Nafnlaust bréf komið í hendur lögreglu: Líkt við apa og sagt að drepa sig Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2020 15:17 Bréfið var nafnlaust. Mynd/Aðsend Steingrímur Ingi Gunnarsson, nítján ára, fékk nafnlaust bréf í pósti þar sem hann var sagður ljótur og honum sagt að drepa sig. Faðir hans, séra Gunnar Einar Steingrímsson sóknarprestur, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær. Fréttablaðið fjallaði um málið í gær. Með færslunni birti Gunnar mynd af bréfinu, en í því er afar ljótum orðum beint að Steingrími. Honum er meðal annars líkt við apa, og eins og áður sagði, sagt að drepa sig. Í færslu sinni kallar Gunnar athæfið einelti af verstu sort og segir þetta ekki verða liðið. „Það er ótrúlegt að svona lagað skuli berast í póstinum (nafnlaust að sjálfsögðu að hætti heiguls)!“ Bréfið komið í vörslu lögreglu Í samtali við Vísi segir Gunnar að í dag hafi verið haft samband við lögreglu vegna málsins. „Við erum búin að ræða við lögreglu. Þetta er komið á skrá hjá þeim og bréfið er í vörslu lögreglunnar,“ segir Gunnar. Hann segir að ekki sé hægt að kæra málið, þar sem bréfið hafi verið nafnlaust og því á huldu hver gerandinn er. „Ef við vitum hver gerandinn er, er ég ekki viss um að við munum kæra. Heldur fyrst og fremst reyna að aðstoða viðkomandi við að leita sér hjálpar. Það er greinilegt að þetta er aðili sem líður bara illa og á erfitt með að finna réttan farveg fyrir tilfinningar sínar,“ segir Gunnar og bætir við að hann telji að viðkomandi yrði enginn sérstakur greiði gerður með því að fá á sig kæru vegna málsins. „Ég held að það sé ekki rétt hjálp.“ Finnur til með viðkomandi Gunnar segir son sinn hafa tekið málinu af mikilli ró. „Hann er náttúrulega enginn krakki. Hann er að verða 19 ára þannig að hann tekur þessu bara með jafnaðargeði. Auðvitað er þetta óþægilegt, auðvitað finnst engum gaman að fá svona í pósti, það er alveg á hreinu.“ Gunnar segir að sonur sinn hafi sjálfur sagt þegar hann opnaði umslagið með bréfinu að hann fyndi til með sendandanum. Eitthvað hlyti að vera að hjá viðkomandi. „Það var ég sem var miklu reiðari heldur en nokkurn tímann hann. Hann tekur þessu bara með ró og er ekkert að velta þessu allt of mikið fyrir sér,“ segir Gunnar. Steingrímur kvaðst finna til með þeim sem sendi bréfið.Mynd/Aðsend Hissa á viðbrögðunum Þegar þetta er skrifað hafa yfir 1.300 brugðist við færslunni með like-puttum eða öðrum tjáknum. Gunnar kveðst nokkuð hissa á þessum miklu viðbrögðum, en segir þó ánægjulegt að færslan hafi vakið jafn mikla athygli og raun ber vitni. „Ég þakka fyrir ótrúlega mikið af símtölum, skilaboðum og símtölum sem við höfum fengið. Einelti er náttúrulega ekkert annað en ofbeldi, og meinsemd í samfélaginu sem þarf að uppræta,“ segir Gunnar. Hann segir markmiðið með færslunni hafa verið að vekja athygli á því að einelti eigi ekki að líðast nokkurs staðar í samfélaginu. „Þetta var ekki gert með það í huga að ná sér eitthvað niður á þeim sem sendi bréfið, heldur einmitt þvert á móti til þess að vekja athygli á þessu og svo viðkomandi gæti hugsanlega, og vonandi, fengið hjálp.“ Lögreglumál Mest lesið Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 23 ára Innlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Börn hafi reynt að drepa önnur börn Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa hefur sagt af sér SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 23 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Sjá meira
Steingrímur Ingi Gunnarsson, nítján ára, fékk nafnlaust bréf í pósti þar sem hann var sagður ljótur og honum sagt að drepa sig. Faðir hans, séra Gunnar Einar Steingrímsson sóknarprestur, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær. Fréttablaðið fjallaði um málið í gær. Með færslunni birti Gunnar mynd af bréfinu, en í því er afar ljótum orðum beint að Steingrími. Honum er meðal annars líkt við apa, og eins og áður sagði, sagt að drepa sig. Í færslu sinni kallar Gunnar athæfið einelti af verstu sort og segir þetta ekki verða liðið. „Það er ótrúlegt að svona lagað skuli berast í póstinum (nafnlaust að sjálfsögðu að hætti heiguls)!“ Bréfið komið í vörslu lögreglu Í samtali við Vísi segir Gunnar að í dag hafi verið haft samband við lögreglu vegna málsins. „Við erum búin að ræða við lögreglu. Þetta er komið á skrá hjá þeim og bréfið er í vörslu lögreglunnar,“ segir Gunnar. Hann segir að ekki sé hægt að kæra málið, þar sem bréfið hafi verið nafnlaust og því á huldu hver gerandinn er. „Ef við vitum hver gerandinn er, er ég ekki viss um að við munum kæra. Heldur fyrst og fremst reyna að aðstoða viðkomandi við að leita sér hjálpar. Það er greinilegt að þetta er aðili sem líður bara illa og á erfitt með að finna réttan farveg fyrir tilfinningar sínar,“ segir Gunnar og bætir við að hann telji að viðkomandi yrði enginn sérstakur greiði gerður með því að fá á sig kæru vegna málsins. „Ég held að það sé ekki rétt hjálp.“ Finnur til með viðkomandi Gunnar segir son sinn hafa tekið málinu af mikilli ró. „Hann er náttúrulega enginn krakki. Hann er að verða 19 ára þannig að hann tekur þessu bara með jafnaðargeði. Auðvitað er þetta óþægilegt, auðvitað finnst engum gaman að fá svona í pósti, það er alveg á hreinu.“ Gunnar segir að sonur sinn hafi sjálfur sagt þegar hann opnaði umslagið með bréfinu að hann fyndi til með sendandanum. Eitthvað hlyti að vera að hjá viðkomandi. „Það var ég sem var miklu reiðari heldur en nokkurn tímann hann. Hann tekur þessu bara með ró og er ekkert að velta þessu allt of mikið fyrir sér,“ segir Gunnar. Steingrímur kvaðst finna til með þeim sem sendi bréfið.Mynd/Aðsend Hissa á viðbrögðunum Þegar þetta er skrifað hafa yfir 1.300 brugðist við færslunni með like-puttum eða öðrum tjáknum. Gunnar kveðst nokkuð hissa á þessum miklu viðbrögðum, en segir þó ánægjulegt að færslan hafi vakið jafn mikla athygli og raun ber vitni. „Ég þakka fyrir ótrúlega mikið af símtölum, skilaboðum og símtölum sem við höfum fengið. Einelti er náttúrulega ekkert annað en ofbeldi, og meinsemd í samfélaginu sem þarf að uppræta,“ segir Gunnar. Hann segir markmiðið með færslunni hafa verið að vekja athygli á því að einelti eigi ekki að líðast nokkurs staðar í samfélaginu. „Þetta var ekki gert með það í huga að ná sér eitthvað niður á þeim sem sendi bréfið, heldur einmitt þvert á móti til þess að vekja athygli á þessu og svo viðkomandi gæti hugsanlega, og vonandi, fengið hjálp.“
Lögreglumál Mest lesið Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 23 ára Innlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Börn hafi reynt að drepa önnur börn Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa hefur sagt af sér SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 23 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Sjá meira