Stjórn Rithöfundasambandsins vantreystir Storytel AB Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2020 16:01 Karl Ágúst Úlfsson er formaður Rithöfundasambands Íslands en stjórnin hefur nú lýst því yfir að hún beri takmarkað traust til Storytel AB sem í vikunni festi kaup á 70 prósent hlutafjár í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu Íslands. visir/vilhelm Stjórn Rithöfundasambands Íslands lýsir áhyggjum sínum af kaupum Storytel AB á 70% hlut í Forlaginu, stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar sem send hefur verið félagsmönnum í Rithöfundasambandinu vegna kaupanna sem vakið hafa mikla athygli. Í ályktuninni segir að stjórnin fagni nýrri tækni og auknum tækifærum fyrir lesendur til að njóta bókmenntaverka. Og að flestir rithöfundar vilji líka sækja fram á því sviði og ná til nýrra lesenda. Stjórn RSÍ vantreystir hinu sænska móðurfélagi „Hins vegar hefur stjórnin áhyggjur af enn meira valdaójafnvægi á bókamarkaði ef kaupin ganga í gegn þar sem stærsta bókaútgáfa landsins og eina streymisveita hljóðbóka verði í eigu sama aðila. Samruni stórra aðila á markaði leiðir iðulega til skerðingar á virkri samkeppni sem kemur neytendum og öðrum á markaði illa. Þegar um er að ræða fákeppni á sviði menningar verður að stíga sérstaklega gætilega til jarðar.“ Þá lýsir stjórnin því yfir að hún beri ekki traust til Storytel AB: „Stjórn RSÍ vantreystir hinu sænska móðurfélagi og stjórnendum þess því reynsla höfunda af dótturfélaginu Storytel á Íslandi er ekki góð og sömu sögu má heyra frá félögum okkar á hinum Norðurlöndunum.“ Í ályktuninni er bent á að samkvæmt kjarakönnun sem Rithöfundasambandið hefur gert meðal félagsmanna sem eiga verk hjá Storytel á Íslandi eru greiðslur til þeirra afar lágar og tekjumódelið ógegnsætt. Uggur í brjósti höfunda „Stjórnin óttast að tilgangur eiganda Storytel á Íslandi, Storytel AB í Svíþjóð, sé að komast nær höfundaverki íslenskra höfunda og eyða allri samkeppni á hljóðbókamarkaði. Margir félagsmenn hafa haft samband við stjórn og skrifstofu RSÍ og viðrað áhyggjur sínar. Höfundar og útgefendur ytra hafa borið því vitni að frelsi þeirra og menningarleg áhersla hafi beðið hnekki með eignarhaldi Storytel AB.“ Í ályktuninni segir að slíkt veki ugg í brjósti höfunda hér á landi, sporin ytra hræði, en reynslan ein mun leiða í ljós hvort sama öfugþróun verði hérlendis. Komi upp slík staða á Íslandi telur stjórn RSÍ sýnt að hún myndi þrengja verulega að höfundum og möguleikum þeirra til útgáfu á fjölbreyttum og burðugum bókamarkaði. „Aldrei má vega að listrænu frelsi þannig að litið sé á bókmenntir sem framleiðsluvöru sem þarf að skila hagnaði en ekki listræna tjáningu sem hefur gildi í sjálfu sér.“ Menning Bókmenntir Svíþjóð Bókaútgáfa Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Stjórn Rithöfundasambands Íslands lýsir áhyggjum sínum af kaupum Storytel AB á 70% hlut í Forlaginu, stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar sem send hefur verið félagsmönnum í Rithöfundasambandinu vegna kaupanna sem vakið hafa mikla athygli. Í ályktuninni segir að stjórnin fagni nýrri tækni og auknum tækifærum fyrir lesendur til að njóta bókmenntaverka. Og að flestir rithöfundar vilji líka sækja fram á því sviði og ná til nýrra lesenda. Stjórn RSÍ vantreystir hinu sænska móðurfélagi „Hins vegar hefur stjórnin áhyggjur af enn meira valdaójafnvægi á bókamarkaði ef kaupin ganga í gegn þar sem stærsta bókaútgáfa landsins og eina streymisveita hljóðbóka verði í eigu sama aðila. Samruni stórra aðila á markaði leiðir iðulega til skerðingar á virkri samkeppni sem kemur neytendum og öðrum á markaði illa. Þegar um er að ræða fákeppni á sviði menningar verður að stíga sérstaklega gætilega til jarðar.“ Þá lýsir stjórnin því yfir að hún beri ekki traust til Storytel AB: „Stjórn RSÍ vantreystir hinu sænska móðurfélagi og stjórnendum þess því reynsla höfunda af dótturfélaginu Storytel á Íslandi er ekki góð og sömu sögu má heyra frá félögum okkar á hinum Norðurlöndunum.“ Í ályktuninni er bent á að samkvæmt kjarakönnun sem Rithöfundasambandið hefur gert meðal félagsmanna sem eiga verk hjá Storytel á Íslandi eru greiðslur til þeirra afar lágar og tekjumódelið ógegnsætt. Uggur í brjósti höfunda „Stjórnin óttast að tilgangur eiganda Storytel á Íslandi, Storytel AB í Svíþjóð, sé að komast nær höfundaverki íslenskra höfunda og eyða allri samkeppni á hljóðbókamarkaði. Margir félagsmenn hafa haft samband við stjórn og skrifstofu RSÍ og viðrað áhyggjur sínar. Höfundar og útgefendur ytra hafa borið því vitni að frelsi þeirra og menningarleg áhersla hafi beðið hnekki með eignarhaldi Storytel AB.“ Í ályktuninni segir að slíkt veki ugg í brjósti höfunda hér á landi, sporin ytra hræði, en reynslan ein mun leiða í ljós hvort sama öfugþróun verði hérlendis. Komi upp slík staða á Íslandi telur stjórn RSÍ sýnt að hún myndi þrengja verulega að höfundum og möguleikum þeirra til útgáfu á fjölbreyttum og burðugum bókamarkaði. „Aldrei má vega að listrænu frelsi þannig að litið sé á bókmenntir sem framleiðsluvöru sem þarf að skila hagnaði en ekki listræna tjáningu sem hefur gildi í sjálfu sér.“
Menning Bókmenntir Svíþjóð Bókaútgáfa Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira