ósvarað. Hvaða áhrif hefur þetta á til þess að gera nýlega stjórnvaldsaðgerð Lilju D. Alfreðsdóttur sem ákvað að styrkja íslenska bókaútgáfu um 400 milljónir króna? Málið var til umfjöllunar í netþætti Gunnars Smára Egilssonar Rauða borðinu í gær og þar sagði Gauti Kristmannsson: „Það er velunnarakerfi af hálfu ríkisins, okkar allra; það eru listamannalaunin, það eru sjóðir, þetta myndi ekki þrífast án þessarar innspýtingar yfirleitt. Það væri vonlaust. Við erum ekki á valdi markaðsaflanna á Íslandi heldur er þetta breiður opinber stuðningur. Og það má færa rök fyrir því að það geri lífið í landinu bærilegt. Margrét Tryggvadóttir, stjórnarmaður í Rithöfundasambandinu, veltir því fyrir sér hvaða afleiðingar þetta hafi fyrir þá ríkisstyrki sem fyrir eru til rithöfunda og bókaútgáfu. Ef þetta hyrfi allt myndum við fara til Noregs eða lengra. Síðan er spurning þegar svona stór aðili, hvort sem hann er sænskur eða stórt fyrirtæki sem gleypir markaðinn, eins og Forlagið var búið að gera að einhverju marki; hvaða stjórn getum við haft á því. Og vilja stjórnmálamenn þá veita styrki til starfsemi þar sem peningarnir fara út úr landi.“ Hvað verður nú um alla ríkisstyrkina? Margrét Tryggvadóttir, sem er stjórnarmaður í Rithöfundasambandinu, segir þetta einmitt brýna spurningu. Sérstaklega eftir umræddan stuðning stjórnvalda, sem Margrét segir fyrsta alvöru stuðninginn við bókaútgáfu í landinu. „Höfundar hafa verið styrktir og ákveðin verkefni en ekki öll útgáfa svo lengi sem hún er á á íslensku. Eins og er núna.“ Hvaða áhrif hefur þetta á stöðu höfunda? En gagnrýnt hefur hversu ógagnsætt samingamálum er háttað hjá Storytel. Íslensk forlög hafa staðið í stríði við Storytel og þannig er ekki langt síðan Forlagið vildi kippa öllum bókum sem það hefur gefið út úr hljóðbókasafni Storytel. En þessar nýjustu vendingar þýða væntanlega að allur katalógur bókaútgáfunnar rennur þar inn án þess að rithöfundar hafi neitt um það að segja. Hvaða áhrif hefur þetta á bóksölu? Ragnheiður Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Rithöfundasambandsins segir rithöfunda uggandi vegna hinna nýju tíðinda, síminn á skrifstofunni hefur ekki stoppað. Í tilkynningu þar sem greint var frá kaupunum var sagt að með þessu væri styrkum stoðum skotið undir rekstur forlagsins, nokkuð sem framlag íslenskra stjórnvalda átti að gera. Engar breytingar yrðu á starfsmannahaldi. Bækur yrðu gefnar út eftir sem áður en neytendur eiga þess nú kost að greiða mánaðargjald fyrir ótakmarkaðan aðgang að hljóðbókum. Tónlistarmenn þekkja vel á sínu skinni hvernig netið hefur breytt öllu rekstrarfyrirkomulagi. Plötur seljast ekki lengur og þeir þurfa í auknari mæli en áður var að koma fram opinberlega til að fá fyrir salti í grautinn. Ef til vill þýðir þetta til lengri tíma það að Arnaldur Indriðason, konungur íslenskrar bóksölu, muni taka að birtast og lesa uppúr bókum sínum? Hinn smánarlegi hlutur höfunda Rithöfundar óttast mjög um sinn hag. Ragnheiður Tryggvadóttir staðfesti það í samtali við fréttastofu í gær og sagði að síminn hefði ekki stoppað. Margir þeirra hafa þegar tjáð sig en stjórn rithöfundasambandsins kemur saman í dag til að ræða hina nýju stöðu. Dagur Hjartarson rithöfundur gerir málið að umfjöllunarefni á Twittersíðu sinni. Storytel var að kaupa Forlagið. pic.twitter.com/2cHvWCloxN— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 2, 2020 „Storytel hefur komið af krafti inn á íslenskan hljóðbókamarkað og samkvæmt framkvæmdastjóra íslenska dótturfélagsins (sem verður væntanlega stjórnarmaður í Forlaginu), er útgáfan strax orðin arðbær. Það er: arðbær fyrir eigendur Storytel. Hlutur höfunda er smánarlegur. Dæmi eru um að höfundar fái um 20 krónur fyrir staka hlustun á bók, sem er miklu minna en fyrir útlán á bókasafni. Og samningar Storytel eru svo ógagnsæir að þrátt fyrir talsverða eftirgrenslan Rithöfundasambandsins er allt á huldu,“ segir Dagur Hjartarson rithöfundur í pistli sem hann birtir á Twitter. Með lætur hann fylgja mynd sem Morgunblaðið vann upp úr kjarakönnun Rithöfundasambandsins. Dagur segir þær tölur segja það sem segja þarf. „Hljóðbækur eru komnar til að vera – þær eru framtíðin – en þeir höfundar sem ætla að stóla á þessa arðbæru viðskiptahætti, hver er framtíð þeirra?“ Biðlað til hinnar menningarsinnuðu alþýðu Að Mál og menning, þetta óskabarn menningarinnar og alþýðu – ein helsta stoð bókmennta og íslenskrar tungu um áratugaskeið - yrði rifrildi í skúffu sænsks dreifingaraðila og kauphallarfyrirtækis er nokkuð sem þeir höfundar sem stofnuðu til þessarar sjálfeignafélags hefði vart getað órað fyrir. Eða hvað? „Við skorum á íslenska alþýðu, að bregðast vel við félagsstofnun þessari. Þjóðin má ekki gleyma, að hún slítur upp margar heilbrigðustu lífsrætur sínar um leið og hún hættir að lesa, og með því getur hún verið að slá eitthvert bitrasta vopnið úr höndum sér. Það eru hinir sömu róttæku kraftar, sem sköpuðu »Rauða penna« og gengust fyrir stofnun »Heimskringlu«, sem enn á ný — og í þetta sinn með auknum liðsstyrk — sýna dugnað sinn og menningaráhuga, og hrinda þessu, nýja bókmenntafélagi af stokkunum. Halldór Kiljan Laxness var einn stofnfélaga hinnar merku sjálfseignastofnunar Máls og menningar. Markmiðið var að alþýðan risi til áhrifa óháð stórkapítalinu og hefði aðgang að bókmenntum.úr einkasafni Alþýða manna mun fagna þessu nýja afreki rithöfundanna. Með stofnun þessa bókmenntafélags eiga að vera, skapaðir möguleikar til að brjóta niður múrinn, sem enn er milli rithöfundanna og fátækrar alþýðu. Alþýðan getur sjálf, með því að fylkja sér inn í bókmenntafélagið »Mál og menning«, unnið hröðum skrefum að því að afla sér svo ódýrra bóka, að ekki sé henni fjárhagslega um megn. Svo hljóðar niðurlag boðunarbréfs sem undirritað var af stjórn Mál og menningar og fól í sér áskorun til alþýðufólks um að gerast félagar í Mál og menningu. Í stjórninni voru: H. K. Laxness., Sig. Thorlacius, Halldór Stefánsson, Eiríkur Magnússon og Kristinn Andrésson. Vinstri menn vilja líka grilla á kvöldin Þannig er málið stærra en svo að það snúist um kaup og sölu á fyrirtæki. Undir er íslensk tunga að margra mati; íslenskar bókmenntir og mengun hugmyndafræðinnar: Stórkapítalisminn, alþjóðavæðingin að gleypa samvinnuhugsjónina, hina sósíalísku hugmyndafræði sem Mál og menning grundvallast á og hefur löngum farið í taugarnar helstu boðberum frjálshyggjunnar svo sem Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. Hannes hlýtur að fagna en yfirráð vinstri manna yfir menningunni hafa löngum verið eitur í hans beinum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur verið óþreytandi að benda á það að Mál og menning hefur notið styrkja frá Sovétríkjunum. Hannes gerir engar athugasemdir við þessi viðskipti. En óttast ritskoðunaráráttu stórfyrirtækja.visir/Stefán Óli Hannes hefur verið óþreytandi að rifja það upp að Rúblan, byggingin við Laugaveg og hýsti lengi höfuðstöðvar Máls og menningar, var reist fyrir framlag sovétska kommmúnistaflokksins. Hannes segir vinstri menn lesa meira meðan hægri menn eru uppteknir við að græða á daginn og grilla á kvöldin. Í þau orð má lesa að Hannes hefði gjarnan þegið upplýstari bandamenn í orðaskaki um hugmyndafræði. Hannes hefur tjáð sig um kaupin, segir þau í sjálfu sér ekki áhyggjuefni. „Áhyggjuefnið er allt annað. Það er, þegar almannaveitur eins og Facebook, Twitter, Instagram og hugsanlega Story-Tel (í framtíðinni) taka sér vald til að ritskoða efni á mjög harkalegan hátt,“ segir Hannes um hinar athyglisverðu vendingar á bókamarkaði. Mál og menning er ekki bara eitthvað félag. Í úttekt sem DV birti 24. janúar 2004 er fjallað um sögu Bókafélagsins undir fyrirsögninni: „Mál og menning Skipið sem átti ekki að geta sokkið“. Á einu ári, í kjölfar sameiningar við Vöku-Helgafell lenti hið þá velstæða félag í gríðarlega miklum hremmingum. Sagan er eins og grískur harmleikur þar sem aðalsöguhetjan fyllist oflæti (hybris) villist af vegi og fallið er hátt. Við erum samkvæmt því ekki komin enn á þann stað í leikritinu að um kennsl verði að ræða – kaþarsis – þó það verði yfirleitt í kjölfar kennsla, þegar hvörf verða í þræðinum. Félagið sem rak sig sjálft „Bókafélagið Mál og menning var stofnað árið 1937. Að stofnun þess stóðu bókaútgáfan Heimskringla og Félag byltingarsnauðra rithöfunda, með þá Kristin E. Andrésson, Halldór Laxness og Jóhannes úr Kötlum í broddi fylkingar. Mál og menning starfaði fyrst sem bókaklúbbur þar sem menn gengu í félagið, greiddu félagsgjöld og fengu bækur sendar í staðinn. Þessi fyrstu ár félagsins voru mikil uppvaxtarár og 1942 var verslunarrekstri bætt við starfsemina undir forystu Kristins sem á þessum tíma var formaður félagsins. Hann gegndi formennsku og framkvæmdastjórn allt fram til 1971 þegar Sigfús Daðason tók við. Ýmsir komu svo að stjórnun Máls og menningar árin á eftir uns Halldór Guðmundsson og Árni Einarsson komu til stafa 1983; Halldór sem útgáfustjóri og Árni sem framkvæmdastjóri,“ segir í úttekt DV. Árið 2004. DV fjallaði ítarlega um merkilega sögu Máls og menningar. Lengi rak fyrirtækið sig sjálft en svo gerðust veður válynd og á aðeins einu ári var reksturinn kominn í hnút. Þá hafði MM náð afar góðri fótfestu á hinum íslenska bókamarkaði. Var sjálfseignarfélag með stöðugan rekstur sem stóð undir sér og næsta áratuginn átti félagið eftir að vaxa enn frekar. Þó illa gengi hjá bókaforlögum á 10. áratug síðustu aldar hafði MM alltaf sterka stöðu á markaði. „Félagið átti sig að mestu sjálft og var utanaðkomandi öflum svo gott sem óháð. Höfðu menn á orði að félagið væri komið í þá stöðu að það ræki sig sjálft – hafði góða markaðsstöðu og stöðugar tekjur þannig að erfitt var að klúðra rekstrinum.“ Edda verður til Árið 1995 hafði Sigurður heitinn Svavarsson tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá Máli og menningu af Árna Einarssyni sem gerður var að verslunarstjóra. Sigurður og Halldór fóru fyrir félaginu síðustu árin fyrir sameiningu við Vöku-Helgafell og gegndu mikilvægu hlutverki við sameiningaferlið. Svo enn sé vitnað í úttekt DV: „Sameingin Vöku-Helgafells og Máls og menningar kom til vegna draumóra forsvarsmanna fyrirtækjanna um eitt öflugt útgáfufyrirtæki á Íslandi sem gæti keppt við erlenda aðila. Mál og menning hafði stuttu áður misst sinn helsta markaðsmann, Jóhann Pál Valdimarsson, út úr fyrirtækinu sem var í raun stefnulaust eftir það. Þá leitaði Mál og menning inn á ný svið – sóttist m.a. eftir sameiningu við Vöku-Helgafell til að bjarga markaðsmálum fyrirtækisins, og það gerði Halldór í andstöðu við félagsráð Máls og menningar. Þá ætluðu menn að hefja stórsókn íslenskra bókmennta á erlendum vettvangi og nýta sér Netið til miðlunar á upplýsingum – allt í takti við þá bjartsýni sem á þessum tíma ríkti í viðskiptalífinu. Halldór Guðmundsson var helsti hugmyndasmiðurinn á bak við sameininguna, sem átti sér stað sumarið 2000, og varð síðar framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis.“ Skipið sem átti ekki að geta sokkið sekkur Edda miðlun og útgáfa hf. varð til eftir sameininguna og vildi færa sig inn á ný svið og stækka þau sem fyrir voru. En á þeim tíma varð verulegt samdráttarskeið og fljótlega tók því mikill rekstrarvandi að myndast vegna samdráttar í tekjum, auk þess sem samlegðaráhrif sameiningarinnar skiluðu sér mjög seint. Illa gekk að koma þessu heim og saman, MM hafði verið rekið á samvinnuhugsjón en Vaka-Helgafell var klassíst hagnaðardrifið fyrirtæki. Halldór Guðmundsson sagði gjarnan „góða bækur finna sína kaupendur“ en ári eftir að fyrirtækið hafði verið stofnað var Edda í miklum vanda og þurfti nýtt hlutafé upp á 100 milljónir til að geta starfað áfram. „Bækurnar höfðu ekki fundið sína kaupendur og félagið skuldaði þá meira en 30 milljónir í höfundarréttargreiðslur, auk þess sem eignir höfðu verið oftaldar og skuldir vantaldar.“ Var þá gripið til þess að leita til Björgólfs Guðmundssonar fjárfestis sem hafði lengi sýnt áhuga á að reynast einskonar „patron of the arts“ – velgjörðarmaður listanna -, snemma árs 2002. En langt samningaferli hófst sem endaði með því að Björgólfur skráði sig fyrir hlutafjáraukningu í Eddunni upp á 100 milljónir, undir lok maí 2002. Við þetta eignaðist Björgólfur 68 prósent í fyrirtækinu en nokkrir aðilar frá Máli og menningu töldu sig bera skarðan hlut frá borði við samningana. „Loftkastalarnir, sem byggðir voru í kringum Eddu í upphafi, urðu henni þannig að falli. Menn ætluðu sér um of, vönduðu ekki sameiningarferlið og náðu þannig að koma sér í tóm vandræði á innan við ári,“ segir í umfjöllun DV. Jóhann Páll kaupir hræið eftir gjaldþrot Björgólfs Edda sigldi hægt en örugglega í þrot. Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður er mikill áhugamaður um þessa sögu og hefur látið sig þetta varða á samfélagsmiðlum. Hann segir að á nýfrjálshyggjuárunum hafi MM rennt inn í borgaralega bókaútgáfu drifna af markaðslögmálum, undir nafni Eddu útgáfu. Hann fer hratt yfir sögu í einum pistla sinna um þessi kaup: „Sem Björgólfur Guðmundsson keypti síðan til að kaupa sér virðingu en rak beint á hausinn. Jóhann Páll Valdimarsson, gamalreyndur bókaútgefandi, keypti síðan hræið og setti það ásamt öðru inn í Forlagið sem var risi á íslenskum bókamarkaði, með drottnandi stöðu. Svo seldi Jóhann Páll syni sínum og fleiri félagið og nú skyndilega eiga einhverjir fjárfestingarsjóðir Mál & menningu og megnið af bókmenntaarfi Íslendinga síðustu hundrað árin eða svo.“ Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann seldi Storytel sinn hlut í fyrirtækinu. En áður hafði faðir hans, Jóhann Páll Valdimarsson, selt sinn hlut. Það var árið 2016 en hlutur hans var 42,5 prósent. Samkvæmt heimildum Vísis er ekkert fararsnið á Agli Erni úr stóli framkvæmdastjórans þrátt fyrir þessar vendingar.visir/Jakob Gunnar Smári hefur þetta til marks um að nýfrjálshyggjan éti upp öll verðmæti: „Það sem byggt var upp af hugsjón verður söluvara millum braskara; hugmyndin um uppbyggingu samfélagslegra verðmæta hverfur og í staðinn kemur bláköld staðreynd: Íslenskar bókmenntir verða byggðar upp og varðar eftir því að einhverjir fjárfestingarsjóðir telja henta sér.“ Halldór Guðmundsson reynir að lægja öldur Eins og áður sagði hafa rithöfundar verulegar áhyggjur af stöðu mála bæði hvað varðar samninga við höfunda og svo það að með stórfyrirtækjavæðingu menningarinnar verði öllu steypt í sama mót; að listin verði að fjöldaframleiddum skyndibita þar sem markaðslögmálin ráði för. Halldór Guðmundsson, sem er formaður Félags Máls og menningar ávarpaði vini sína á Facebook og reyndi að lægja öldur. Hann sagðist skilja mæta vel þær áhyggjur. Hann segir tilgang sölunnar vera að tryggja framtíð útgáfunnar á miklum óvissutímum, að efla raf- og hljóðbókavæðingu íslenskra bókmennta sem ósköp einfaldlega hefur setið á hakanum en sem mikil eftirspurn er eftir meðal íslenskra lesenda, og að stækka markað íslenskra bókmennta. Halldór Guðmundsson við undirritun í gær, þar sem gengið var frá samingum um kaup Storytel á 70 prósentum hlutafjár í Forlaginu. „Storytel er útgáfufélag og fyrir því vakir öðru fremur að fá sem flesta titla inn í sína streymisveitu. Forlagið mun starfa áfram sem sjálfstætt bókaforlag sem gefur út bækur á íslensku og fer eftir íslenskum samningum og lögum. Það er engin sameining framundan og það er ekki að fara neitt, enda ekki eftirspurn eftir íslenskum bókmenntum erlendis nema þær séu þýddar sem við vonum að verði nú í auknum mæli.“ Halldór segir jafnframt að Mál og menning hyggst starfa innan Forlagsins en „líki okkur ekki vistin eigum við vörumerki félagsins og getum farið þegar okkur sýnist. Bókmenntafélagið setti sér í upphafi skýrt skilgreint aðalmarkmið: Að koma bókum á íslensku á framfæri við sem flesta lesendur á hagstæðum kjörum. Eftir því hyggjumst við áfram starfa, en ég sakna ekki stalínískrar fortíðar félagsins.“ Halldór og Hannes Hólmsteinn í eina sæng Áðurnefndur Gunnar Smári var ekki reiðubúinn að sleppa Halldóri við svo búið og spurði í athugasemd: „Hvers vegna ertu að kenna Stalín um óhagnaðardrifinn samvinnu- og félagsrekstur eins og valið standi aðeins á milli hagnaðardrifinna kauphallarfyrirtækja eða Stalíns? Mál og menning sem þú tókst við var einn af sproti arfleifðar sem innihélt líka bæjarútgerðirnar, kaupfélögin, alþýðuhúsin, alþýðublaðið, alþýðubankann, fræðslusamband alþýðunnar, Menningarsjóð og ótal margt annað; félög og stofnanir sem almenningur stofnaði og byggði upp til að komast hjá því að eiga allt sitt undir hagnaðardrifnum kauphallarfyrirtækjum auðvaldsins. Þú talar eins og Hannes Hólmsteinn, að sá sem ekki vill fjármáladrifinn dólgakapítalisma sé að kalla eftir Stalín. Nú? Eruð þið að biðja um Gúlagið? spyr hann í hvert sinn sem alþýðan biður um vald eða brauð.“ Gunnar Smári Egillsson er afar áhugasamur um sögu Máls og menningar og telur hana lýsandi fyrir eyðileggingarafl nýfrjálshyggjunnar, eins og hann kallar kapítalisma nútímans. Hann vill nú ekki gera mikinn greinarmun á Halldóri Guðmundssyni og Hannesi Hólmsteini.visir/frosti Halldór segist einfaldlega hafa verið að vísa í fjárhagsaðstoð frá Sovétríkjunum sem MM fékk. „Sögu félagsins, með hæðum sínum og lægðum, þekki ég ágætlega og hef skrifað ítarlega um hana, enda var það stofnað heima hjá afa mínum,“ segir Halldór. En Gunnar Smári, sem þykist þarna hafða fundið snöggan blett, hélt áfram og telur nú lítinn mun á Halldóri og Hannesi – en er vissulega óvænt vending. Halldór og Hannes hafa löngum eldað grátt silfur en báðir hafa þeir ritað bækur um Halldór Laxness. „Það gerir HHG einmitt líka, lýsir MM sem hluta af heimsvaldastefnu Sovétríkjanna eins og hann flokkar allt sósíalískt starf á síðustu öld.“ Þannig virðist sem leggja megi þetta mál upp sem hugmyndafræðileg átök milli þeirra isma sem einkenndu síðustu öld og gera jafnvel enn nema það á sér vissulega marga fleti aðra, svo marga að erfitt er að ná tökum á því eða ná utan um það. Menning Bókmenntir Efnahagsmál Samfélagsmiðlar Fréttaskýringar Bókaútgáfa Tengdar fréttir Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Stjórn og lögmaður Rithöfundasambandsins munu funda í fyrramálið um kaup Storytel AB á 70 prósenta hlut í Forlaginu. Framkvæmdastjóri sambandsins segir tíðindin hafa komið rithöfunum á óvart og að þeir séu uggandi yfir stöðunni. 2. júlí 2020 12:00 Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Stjórnarformaður Forlagsins segir að breyting á eignarhaldi muni engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra höfunda. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Mál og menning er sem eftirréttur í átveislu kapítalismans að mati margra sem nú velta fyrir sér menningar- og viðskiptalegum stórtíðindum vikunnar. Kaupum Storytel AB á 70 prósentum stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Ef til vill táknrænn sem slíkur. Velta Forlagsins árið 2019 var 1100 milljónir íslenskra króna. Kaupverðið er ekki gefið upp en seljendur eru sjálfseignastofnunin Mál og menning auk þess sem framkvæmdastjóri Forlagsins, Egill Örn Jóhannsson, selur sinn hlut. MM heldur eftir 30 prósentum. Forlagið er með þessu komið með annan fótinn inn í sænsku kauphöllina. Ótal spurningum er ósvarað. Hvaða áhrif hefur þetta á til þess að gera nýlega stjórnvaldsaðgerð Lilju D. Alfreðsdóttur sem ákvað að styrkja íslenska bókaútgáfu um 400 milljónir króna? Málið var til umfjöllunar í netþætti Gunnars Smára Egilssonar Rauða borðinu í gær og þar sagði Gauti Kristmannsson: „Það er velunnarakerfi af hálfu ríkisins, okkar allra; það eru listamannalaunin, það eru sjóðir, þetta myndi ekki þrífast án þessarar innspýtingar yfirleitt. Það væri vonlaust. Við erum ekki á valdi markaðsaflanna á Íslandi heldur er þetta breiður opinber stuðningur. Og það má færa rök fyrir því að það geri lífið í landinu bærilegt. Margrét Tryggvadóttir, stjórnarmaður í Rithöfundasambandinu, veltir því fyrir sér hvaða afleiðingar þetta hafi fyrir þá ríkisstyrki sem fyrir eru til rithöfunda og bókaútgáfu. Ef þetta hyrfi allt myndum við fara til Noregs eða lengra. Síðan er spurning þegar svona stór aðili, hvort sem hann er sænskur eða stórt fyrirtæki sem gleypir markaðinn, eins og Forlagið var búið að gera að einhverju marki; hvaða stjórn getum við haft á því. Og vilja stjórnmálamenn þá veita styrki til starfsemi þar sem peningarnir fara út úr landi.“ Hvað verður nú um alla ríkisstyrkina? Margrét Tryggvadóttir, sem er stjórnarmaður í Rithöfundasambandinu, segir þetta einmitt brýna spurningu. Sérstaklega eftir umræddan stuðning stjórnvalda, sem Margrét segir fyrsta alvöru stuðninginn við bókaútgáfu í landinu. „Höfundar hafa verið styrktir og ákveðin verkefni en ekki öll útgáfa svo lengi sem hún er á á íslensku. Eins og er núna.“ Hvaða áhrif hefur þetta á stöðu höfunda? En gagnrýnt hefur hversu ógagnsætt samingamálum er háttað hjá Storytel. Íslensk forlög hafa staðið í stríði við Storytel og þannig er ekki langt síðan Forlagið vildi kippa öllum bókum sem það hefur gefið út úr hljóðbókasafni Storytel. En þessar nýjustu vendingar þýða væntanlega að allur katalógur bókaútgáfunnar rennur þar inn án þess að rithöfundar hafi neitt um það að segja. Hvaða áhrif hefur þetta á bóksölu? Ragnheiður Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Rithöfundasambandsins segir rithöfunda uggandi vegna hinna nýju tíðinda, síminn á skrifstofunni hefur ekki stoppað. Í tilkynningu þar sem greint var frá kaupunum var sagt að með þessu væri styrkum stoðum skotið undir rekstur forlagsins, nokkuð sem framlag íslenskra stjórnvalda átti að gera. Engar breytingar yrðu á starfsmannahaldi. Bækur yrðu gefnar út eftir sem áður en neytendur eiga þess nú kost að greiða mánaðargjald fyrir ótakmarkaðan aðgang að hljóðbókum. Tónlistarmenn þekkja vel á sínu skinni hvernig netið hefur breytt öllu rekstrarfyrirkomulagi. Plötur seljast ekki lengur og þeir þurfa í auknari mæli en áður var að koma fram opinberlega til að fá fyrir salti í grautinn. Ef til vill þýðir þetta til lengri tíma það að Arnaldur Indriðason, konungur íslenskrar bóksölu, muni taka að birtast og lesa uppúr bókum sínum? Hinn smánarlegi hlutur höfunda Rithöfundar óttast mjög um sinn hag. Ragnheiður Tryggvadóttir staðfesti það í samtali við fréttastofu í gær og sagði að síminn hefði ekki stoppað. Margir þeirra hafa þegar tjáð sig en stjórn rithöfundasambandsins kemur saman í dag til að ræða hina nýju stöðu. Dagur Hjartarson rithöfundur gerir málið að umfjöllunarefni á Twittersíðu sinni. Storytel var að kaupa Forlagið. pic.twitter.com/2cHvWCloxN— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 2, 2020 „Storytel hefur komið af krafti inn á íslenskan hljóðbókamarkað og samkvæmt framkvæmdastjóra íslenska dótturfélagsins (sem verður væntanlega stjórnarmaður í Forlaginu), er útgáfan strax orðin arðbær. Það er: arðbær fyrir eigendur Storytel. Hlutur höfunda er smánarlegur. Dæmi eru um að höfundar fái um 20 krónur fyrir staka hlustun á bók, sem er miklu minna en fyrir útlán á bókasafni. Og samningar Storytel eru svo ógagnsæir að þrátt fyrir talsverða eftirgrenslan Rithöfundasambandsins er allt á huldu,“ segir Dagur Hjartarson rithöfundur í pistli sem hann birtir á Twitter. Með lætur hann fylgja mynd sem Morgunblaðið vann upp úr kjarakönnun Rithöfundasambandsins. Dagur segir þær tölur segja það sem segja þarf. „Hljóðbækur eru komnar til að vera – þær eru framtíðin – en þeir höfundar sem ætla að stóla á þessa arðbæru viðskiptahætti, hver er framtíð þeirra?“ Biðlað til hinnar menningarsinnuðu alþýðu Að Mál og menning, þetta óskabarn menningarinnar og alþýðu – ein helsta stoð bókmennta og íslenskrar tungu um áratugaskeið - yrði rifrildi í skúffu sænsks dreifingaraðila og kauphallarfyrirtækis er nokkuð sem þeir höfundar sem stofnuðu til þessarar sjálfeignafélags hefði vart getað órað fyrir. Eða hvað? „Við skorum á íslenska alþýðu, að bregðast vel við félagsstofnun þessari. Þjóðin má ekki gleyma, að hún slítur upp margar heilbrigðustu lífsrætur sínar um leið og hún hættir að lesa, og með því getur hún verið að slá eitthvert bitrasta vopnið úr höndum sér. Það eru hinir sömu róttæku kraftar, sem sköpuðu »Rauða penna« og gengust fyrir stofnun »Heimskringlu«, sem enn á ný — og í þetta sinn með auknum liðsstyrk — sýna dugnað sinn og menningaráhuga, og hrinda þessu, nýja bókmenntafélagi af stokkunum. Halldór Kiljan Laxness var einn stofnfélaga hinnar merku sjálfseignastofnunar Máls og menningar. Markmiðið var að alþýðan risi til áhrifa óháð stórkapítalinu og hefði aðgang að bókmenntum.úr einkasafni Alþýða manna mun fagna þessu nýja afreki rithöfundanna. Með stofnun þessa bókmenntafélags eiga að vera, skapaðir möguleikar til að brjóta niður múrinn, sem enn er milli rithöfundanna og fátækrar alþýðu. Alþýðan getur sjálf, með því að fylkja sér inn í bókmenntafélagið »Mál og menning«, unnið hröðum skrefum að því að afla sér svo ódýrra bóka, að ekki sé henni fjárhagslega um megn. Svo hljóðar niðurlag boðunarbréfs sem undirritað var af stjórn Mál og menningar og fól í sér áskorun til alþýðufólks um að gerast félagar í Mál og menningu. Í stjórninni voru: H. K. Laxness., Sig. Thorlacius, Halldór Stefánsson, Eiríkur Magnússon og Kristinn Andrésson. Vinstri menn vilja líka grilla á kvöldin Þannig er málið stærra en svo að það snúist um kaup og sölu á fyrirtæki. Undir er íslensk tunga að margra mati; íslenskar bókmenntir og mengun hugmyndafræðinnar: Stórkapítalisminn, alþjóðavæðingin að gleypa samvinnuhugsjónina, hina sósíalísku hugmyndafræði sem Mál og menning grundvallast á og hefur löngum farið í taugarnar helstu boðberum frjálshyggjunnar svo sem Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. Hannes hlýtur að fagna en yfirráð vinstri manna yfir menningunni hafa löngum verið eitur í hans beinum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur verið óþreytandi að benda á það að Mál og menning hefur notið styrkja frá Sovétríkjunum. Hannes gerir engar athugasemdir við þessi viðskipti. En óttast ritskoðunaráráttu stórfyrirtækja.visir/Stefán Óli Hannes hefur verið óþreytandi að rifja það upp að Rúblan, byggingin við Laugaveg og hýsti lengi höfuðstöðvar Máls og menningar, var reist fyrir framlag sovétska kommmúnistaflokksins. Hannes segir vinstri menn lesa meira meðan hægri menn eru uppteknir við að græða á daginn og grilla á kvöldin. Í þau orð má lesa að Hannes hefði gjarnan þegið upplýstari bandamenn í orðaskaki um hugmyndafræði. Hannes hefur tjáð sig um kaupin, segir þau í sjálfu sér ekki áhyggjuefni. „Áhyggjuefnið er allt annað. Það er, þegar almannaveitur eins og Facebook, Twitter, Instagram og hugsanlega Story-Tel (í framtíðinni) taka sér vald til að ritskoða efni á mjög harkalegan hátt,“ segir Hannes um hinar athyglisverðu vendingar á bókamarkaði. Mál og menning er ekki bara eitthvað félag. Í úttekt sem DV birti 24. janúar 2004 er fjallað um sögu Bókafélagsins undir fyrirsögninni: „Mál og menning Skipið sem átti ekki að geta sokkið“. Á einu ári, í kjölfar sameiningar við Vöku-Helgafell lenti hið þá velstæða félag í gríðarlega miklum hremmingum. Sagan er eins og grískur harmleikur þar sem aðalsöguhetjan fyllist oflæti (hybris) villist af vegi og fallið er hátt. Við erum samkvæmt því ekki komin enn á þann stað í leikritinu að um kennsl verði að ræða – kaþarsis – þó það verði yfirleitt í kjölfar kennsla, þegar hvörf verða í þræðinum. Félagið sem rak sig sjálft „Bókafélagið Mál og menning var stofnað árið 1937. Að stofnun þess stóðu bókaútgáfan Heimskringla og Félag byltingarsnauðra rithöfunda, með þá Kristin E. Andrésson, Halldór Laxness og Jóhannes úr Kötlum í broddi fylkingar. Mál og menning starfaði fyrst sem bókaklúbbur þar sem menn gengu í félagið, greiddu félagsgjöld og fengu bækur sendar í staðinn. Þessi fyrstu ár félagsins voru mikil uppvaxtarár og 1942 var verslunarrekstri bætt við starfsemina undir forystu Kristins sem á þessum tíma var formaður félagsins. Hann gegndi formennsku og framkvæmdastjórn allt fram til 1971 þegar Sigfús Daðason tók við. Ýmsir komu svo að stjórnun Máls og menningar árin á eftir uns Halldór Guðmundsson og Árni Einarsson komu til stafa 1983; Halldór sem útgáfustjóri og Árni sem framkvæmdastjóri,“ segir í úttekt DV. Árið 2004. DV fjallaði ítarlega um merkilega sögu Máls og menningar. Lengi rak fyrirtækið sig sjálft en svo gerðust veður válynd og á aðeins einu ári var reksturinn kominn í hnút. Þá hafði MM náð afar góðri fótfestu á hinum íslenska bókamarkaði. Var sjálfseignarfélag með stöðugan rekstur sem stóð undir sér og næsta áratuginn átti félagið eftir að vaxa enn frekar. Þó illa gengi hjá bókaforlögum á 10. áratug síðustu aldar hafði MM alltaf sterka stöðu á markaði. „Félagið átti sig að mestu sjálft og var utanaðkomandi öflum svo gott sem óháð. Höfðu menn á orði að félagið væri komið í þá stöðu að það ræki sig sjálft – hafði góða markaðsstöðu og stöðugar tekjur þannig að erfitt var að klúðra rekstrinum.“ Edda verður til Árið 1995 hafði Sigurður heitinn Svavarsson tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá Máli og menningu af Árna Einarssyni sem gerður var að verslunarstjóra. Sigurður og Halldór fóru fyrir félaginu síðustu árin fyrir sameiningu við Vöku-Helgafell og gegndu mikilvægu hlutverki við sameiningaferlið. Svo enn sé vitnað í úttekt DV: „Sameingin Vöku-Helgafells og Máls og menningar kom til vegna draumóra forsvarsmanna fyrirtækjanna um eitt öflugt útgáfufyrirtæki á Íslandi sem gæti keppt við erlenda aðila. Mál og menning hafði stuttu áður misst sinn helsta markaðsmann, Jóhann Pál Valdimarsson, út úr fyrirtækinu sem var í raun stefnulaust eftir það. Þá leitaði Mál og menning inn á ný svið – sóttist m.a. eftir sameiningu við Vöku-Helgafell til að bjarga markaðsmálum fyrirtækisins, og það gerði Halldór í andstöðu við félagsráð Máls og menningar. Þá ætluðu menn að hefja stórsókn íslenskra bókmennta á erlendum vettvangi og nýta sér Netið til miðlunar á upplýsingum – allt í takti við þá bjartsýni sem á þessum tíma ríkti í viðskiptalífinu. Halldór Guðmundsson var helsti hugmyndasmiðurinn á bak við sameininguna, sem átti sér stað sumarið 2000, og varð síðar framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis.“ Skipið sem átti ekki að geta sokkið sekkur Edda miðlun og útgáfa hf. varð til eftir sameininguna og vildi færa sig inn á ný svið og stækka þau sem fyrir voru. En á þeim tíma varð verulegt samdráttarskeið og fljótlega tók því mikill rekstrarvandi að myndast vegna samdráttar í tekjum, auk þess sem samlegðaráhrif sameiningarinnar skiluðu sér mjög seint. Illa gekk að koma þessu heim og saman, MM hafði verið rekið á samvinnuhugsjón en Vaka-Helgafell var klassíst hagnaðardrifið fyrirtæki. Halldór Guðmundsson sagði gjarnan „góða bækur finna sína kaupendur“ en ári eftir að fyrirtækið hafði verið stofnað var Edda í miklum vanda og þurfti nýtt hlutafé upp á 100 milljónir til að geta starfað áfram. „Bækurnar höfðu ekki fundið sína kaupendur og félagið skuldaði þá meira en 30 milljónir í höfundarréttargreiðslur, auk þess sem eignir höfðu verið oftaldar og skuldir vantaldar.“ Var þá gripið til þess að leita til Björgólfs Guðmundssonar fjárfestis sem hafði lengi sýnt áhuga á að reynast einskonar „patron of the arts“ – velgjörðarmaður listanna -, snemma árs 2002. En langt samningaferli hófst sem endaði með því að Björgólfur skráði sig fyrir hlutafjáraukningu í Eddunni upp á 100 milljónir, undir lok maí 2002. Við þetta eignaðist Björgólfur 68 prósent í fyrirtækinu en nokkrir aðilar frá Máli og menningu töldu sig bera skarðan hlut frá borði við samningana. „Loftkastalarnir, sem byggðir voru í kringum Eddu í upphafi, urðu henni þannig að falli. Menn ætluðu sér um of, vönduðu ekki sameiningarferlið og náðu þannig að koma sér í tóm vandræði á innan við ári,“ segir í umfjöllun DV. Jóhann Páll kaupir hræið eftir gjaldþrot Björgólfs Edda sigldi hægt en örugglega í þrot. Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður er mikill áhugamaður um þessa sögu og hefur látið sig þetta varða á samfélagsmiðlum. Hann segir að á nýfrjálshyggjuárunum hafi MM rennt inn í borgaralega bókaútgáfu drifna af markaðslögmálum, undir nafni Eddu útgáfu. Hann fer hratt yfir sögu í einum pistla sinna um þessi kaup: „Sem Björgólfur Guðmundsson keypti síðan til að kaupa sér virðingu en rak beint á hausinn. Jóhann Páll Valdimarsson, gamalreyndur bókaútgefandi, keypti síðan hræið og setti það ásamt öðru inn í Forlagið sem var risi á íslenskum bókamarkaði, með drottnandi stöðu. Svo seldi Jóhann Páll syni sínum og fleiri félagið og nú skyndilega eiga einhverjir fjárfestingarsjóðir Mál & menningu og megnið af bókmenntaarfi Íslendinga síðustu hundrað árin eða svo.“ Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann seldi Storytel sinn hlut í fyrirtækinu. En áður hafði faðir hans, Jóhann Páll Valdimarsson, selt sinn hlut. Það var árið 2016 en hlutur hans var 42,5 prósent. Samkvæmt heimildum Vísis er ekkert fararsnið á Agli Erni úr stóli framkvæmdastjórans þrátt fyrir þessar vendingar.visir/Jakob Gunnar Smári hefur þetta til marks um að nýfrjálshyggjan éti upp öll verðmæti: „Það sem byggt var upp af hugsjón verður söluvara millum braskara; hugmyndin um uppbyggingu samfélagslegra verðmæta hverfur og í staðinn kemur bláköld staðreynd: Íslenskar bókmenntir verða byggðar upp og varðar eftir því að einhverjir fjárfestingarsjóðir telja henta sér.“ Halldór Guðmundsson reynir að lægja öldur Eins og áður sagði hafa rithöfundar verulegar áhyggjur af stöðu mála bæði hvað varðar samninga við höfunda og svo það að með stórfyrirtækjavæðingu menningarinnar verði öllu steypt í sama mót; að listin verði að fjöldaframleiddum skyndibita þar sem markaðslögmálin ráði för. Halldór Guðmundsson, sem er formaður Félags Máls og menningar ávarpaði vini sína á Facebook og reyndi að lægja öldur. Hann sagðist skilja mæta vel þær áhyggjur. Hann segir tilgang sölunnar vera að tryggja framtíð útgáfunnar á miklum óvissutímum, að efla raf- og hljóðbókavæðingu íslenskra bókmennta sem ósköp einfaldlega hefur setið á hakanum en sem mikil eftirspurn er eftir meðal íslenskra lesenda, og að stækka markað íslenskra bókmennta. Halldór Guðmundsson við undirritun í gær, þar sem gengið var frá samingum um kaup Storytel á 70 prósentum hlutafjár í Forlaginu. „Storytel er útgáfufélag og fyrir því vakir öðru fremur að fá sem flesta titla inn í sína streymisveitu. Forlagið mun starfa áfram sem sjálfstætt bókaforlag sem gefur út bækur á íslensku og fer eftir íslenskum samningum og lögum. Það er engin sameining framundan og það er ekki að fara neitt, enda ekki eftirspurn eftir íslenskum bókmenntum erlendis nema þær séu þýddar sem við vonum að verði nú í auknum mæli.“ Halldór segir jafnframt að Mál og menning hyggst starfa innan Forlagsins en „líki okkur ekki vistin eigum við vörumerki félagsins og getum farið þegar okkur sýnist. Bókmenntafélagið setti sér í upphafi skýrt skilgreint aðalmarkmið: Að koma bókum á íslensku á framfæri við sem flesta lesendur á hagstæðum kjörum. Eftir því hyggjumst við áfram starfa, en ég sakna ekki stalínískrar fortíðar félagsins.“ Halldór og Hannes Hólmsteinn í eina sæng Áðurnefndur Gunnar Smári var ekki reiðubúinn að sleppa Halldóri við svo búið og spurði í athugasemd: „Hvers vegna ertu að kenna Stalín um óhagnaðardrifinn samvinnu- og félagsrekstur eins og valið standi aðeins á milli hagnaðardrifinna kauphallarfyrirtækja eða Stalíns? Mál og menning sem þú tókst við var einn af sproti arfleifðar sem innihélt líka bæjarútgerðirnar, kaupfélögin, alþýðuhúsin, alþýðublaðið, alþýðubankann, fræðslusamband alþýðunnar, Menningarsjóð og ótal margt annað; félög og stofnanir sem almenningur stofnaði og byggði upp til að komast hjá því að eiga allt sitt undir hagnaðardrifnum kauphallarfyrirtækjum auðvaldsins. Þú talar eins og Hannes Hólmsteinn, að sá sem ekki vill fjármáladrifinn dólgakapítalisma sé að kalla eftir Stalín. Nú? Eruð þið að biðja um Gúlagið? spyr hann í hvert sinn sem alþýðan biður um vald eða brauð.“ Gunnar Smári Egillsson er afar áhugasamur um sögu Máls og menningar og telur hana lýsandi fyrir eyðileggingarafl nýfrjálshyggjunnar, eins og hann kallar kapítalisma nútímans. Hann vill nú ekki gera mikinn greinarmun á Halldóri Guðmundssyni og Hannesi Hólmsteini.visir/frosti Halldór segist einfaldlega hafa verið að vísa í fjárhagsaðstoð frá Sovétríkjunum sem MM fékk. „Sögu félagsins, með hæðum sínum og lægðum, þekki ég ágætlega og hef skrifað ítarlega um hana, enda var það stofnað heima hjá afa mínum,“ segir Halldór. En Gunnar Smári, sem þykist þarna hafða fundið snöggan blett, hélt áfram og telur nú lítinn mun á Halldóri og Hannesi – en er vissulega óvænt vending. Halldór og Hannes hafa löngum eldað grátt silfur en báðir hafa þeir ritað bækur um Halldór Laxness. „Það gerir HHG einmitt líka, lýsir MM sem hluta af heimsvaldastefnu Sovétríkjanna eins og hann flokkar allt sósíalískt starf á síðustu öld.“ Þannig virðist sem leggja megi þetta mál upp sem hugmyndafræðileg átök milli þeirra isma sem einkenndu síðustu öld og gera jafnvel enn nema það á sér vissulega marga fleti aðra, svo marga að erfitt er að ná tökum á því eða ná utan um það.
Menning Bókmenntir Efnahagsmál Samfélagsmiðlar Fréttaskýringar Bókaútgáfa Tengdar fréttir Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Stjórn og lögmaður Rithöfundasambandsins munu funda í fyrramálið um kaup Storytel AB á 70 prósenta hlut í Forlaginu. Framkvæmdastjóri sambandsins segir tíðindin hafa komið rithöfunum á óvart og að þeir séu uggandi yfir stöðunni. 2. júlí 2020 12:00 Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Stjórnarformaður Forlagsins segir að breyting á eignarhaldi muni engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra höfunda. 1. júlí 2020 20:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Rithöfundasambandið fundar um kaup Storytel AB á hlut í Forlaginu Stjórn og lögmaður Rithöfundasambandsins munu funda í fyrramálið um kaup Storytel AB á 70 prósenta hlut í Forlaginu. Framkvæmdastjóri sambandsins segir tíðindin hafa komið rithöfunum á óvart og að þeir séu uggandi yfir stöðunni. 2. júlí 2020 12:00
Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Stjórnarformaður Forlagsins segir að breyting á eignarhaldi muni engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra höfunda. 1. júlí 2020 20:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent